Alfreð skaut á Lars eftir leik: Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 16:45 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason opnaði markareikning íslenska landsliðsins í úrslitakeppni HM í dag þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á móti Argentínu. Hann notaði tækifærið eftir leik og skaut föstum skotum á fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerback. Alfreð var réttur maður á réttum stað í leiknum í dag og jafnaði metið aðeins fjórum mínútum eftir að Argentínumenn komust yfir. „Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir svona móment. Þetta var draumur og maður datt aðeins út þegar þetta gerist. Ég var ekki með neitt fagn tilbúið en þetta var bara geðveikt,“ sagði Alfreð. „Ég er ekki alveg búin að finna réttu orðin til að lýsa þessu,“ sagði Alfreð sem skoraði líka í tveimur síðustu undirbúningsleikjum Íslands fyrir mótið. Þetta var í fyrsta sinn sem Alfreð var í byrjunarliði á stórmóti en hvernig fékk hann að vita það að hann myndi byrja leikinn. „Fyrir tveimur dögum minnir mig. Ég hafði þetta á tilfinningunni og kom þannig inn í æfingaaleikina eins og ég væri að fara að spila fyrsta leik. Ég sendi skýr skilaboð þar,“ sagði Alfreð sem notaði tækifærið til að skjóta aðeins á Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska liðsins. „Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum síðan að þeir tóku við. Það gefur senter auka 50 til 60 prósent ef þú ert með þjálfara sem stendur við bakið á þér og þú veist að klukkan tifar ekki á hliðarlínunni þegar þú ert að spila,“ sagði Alfreð. „Þú verður að vinna þér inn traustið og mér finnst ég hafa gert það. Ég hef sýnt það með minni frammistöðu og ég veit það að sem framherji hjá Íslandi þá ertu fyrst og fremst að vinna fyrir liðið og skila inn góðri vakt. Mörkin eru bónus og ég er mjög ánægður þegar ég get sameinað þetta tvennt,“ sagði Alfreð. „Þetta er bara fyrsta skrefið hjá okkur. Markmiðið var að komast upp úr riðlinum og það er sama markmið ennþá núna. Við fáum vind í bakið núna með því að ná góðum úrslitum. Það er samt ekkert komið ennþá. Við njótum þess í kvöld en á morgun byrjar síðan undirbúningurinn fyrir Nígeríuleikinn,“ sagði Alfreð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Alfreð Finnbogason opnaði markareikning íslenska landsliðsins í úrslitakeppni HM í dag þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á móti Argentínu. Hann notaði tækifærið eftir leik og skaut föstum skotum á fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerback. Alfreð var réttur maður á réttum stað í leiknum í dag og jafnaði metið aðeins fjórum mínútum eftir að Argentínumenn komust yfir. „Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir svona móment. Þetta var draumur og maður datt aðeins út þegar þetta gerist. Ég var ekki með neitt fagn tilbúið en þetta var bara geðveikt,“ sagði Alfreð. „Ég er ekki alveg búin að finna réttu orðin til að lýsa þessu,“ sagði Alfreð sem skoraði líka í tveimur síðustu undirbúningsleikjum Íslands fyrir mótið. Þetta var í fyrsta sinn sem Alfreð var í byrjunarliði á stórmóti en hvernig fékk hann að vita það að hann myndi byrja leikinn. „Fyrir tveimur dögum minnir mig. Ég hafði þetta á tilfinningunni og kom þannig inn í æfingaaleikina eins og ég væri að fara að spila fyrsta leik. Ég sendi skýr skilaboð þar,“ sagði Alfreð sem notaði tækifærið til að skjóta aðeins á Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska liðsins. „Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum síðan að þeir tóku við. Það gefur senter auka 50 til 60 prósent ef þú ert með þjálfara sem stendur við bakið á þér og þú veist að klukkan tifar ekki á hliðarlínunni þegar þú ert að spila,“ sagði Alfreð. „Þú verður að vinna þér inn traustið og mér finnst ég hafa gert það. Ég hef sýnt það með minni frammistöðu og ég veit það að sem framherji hjá Íslandi þá ertu fyrst og fremst að vinna fyrir liðið og skila inn góðri vakt. Mörkin eru bónus og ég er mjög ánægður þegar ég get sameinað þetta tvennt,“ sagði Alfreð. „Þetta er bara fyrsta skrefið hjá okkur. Markmiðið var að komast upp úr riðlinum og það er sama markmið ennþá núna. Við fáum vind í bakið núna með því að ná góðum úrslitum. Það er samt ekkert komið ennþá. Við njótum þess í kvöld en á morgun byrjar síðan undirbúningurinn fyrir Nígeríuleikinn,“ sagði Alfreð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira