Aron Einar: Við höfum engu að tapa Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar 16. júní 2018 09:30 Aron Einar Gunnarsson er klár í slaginn. vísri/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, segir strákana okkar fara pressulausa inn í leikinn á móti Argentínu í dag en okkar menn hefja leik á HM klukkan 16.00 að staðartíma. Mótherji dagsins er Argentína sem er eitt af bestu liðum heims og hefur tvívegis orðið heimsmeistari. Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum en tapaði eftir framlengdan leik á móti Þýskalandi. Íslenska liðið er í fyrsta sinn á HM og búast ekki margir við miklu frá okkar mönnum þrátt fyrir að þeir séu komnir svona langt. Það er eitthvað sem að hjálpar Íslandi. „Það sem vinnur með okkur er, að það er ekki mikil pressa á okkur. Við höfum engu að tapa þannig að okkur líður vel. Okkur líður vel og við erum jákvæðir fyrir leikinn,“ segir Aron Einar. Okkar menn fóru frábærlega af stað á EM fyrir tveimur árum þegar að þeir gerðu jafntefli við Portúgal en sú byrjun keyrði bylgju af stað sem stoppaði ekki fyrr en í átta liða úrslitum. „Við getum nýtt reynsluna frá EM 2016 og hvernig við byrjuðum það mót. Við byrjuðum af krafti og ætlum að gera það sama núna,“ segir Aron Einar. „Andtæðingurinn er sterkur en við erum búnir að fara vel yfir hann. Þjálfararnir hafa gert vel að því leyti hvernig við skoðum andstæðinginn. Okkur líður eins og við séum tilbúnir í leikinn en hann verður virkilega erfiður,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM í dag: Hið endalausa vanmat og jafnvel vanvirðing Þáttur dagsins er sendur út í "HM-stofunni“ á Hótel Peking í Moskvu. 16. júní 2018 09:00 Bein útsending: Íslendingar hita upp í geggjuðum garði í Moskvu Tólfan mætti, Frikki Dór og Jón Jónsson og líklega hátt í fimm þúsund Íslendingar. 16. júní 2018 08:00 Sumarmessan: Myndi ekki vilja sjá mitt lið mæta svona til leiks á HM HM í fótbolta er hafið. Fótboltaveisla á hverjum degi, margir klukkutímar af mönnum í knattleik fylla skjái landans. Ekki er það allra tebolli að rýna í knattspyrnuhæfni landa heimsins en það er eitt sem nær allir hafa skoðun á; Búningar og klæðnaður landsliðanna. 16. júní 2018 06:00 Kveðja frá Rússlandi: „Fokk it,“ þeir fóru svo bara á HM eftir allt saman Strákarnir okkar mæta tvöföldum heimsmeisturum Argentínu á Heimsmeistaramótinu í fótbolta í dag. 16. júní 2018 08:00 Jón Daði spældur fyrir hönd Viðars Arnar Segir vin sinn tilbúin á kantinum ef á þarf að halda. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, segir strákana okkar fara pressulausa inn í leikinn á móti Argentínu í dag en okkar menn hefja leik á HM klukkan 16.00 að staðartíma. Mótherji dagsins er Argentína sem er eitt af bestu liðum heims og hefur tvívegis orðið heimsmeistari. Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum en tapaði eftir framlengdan leik á móti Þýskalandi. Íslenska liðið er í fyrsta sinn á HM og búast ekki margir við miklu frá okkar mönnum þrátt fyrir að þeir séu komnir svona langt. Það er eitthvað sem að hjálpar Íslandi. „Það sem vinnur með okkur er, að það er ekki mikil pressa á okkur. Við höfum engu að tapa þannig að okkur líður vel. Okkur líður vel og við erum jákvæðir fyrir leikinn,“ segir Aron Einar. Okkar menn fóru frábærlega af stað á EM fyrir tveimur árum þegar að þeir gerðu jafntefli við Portúgal en sú byrjun keyrði bylgju af stað sem stoppaði ekki fyrr en í átta liða úrslitum. „Við getum nýtt reynsluna frá EM 2016 og hvernig við byrjuðum það mót. Við byrjuðum af krafti og ætlum að gera það sama núna,“ segir Aron Einar. „Andtæðingurinn er sterkur en við erum búnir að fara vel yfir hann. Þjálfararnir hafa gert vel að því leyti hvernig við skoðum andstæðinginn. Okkur líður eins og við séum tilbúnir í leikinn en hann verður virkilega erfiður,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM í dag: Hið endalausa vanmat og jafnvel vanvirðing Þáttur dagsins er sendur út í "HM-stofunni“ á Hótel Peking í Moskvu. 16. júní 2018 09:00 Bein útsending: Íslendingar hita upp í geggjuðum garði í Moskvu Tólfan mætti, Frikki Dór og Jón Jónsson og líklega hátt í fimm þúsund Íslendingar. 16. júní 2018 08:00 Sumarmessan: Myndi ekki vilja sjá mitt lið mæta svona til leiks á HM HM í fótbolta er hafið. Fótboltaveisla á hverjum degi, margir klukkutímar af mönnum í knattleik fylla skjái landans. Ekki er það allra tebolli að rýna í knattspyrnuhæfni landa heimsins en það er eitt sem nær allir hafa skoðun á; Búningar og klæðnaður landsliðanna. 16. júní 2018 06:00 Kveðja frá Rússlandi: „Fokk it,“ þeir fóru svo bara á HM eftir allt saman Strákarnir okkar mæta tvöföldum heimsmeisturum Argentínu á Heimsmeistaramótinu í fótbolta í dag. 16. júní 2018 08:00 Jón Daði spældur fyrir hönd Viðars Arnar Segir vin sinn tilbúin á kantinum ef á þarf að halda. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
HM í dag: Hið endalausa vanmat og jafnvel vanvirðing Þáttur dagsins er sendur út í "HM-stofunni“ á Hótel Peking í Moskvu. 16. júní 2018 09:00
Bein útsending: Íslendingar hita upp í geggjuðum garði í Moskvu Tólfan mætti, Frikki Dór og Jón Jónsson og líklega hátt í fimm þúsund Íslendingar. 16. júní 2018 08:00
Sumarmessan: Myndi ekki vilja sjá mitt lið mæta svona til leiks á HM HM í fótbolta er hafið. Fótboltaveisla á hverjum degi, margir klukkutímar af mönnum í knattleik fylla skjái landans. Ekki er það allra tebolli að rýna í knattspyrnuhæfni landa heimsins en það er eitt sem nær allir hafa skoðun á; Búningar og klæðnaður landsliðanna. 16. júní 2018 06:00
Kveðja frá Rússlandi: „Fokk it,“ þeir fóru svo bara á HM eftir allt saman Strákarnir okkar mæta tvöföldum heimsmeisturum Argentínu á Heimsmeistaramótinu í fótbolta í dag. 16. júní 2018 08:00
Jón Daði spældur fyrir hönd Viðars Arnar Segir vin sinn tilbúin á kantinum ef á þarf að halda. 16. júní 2018 07:00