Segir Hannes eiga heima hjá liðum eins og Chelsea eða United Arnar Björnsson í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 19:15 Hannes Þór Halldórsson var hetja gærkvöldsins. vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson átti frábæran leik í gær í jafnteflinu við tvöfalda heimsmeistara Argentínu. Á meðan Willy Caballero, sem er á mála hjá Chelsea, skalf eins og hrísla í markinu hjá Messi og félögum var Hannes eins og sovéskur herforingi í seinni heimsstyrjöldinni, stútfullur af sjálfstrausti og tilbúinn að vinna heiminn. Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari er búinn að þjálfa Hannes og þekkir vel til hans. Það er ljóst að bæði hann og Hannes unnu heimavinnuna vel fyrir leikinn. Við sáum það eins og svart og hvítt í leiknum í gær, Willie Caballero í vandræðum í markinu hjá Argentínumönnum á meðan Hannes var eins og hershöfðingi í íslenska markinu. „Hannes er að spila með Randers en hinn er að spila með Chelsea. Þess vegna segi ég við þjálfara hjá öðrum liðum um allan heim þennan gæja áttu að vera með í markinu. Mót eftir mót, leik eftir leik á þessu stóra sviði þá er hann að standa sig vel. Hann er með góða unga og efnilega leikmenn sem hjálpa honum að gera hann enn betri á æfingum,“ segir Guðmundur. Sérðu framtíð hann fara eitthvað annað en heim til Randers eftir HM? „Danska deildin er sterkari en menn halda. Í flestum af þessum stóru liðum eins og Chelsea, Bayern München, Manchester United eða Guð má vita hvað eru þrír eða fjórir góðir markmenn og oft eru þeir allir landsliðsmarkmenn. Baráttan er hörð en Hannes á heima þar og það er mitt mat," segir Guðmundsson. „Ég er búinn að segja það lengi. Ég fékk mörg skilaboð í gær frá kollegum sem ég hef unnið með hjá UEFA sem eru markmannsþjálfarar hjá flottum liðum út um allan heim. Þeir sögðu mér að hann hefði ekki bara verið frábær í gær heldur í allri undankeppninni og væri alltaf að koma þeim á óvart. Ef þeir segja það, ekki bara ég, þá er eitthvað til í því,“ sagði stoltur markmannsþjálfari Guðmundur Hreiðarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson átti frábæran leik í gær í jafnteflinu við tvöfalda heimsmeistara Argentínu. Á meðan Willy Caballero, sem er á mála hjá Chelsea, skalf eins og hrísla í markinu hjá Messi og félögum var Hannes eins og sovéskur herforingi í seinni heimsstyrjöldinni, stútfullur af sjálfstrausti og tilbúinn að vinna heiminn. Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari er búinn að þjálfa Hannes og þekkir vel til hans. Það er ljóst að bæði hann og Hannes unnu heimavinnuna vel fyrir leikinn. Við sáum það eins og svart og hvítt í leiknum í gær, Willie Caballero í vandræðum í markinu hjá Argentínumönnum á meðan Hannes var eins og hershöfðingi í íslenska markinu. „Hannes er að spila með Randers en hinn er að spila með Chelsea. Þess vegna segi ég við þjálfara hjá öðrum liðum um allan heim þennan gæja áttu að vera með í markinu. Mót eftir mót, leik eftir leik á þessu stóra sviði þá er hann að standa sig vel. Hann er með góða unga og efnilega leikmenn sem hjálpa honum að gera hann enn betri á æfingum,“ segir Guðmundur. Sérðu framtíð hann fara eitthvað annað en heim til Randers eftir HM? „Danska deildin er sterkari en menn halda. Í flestum af þessum stóru liðum eins og Chelsea, Bayern München, Manchester United eða Guð má vita hvað eru þrír eða fjórir góðir markmenn og oft eru þeir allir landsliðsmarkmenn. Baráttan er hörð en Hannes á heima þar og það er mitt mat," segir Guðmundsson. „Ég er búinn að segja það lengi. Ég fékk mörg skilaboð í gær frá kollegum sem ég hef unnið með hjá UEFA sem eru markmannsþjálfarar hjá flottum liðum út um allan heim. Þeir sögðu mér að hann hefði ekki bara verið frábær í gær heldur í allri undankeppninni og væri alltaf að koma þeim á óvart. Ef þeir segja það, ekki bara ég, þá er eitthvað til í því,“ sagði stoltur markmannsþjálfari Guðmundur Hreiðarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30