Hannes spurði argentínskan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo Kolbeinn Tumi Daðason á Spartak-leikvanginum skrifar 16. júní 2018 15:33 Hannes Þór Halldórsson var ekki bara maður leiksins að mati Vísis heldur líka skipuleggjenda og var verðlaunaður fyrir það. FIFA Hannes Þór Halldórsson er nafn sem rætt er um víða í kvöld. Kvikmyndaleikstjórinn sem á magnaða sögu að baki gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á Spartak-leikvanginum í kvöld. Úrslitin 1-1 og Ísland heldur ævintýri sínu áfram. „Það er draumi líkast að hafa varið þetta víti, sérstaklega af því það hjálpaði okkur að skila stigi sem gæti reynst okkur mjög mikilvægt til að komast upp úr riðlinum,“ sagði Hannes á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég vann mikla heimavinnu,“ sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. „Ég horfði á margar vítapsyrnur frá Messi. Svo skoðaði ég líka á hvernig ég hreyfði mig í síðustu vítaspyrnum sem ég hef glímt við svo ég vissi hverju Messi ætti von á frá mér. Ég hafði góða tilfinningu fyrir því að hann myndi skjóta í þetta horn.“Hannes ver vítið með tilþrifum.Vísir/GettyArgentínskur blaðamaður spurði af hverju íslenska liðið hefði fangað jafnteflinu líkt og um sigur hefði verið að ræða. „Ertu frændi Cristiano Ronaldo?“ og vísaði til þess að Ronaldo gerði lítið úr íslenska liðinu eftir 1-1 jafntefli Portúgals og Íslands á EM fyrir tveimur árum. Reyndar fagnaði Ronaldo 3-3 jafntelfi við Spánverja í gærkvöldi vel en það er önnur saga. „Þetta er stórt jafntefli fyrir okkur. Við kynntumst því á EM hvað það er mikilvægt að komast á blað ef við ætlum að ná markmiði okkar að komast upp úr riðlinum,“ sagði Hannes. „Við vorum að spila við eitt besta lið í heimi, gegn besta leikmanni heims og alveg eins og gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo þá fögnuðum við stiginu gegn Messi og Argentínu.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson er nafn sem rætt er um víða í kvöld. Kvikmyndaleikstjórinn sem á magnaða sögu að baki gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á Spartak-leikvanginum í kvöld. Úrslitin 1-1 og Ísland heldur ævintýri sínu áfram. „Það er draumi líkast að hafa varið þetta víti, sérstaklega af því það hjálpaði okkur að skila stigi sem gæti reynst okkur mjög mikilvægt til að komast upp úr riðlinum,“ sagði Hannes á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég vann mikla heimavinnu,“ sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. „Ég horfði á margar vítapsyrnur frá Messi. Svo skoðaði ég líka á hvernig ég hreyfði mig í síðustu vítaspyrnum sem ég hef glímt við svo ég vissi hverju Messi ætti von á frá mér. Ég hafði góða tilfinningu fyrir því að hann myndi skjóta í þetta horn.“Hannes ver vítið með tilþrifum.Vísir/GettyArgentínskur blaðamaður spurði af hverju íslenska liðið hefði fangað jafnteflinu líkt og um sigur hefði verið að ræða. „Ertu frændi Cristiano Ronaldo?“ og vísaði til þess að Ronaldo gerði lítið úr íslenska liðinu eftir 1-1 jafntefli Portúgals og Íslands á EM fyrir tveimur árum. Reyndar fagnaði Ronaldo 3-3 jafntelfi við Spánverja í gærkvöldi vel en það er önnur saga. „Þetta er stórt jafntefli fyrir okkur. Við kynntumst því á EM hvað það er mikilvægt að komast á blað ef við ætlum að ná markmiði okkar að komast upp úr riðlinum,“ sagði Hannes. „Við vorum að spila við eitt besta lið í heimi, gegn besta leikmanni heims og alveg eins og gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo þá fögnuðum við stiginu gegn Messi og Argentínu.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti