Freyr um varnarleikinn: Besta sem ég hef séð í fótbolta yfir höfuð Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 09:00 Aron Einar fylgir Lionel Messi eftir en hann komst hvorki lönd né strönd gegn okkar mönnum. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er yfirnjósnari íslenska karlalandsliðsins og hann hjálpaði til í leiknum í fyrradag þegar að strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Argentínu. Freyr var ekki bara að leikgreina Argentínu í undirbúningi fyrir leikinn heldur sat hann einnig upp í stúku og sendi skilaboð niður til þjálfarateymisins á bekknum. Hann var í raun að leikgreina í beinni og allt gekk upp. „Varnarleikur okkar tók vopnin frá þeim. Við tókum allt svæðið á bakvið varnarlínuna okkar í burtu og hjálparvörnin var sennilega sú besta sem ég hef séð í fótbolta. Ekki bara í íslenskum fótbolta heldur í fótbolta yfir höfuð,“ segir Freyr sem lét heyra í sér í stúkunni. „Við vorum með þá en samt var ótrúlega stressandi að vera þarna uppi með yfirsýn yfir allt. Mér leið samt ótrúlega vel.“ Eins og það er fyrir leikmenn að spila vel er það ótrúlega gefandi fyrir þjálfara og leikgreinendur að sjá leikáætlanir heppnast svona vel. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það er alveg ótrúlega gaman þegar að þetta gengur upp og sem betur fer hefur þetta gengið ansi vel upp hjá okkur upp á síðkastið,“ segir Freyr.Ragnar Sigurðsson faðmar bróður sinn eftir leik.vísir/vilhelm„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Maður er stressaður um að allt sem maður hefur undirbúið verið afgreitt með einhverju óvæntu frá andstæðingnum en þá er gott að vera með plan A og plan B.“ Það er svo eitt að undirbúa leikina vel og annað að spila þá. Það eru eftir allt saman leikmennirnir sem þurfa að fylgja eftir planinu og berjast fyrir öllu sem í boði er. Og það gera okkar menn. „Þetta myndi samt aldrei ganga nema fyrir það að þessir strákar eru með svo rosalega mikla fótboltagreind. Þetta er ekkert eðlilegt og fyrir utan það hvað þeir eru rosalega duglegir. Þeir eru engum líkir,“ segir Freyr sem líður betur þegar að hann fær að vera í þjálfarahlutverkinu niður á hliðarlínunni. „Það er erfitt að vera þarna uppi en það góða við þetta er að ég má segja allt sem ég vil þegar að ég slekk á hljóðnemanum. Dómarinn getur ekkert sagt og ekki fjórði dómarinn heldur. Stundum er erfitt að ná sambandi strax niður á völl og þið vitið alveg hvernig ég er. Ég vil ná sambandi strax,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Mest lesið Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er yfirnjósnari íslenska karlalandsliðsins og hann hjálpaði til í leiknum í fyrradag þegar að strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Argentínu. Freyr var ekki bara að leikgreina Argentínu í undirbúningi fyrir leikinn heldur sat hann einnig upp í stúku og sendi skilaboð niður til þjálfarateymisins á bekknum. Hann var í raun að leikgreina í beinni og allt gekk upp. „Varnarleikur okkar tók vopnin frá þeim. Við tókum allt svæðið á bakvið varnarlínuna okkar í burtu og hjálparvörnin var sennilega sú besta sem ég hef séð í fótbolta. Ekki bara í íslenskum fótbolta heldur í fótbolta yfir höfuð,“ segir Freyr sem lét heyra í sér í stúkunni. „Við vorum með þá en samt var ótrúlega stressandi að vera þarna uppi með yfirsýn yfir allt. Mér leið samt ótrúlega vel.“ Eins og það er fyrir leikmenn að spila vel er það ótrúlega gefandi fyrir þjálfara og leikgreinendur að sjá leikáætlanir heppnast svona vel. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það er alveg ótrúlega gaman þegar að þetta gengur upp og sem betur fer hefur þetta gengið ansi vel upp hjá okkur upp á síðkastið,“ segir Freyr.Ragnar Sigurðsson faðmar bróður sinn eftir leik.vísir/vilhelm„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Maður er stressaður um að allt sem maður hefur undirbúið verið afgreitt með einhverju óvæntu frá andstæðingnum en þá er gott að vera með plan A og plan B.“ Það er svo eitt að undirbúa leikina vel og annað að spila þá. Það eru eftir allt saman leikmennirnir sem þurfa að fylgja eftir planinu og berjast fyrir öllu sem í boði er. Og það gera okkar menn. „Þetta myndi samt aldrei ganga nema fyrir það að þessir strákar eru með svo rosalega mikla fótboltagreind. Þetta er ekkert eðlilegt og fyrir utan það hvað þeir eru rosalega duglegir. Þeir eru engum líkir,“ segir Freyr sem líður betur þegar að hann fær að vera í þjálfarahlutverkinu niður á hliðarlínunni. „Það er erfitt að vera þarna uppi en það góða við þetta er að ég má segja allt sem ég vil þegar að ég slekk á hljóðnemanum. Dómarinn getur ekkert sagt og ekki fjórði dómarinn heldur. Stundum er erfitt að ná sambandi strax niður á völl og þið vitið alveg hvernig ég er. Ég vil ná sambandi strax,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Mest lesið Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Sjá meira
Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00