Íslenska landsliðið náði 1-1 jafntefli á móti stórliði Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi þar sem allir stóðu sig frábærlega, bæði leikmennirnir inn á vellinum sem og íslenska stuðningsfólkið í stúkunni.
Strákarnir okkar eru miklir keppnismenn og vildu fá öll þrjú stigin en jafntefli á móti fyrrum heimsmeisturum Argentínu eru frábær úrslit fyrir lið í sínum fyrtsa leik frá upphafi í úrslitakeppni HM.
Alfreð Finnbogason jafnaði metin í fyrri hálfleik og Hannes Þór Halldórsson tryggði stigið með því að verja víti frá Lionel Messi í seinni hálfleiknum.
Það var mikil stemning á Spartak vellinum í Moskvu og íslenska stuðningsfólkið átti mikinn þátt í því. Íslendingarnir fögnuðu líka frábærum úrslitum eftir leik og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og tók þessar flottu myndir hér fyrir neðan.
Sjáðu hvernig strákarnir okkar og „bláa hafið“ fögnuðu saman eftir leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn




„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti


