„Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 13:00 Jorge Sampaoli kolféll á prófinu gegn Íslandi í gær. vísir/getty Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að íslenska landsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Argentínu á HM 2018 í fótbolta í gær. Leikurinn var nánast fullkomlega spilaður hjá okkar mönnum en leikskipulagið var frábært og framkvæmdin hjá strákunum í hæsta gæðaflokki. Argentínumenn komust lítt á leiðis gegn íslenska varnarmúrnum. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er yfirnjósnari íslenska liðsins og hann sat upp í stúku og hjálpaði til við að leikgreina leikinn í beinni. Hann kom svo skilaboðum áleiðis niður á bekkinn.Freyr Alexandersson er yfirnjósnari íslenska liðsins.vísir/gettyBiðu eftir því óvænta Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, þykir mikið séní þegar kemur að leikskipulagi og leikfræði og því óttaðist íslenska þjálfarateymið að hann myndi finna upp hjóli á Spartak-vellinum í gær en svo var nú aldeilis ekki. Argentínumaðurinn féll á prófinu. „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við. Það var ekkert sem að kom okkur á óvart. Við Heimir vorum alltaf að bíða eftir þessu óvænta því það er alltaf talað um hvað Sampaoli sé mikill snillingur,“ segir Freyr en hann tók virkan þátt í æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í dag. „Ég held að þetta snúist frekar um hvað hann getur verið óútreiknanlegur. Það bara kom ekki neitt,“ segir hann. Lionel Messi kom boltanum ekki í netið í gær þrátt fyrir að skjóta ellefu sinnum að marki. Íslensku strákarnir voru búnir að undirbúa sig vel fyrir að mæta einum besta leikmanni sögunnar og það skilaði sér.Lionel Messi var í gjörgæslu.vísir/gettyMest bara hissa „Við vorum búnir að fara vel yfir það, að Messi má aldrei fá yfir tíu metra á milli varnar og miðju og hvernig varnarlínan okkar og miðlínan unnu saman að því að loka því svæði var stórkostlegt. Svo var Heimir búinn að fara einstaklega vel yfir það hvernig menn eiga að standa á Messi. Það var meiriháttar að horfa á þetta,“ segir Freyr. Það þótti ákveðin vanvirðing og vanmat þegar að Sampaoli las upp byrjunarlið argentínska liðsins á blaðamannafundi degi fyrir leik og gaf þannig Heimi og hans mönnum meiri tíma til að undirbúa sig. „Ég var bara hissa. Ég vissi ekki hvort ég átti að túlka þetta sem hroka eða sjálfstraust hjá þeim. Þetta eru ekki vanaleg vinnubrögð. Ég athugaði það. Við vorum aðallega hissa en við vorum aftur á móti búnir að giska á þetta byrjunarlið þannig að þetta kom okkur ekki á óvart heldur skapaði okkur bara frekara svigrúm til að slaka á og vinna í öðrum hlutum,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 HM mögulega búið hjá Jóhanni Berg Fór á sjúkrahús í myndatöku í morgun. 17. júní 2018 09:55 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að íslenska landsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Argentínu á HM 2018 í fótbolta í gær. Leikurinn var nánast fullkomlega spilaður hjá okkar mönnum en leikskipulagið var frábært og framkvæmdin hjá strákunum í hæsta gæðaflokki. Argentínumenn komust lítt á leiðis gegn íslenska varnarmúrnum. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er yfirnjósnari íslenska liðsins og hann sat upp í stúku og hjálpaði til við að leikgreina leikinn í beinni. Hann kom svo skilaboðum áleiðis niður á bekkinn.Freyr Alexandersson er yfirnjósnari íslenska liðsins.vísir/gettyBiðu eftir því óvænta Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, þykir mikið séní þegar kemur að leikskipulagi og leikfræði og því óttaðist íslenska þjálfarateymið að hann myndi finna upp hjóli á Spartak-vellinum í gær en svo var nú aldeilis ekki. Argentínumaðurinn féll á prófinu. „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við. Það var ekkert sem að kom okkur á óvart. Við Heimir vorum alltaf að bíða eftir þessu óvænta því það er alltaf talað um hvað Sampaoli sé mikill snillingur,“ segir Freyr en hann tók virkan þátt í æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í dag. „Ég held að þetta snúist frekar um hvað hann getur verið óútreiknanlegur. Það bara kom ekki neitt,“ segir hann. Lionel Messi kom boltanum ekki í netið í gær þrátt fyrir að skjóta ellefu sinnum að marki. Íslensku strákarnir voru búnir að undirbúa sig vel fyrir að mæta einum besta leikmanni sögunnar og það skilaði sér.Lionel Messi var í gjörgæslu.vísir/gettyMest bara hissa „Við vorum búnir að fara vel yfir það, að Messi má aldrei fá yfir tíu metra á milli varnar og miðju og hvernig varnarlínan okkar og miðlínan unnu saman að því að loka því svæði var stórkostlegt. Svo var Heimir búinn að fara einstaklega vel yfir það hvernig menn eiga að standa á Messi. Það var meiriháttar að horfa á þetta,“ segir Freyr. Það þótti ákveðin vanvirðing og vanmat þegar að Sampaoli las upp byrjunarlið argentínska liðsins á blaðamannafundi degi fyrir leik og gaf þannig Heimi og hans mönnum meiri tíma til að undirbúa sig. „Ég var bara hissa. Ég vissi ekki hvort ég átti að túlka þetta sem hroka eða sjálfstraust hjá þeim. Þetta eru ekki vanaleg vinnubrögð. Ég athugaði það. Við vorum aðallega hissa en við vorum aftur á móti búnir að giska á þetta byrjunarlið þannig að þetta kom okkur ekki á óvart heldur skapaði okkur bara frekara svigrúm til að slaka á og vinna í öðrum hlutum,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 HM mögulega búið hjá Jóhanni Berg Fór á sjúkrahús í myndatöku í morgun. 17. júní 2018 09:55 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira
Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00
Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30