Helgi: Ég er viss um að við getum gert betur Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eiga enn þá meira inni að mati Helga Kolviðssonar. vísir/vilhelm Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var eðlilega sáttur með framlag strákanna okkar á móti Argentínu í fyrradag þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu. Það sem að þjálfarateymið lagði upp með gekk nánast fullkomlega upp í leiknum eins og sást og það voru þjálfararnir ánægðir með. „Þetta var skemmtilegt. Við vorum búnir að liggja lengi og mikið yfir þessu. Það var fullt af atriðum sem þeir vildu gera sem að við náðum að stöðva í fæðingu. Það sést kannski ekki fyrir þá sem eru utanaðkomandi hvað þeir voru að reyna eins og í föstum leikatriðum,“ segir Helgi. Íslenska liðið hefur spilað marga frábæra leiki og náð ótrúlegum úrslitum undanfarin ár. Jafnteflið á móti tvöföldum heimsmeisturum Argentínu er því ekkert endilega það sem kemst efst á listann.Helgi Kolviðsson vill gera enn betur.Vísir/Vilhelm„Nei, ég ekkert alveg á því. Við getum gert betur, ég er alveg viss um það. Þegar að við komum frá Frakklandi voru margir hlutir sem við vildum bæta og ég held að við gert það eins og í undankeppninni fyrir HM,“ segir Helgi. „Þar fórum við að bæta marga hluti. Við héldum boltanum betur og vorum að spila meira og lengur. Við tókum þetta skref fyrir skref. Það var stress í öllum í þessum fyrsta leik en það er fullt í okkar leik sem ég veit að við getum bætt.“ Þegar að Helgi ræddi við íslenska fjölmiðla á æfingu liðsins í gær var formlegur undirbúningur fyrir leikinn á móti Nígeríu ekki hafinn. „Ég var að horfa á okkar leik í flugvélinni í gær [fyrradag]. Við ætlum svo að fara yfir hann í kvöld [gærkvöld]. Þetta er 24 tíma vinnuregla. Við klárum þann leik fyrst og á morgun byrjar undirbúningurinn fyrir Nígeríu,“ segir Helgi Kolviðsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Freyr um varnarleikinn: Besta sem ég hef séð í fótbolta yfir höfuð Yfirnjósnari íslenska landsliðsins í fótbolta segir ólýsanlega tilfinningu að sjá leikáætlunina ganga svona upp. 18. júní 2018 09:00 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var eðlilega sáttur með framlag strákanna okkar á móti Argentínu í fyrradag þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu. Það sem að þjálfarateymið lagði upp með gekk nánast fullkomlega upp í leiknum eins og sást og það voru þjálfararnir ánægðir með. „Þetta var skemmtilegt. Við vorum búnir að liggja lengi og mikið yfir þessu. Það var fullt af atriðum sem þeir vildu gera sem að við náðum að stöðva í fæðingu. Það sést kannski ekki fyrir þá sem eru utanaðkomandi hvað þeir voru að reyna eins og í föstum leikatriðum,“ segir Helgi. Íslenska liðið hefur spilað marga frábæra leiki og náð ótrúlegum úrslitum undanfarin ár. Jafnteflið á móti tvöföldum heimsmeisturum Argentínu er því ekkert endilega það sem kemst efst á listann.Helgi Kolviðsson vill gera enn betur.Vísir/Vilhelm„Nei, ég ekkert alveg á því. Við getum gert betur, ég er alveg viss um það. Þegar að við komum frá Frakklandi voru margir hlutir sem við vildum bæta og ég held að við gert það eins og í undankeppninni fyrir HM,“ segir Helgi. „Þar fórum við að bæta marga hluti. Við héldum boltanum betur og vorum að spila meira og lengur. Við tókum þetta skref fyrir skref. Það var stress í öllum í þessum fyrsta leik en það er fullt í okkar leik sem ég veit að við getum bætt.“ Þegar að Helgi ræddi við íslenska fjölmiðla á æfingu liðsins í gær var formlegur undirbúningur fyrir leikinn á móti Nígeríu ekki hafinn. „Ég var að horfa á okkar leik í flugvélinni í gær [fyrradag]. Við ætlum svo að fara yfir hann í kvöld [gærkvöld]. Þetta er 24 tíma vinnuregla. Við klárum þann leik fyrst og á morgun byrjar undirbúningurinn fyrir Nígeríu,“ segir Helgi Kolviðsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Freyr um varnarleikinn: Besta sem ég hef séð í fótbolta yfir höfuð Yfirnjósnari íslenska landsliðsins í fótbolta segir ólýsanlega tilfinningu að sjá leikáætlunina ganga svona upp. 18. júní 2018 09:00 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00
Freyr um varnarleikinn: Besta sem ég hef séð í fótbolta yfir höfuð Yfirnjósnari íslenska landsliðsins í fótbolta segir ólýsanlega tilfinningu að sjá leikáætlunina ganga svona upp. 18. júní 2018 09:00