Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 10:30 Hannes Þór Halldórsson brosmildur eftir leik í gær. vísir/getty „Það eru nokkur drauma augnablik sem að maður er með í hausnum þegar að maður fer inn í eitthvað eins og heimsmeistarakeppni. Vinirnir og fjölskyldan eru öll búin að tala um þetta, að verja víti frá Messi.“ Þetta sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skælbrosandi við Vísi rétt áður en að hann steig upp í rútu á Spartak-vellinum í gær og hélt áleiðis í flug heim með strákunum okkar. Hannes var maður leiksins í gær þegar að Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik liðsins á HM 2018. Eins og heimsbyggðin veit varði Breiðhyltingurinn vítaspyrnu frá Lionel Messi sem á endanum tryggði okkar mönnum eitt stig.Stundin sem Hannes mun aldrei gleyma.vísir/gettyFrábær tölfræði „Auðvitað vill maður helst ekki lenda í því að fá á sig víti því við erum að reyna að ná úrslitum en svo þegar að dómarinn er búinn að flauta er næsta mál að Messi er að fara að skjóta. Þá hugsaði ég bara: OK, þetta er að fara að gerast. Ég ætla að taka þetta víti,“ sagði Hannes. Markvörðurinn magnaði, sem er nú búinn að verja samtals 21 skot frá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í tveimur leikjum á stórmótum, er með magnaða tölfræði þegar kemur að því að verja vítaspyrnur. Hann hefur fengið 24 á sig í deildarleikjum og landsleikjum og aðeins 15 hafa farið inn. „Það er góð tölfræði en ég veit ekki hvort þetta séu allt varin víti. Stangirnar eru stundum með mér í liði. Ég hef alltaf verið með sterka vítatölfræði. Ég er reyndar ekki búinn að verja nógu mörg víti í ár en nú eru komin tvö í röð,“ segir Hannes sem hélt Randers upp í dönsku úrvalsdeildinni m.a. með því að verja víti á ögurstundi. „Vítaspyrnur hafa alltaf hentað mér vel. Ég er pressulaus í vítum sem markvörður og er með stóran faðm og yfirleitt hefur mér gengið vel að verja vítaspyrnur,“ segir hann.Hannes Þór heilsar föður sínum eftir leik sem var á staðnum þegar að sonurinn varði vítaspyrnu frá Messi.vísir/gettyPressulaus Hannes í raun naut þess að undirbúa sig fyrir vítaspyrnuna eftir að pólski dómarinn var búinn að blása í flautu sína. Það var aldrei séns að Hannesi yrði kennt um eitt eða neitt. Hann hafði allt að vinna. „Öll pressa í heiminum var á Messi þegar að hann var að fara að sparka á einhvern 34 ára gamlan leikstjóra og kvikmyndagerðarmann eins og ég las á Twitter. Ég fæ þarna upp í hendurnar eina af eftirminnilegustu stundum lífs míns,“ segir Hannes. „Fyrir mig var allt að vinna. Það var samt pressa því ætlum okkur hluti hérna. Þetta var dauðafæri fyrir þá að komast yfir og við vorum í basli á þessum tímapunkti.“ „Þetta er það sem að mann hefur dreymt um þannig að maður var kannsi 90 prósent svekktur og 10 prósent ekki svekktur þegar að vítaspyrnan var dæmd,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28 Sumarmessan: „Árni Gautur besti íslenski markvörðurinn“ Geta Þjóðverjar varið heimsmeistaratitil sinn? Strákarnir í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport reyndu að svara þeirri spurningu í liðnum Dynamo þrasið. 17. júní 2018 07:00 Þrír íslenskir í liði gærdagsins á HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik þjóðanna á HM í fótbolta í gær. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. 17. júní 2018 06:00 Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
„Það eru nokkur drauma augnablik sem að maður er með í hausnum þegar að maður fer inn í eitthvað eins og heimsmeistarakeppni. Vinirnir og fjölskyldan eru öll búin að tala um þetta, að verja víti frá Messi.“ Þetta sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skælbrosandi við Vísi rétt áður en að hann steig upp í rútu á Spartak-vellinum í gær og hélt áleiðis í flug heim með strákunum okkar. Hannes var maður leiksins í gær þegar að Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik liðsins á HM 2018. Eins og heimsbyggðin veit varði Breiðhyltingurinn vítaspyrnu frá Lionel Messi sem á endanum tryggði okkar mönnum eitt stig.Stundin sem Hannes mun aldrei gleyma.vísir/gettyFrábær tölfræði „Auðvitað vill maður helst ekki lenda í því að fá á sig víti því við erum að reyna að ná úrslitum en svo þegar að dómarinn er búinn að flauta er næsta mál að Messi er að fara að skjóta. Þá hugsaði ég bara: OK, þetta er að fara að gerast. Ég ætla að taka þetta víti,“ sagði Hannes. Markvörðurinn magnaði, sem er nú búinn að verja samtals 21 skot frá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í tveimur leikjum á stórmótum, er með magnaða tölfræði þegar kemur að því að verja vítaspyrnur. Hann hefur fengið 24 á sig í deildarleikjum og landsleikjum og aðeins 15 hafa farið inn. „Það er góð tölfræði en ég veit ekki hvort þetta séu allt varin víti. Stangirnar eru stundum með mér í liði. Ég hef alltaf verið með sterka vítatölfræði. Ég er reyndar ekki búinn að verja nógu mörg víti í ár en nú eru komin tvö í röð,“ segir Hannes sem hélt Randers upp í dönsku úrvalsdeildinni m.a. með því að verja víti á ögurstundi. „Vítaspyrnur hafa alltaf hentað mér vel. Ég er pressulaus í vítum sem markvörður og er með stóran faðm og yfirleitt hefur mér gengið vel að verja vítaspyrnur,“ segir hann.Hannes Þór heilsar föður sínum eftir leik sem var á staðnum þegar að sonurinn varði vítaspyrnu frá Messi.vísir/gettyPressulaus Hannes í raun naut þess að undirbúa sig fyrir vítaspyrnuna eftir að pólski dómarinn var búinn að blása í flautu sína. Það var aldrei séns að Hannesi yrði kennt um eitt eða neitt. Hann hafði allt að vinna. „Öll pressa í heiminum var á Messi þegar að hann var að fara að sparka á einhvern 34 ára gamlan leikstjóra og kvikmyndagerðarmann eins og ég las á Twitter. Ég fæ þarna upp í hendurnar eina af eftirminnilegustu stundum lífs míns,“ segir Hannes. „Fyrir mig var allt að vinna. Það var samt pressa því ætlum okkur hluti hérna. Þetta var dauðafæri fyrir þá að komast yfir og við vorum í basli á þessum tímapunkti.“ „Þetta er það sem að mann hefur dreymt um þannig að maður var kannsi 90 prósent svekktur og 10 prósent ekki svekktur þegar að vítaspyrnan var dæmd,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28 Sumarmessan: „Árni Gautur besti íslenski markvörðurinn“ Geta Þjóðverjar varið heimsmeistaratitil sinn? Strákarnir í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport reyndu að svara þeirri spurningu í liðnum Dynamo þrasið. 17. júní 2018 07:00 Þrír íslenskir í liði gærdagsins á HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik þjóðanna á HM í fótbolta í gær. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. 17. júní 2018 06:00 Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28
Sumarmessan: „Árni Gautur besti íslenski markvörðurinn“ Geta Þjóðverjar varið heimsmeistaratitil sinn? Strákarnir í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport reyndu að svara þeirri spurningu í liðnum Dynamo þrasið. 17. júní 2018 07:00
Þrír íslenskir í liði gærdagsins á HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik þjóðanna á HM í fótbolta í gær. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. 17. júní 2018 06:00
Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53