Heimir: Hissa á að hann hafi ætlað gegn Herði Björgvini

Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, sagði að það hefði verið uppleggið hjá sínu liði.
„Það kemur mér á óvart að heyra. Þeir fóru á báða vængi og Mascherano er duglegur að skipta boltanum milli kanta. Við vorum viðbúnir þessu og öllu," sagði Heimir.
„Við gáfum þeim aldrei neina flugbraut og vörðumst sem eitt lið. Þannig erum við bestir."
Tengdar fréttir

Aron: Nesi var frábær │Ánægður með formið sem ég er í
Aron Einar Gunnarsson var ánægður með stigið gegn Argentínu sem og formið sem hann er í, fyrirliðinn spilaði um 75. mínútur í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli.

Sampaoli: Ætluðum að fara í gegnum Hörð Björgvin
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, fékk silkihanskameðferð frá argentínskum blaðamönnum eftir jafnteflið gegn Íslandi í dag.

Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar
Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu.

Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar.

Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi.

Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag.