Bestir í Pepsi og björguðu deginum gegn Argentínu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:30 Alfreð í leiknum í gær vísir/vilhelm Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á HM í gær. Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason voru hetjur íslenska liðsins í leiknum. Alfreð jafnaði fyrir Ísland eftir að Sergio Aguero hafði komið Argentínu yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Hannes Þór tók hins vegar fyrirsagnirnar þar sem hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði Íslandi jafnteflið. Þessir tveir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið valdir bestu leikmenn tímabilsins í Pepsi deildinni. Alfreð hlaut þann titil árið 2010 og Hannes 2011. „Spennan var engin þegar kjörinu á knattspyrnumanni ársins 2010 var lýst á lokahófi KSÍ á Broadway í október. Allir vissu hver átti titilinn vísan þetta árið. Alfreð Finnbogason var leikmaður Íslandsmótsins eftir að hafa leikið stærsta hlutverkið í að innbyrða fyrsta Íslandsmeistaratitil Breiðabliks í karlaflokki.“ Svo hefst fyrsta grein Víðis Sigurðssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 2010, viðtal við besta mann deildarinnar það árið. Alfreð kom við sögu í meira en helmingi 47 marka Blika það sumarið og skoraði sjálfur 14. Alfreð fór á kostum í Íslandsmótinu og var í kjölfarið seldur í atvinnumennsku til Lokeren í Belgíu. 2010 var Hannes Þór á mála hjá Fram. Hann færði sig hins vegar yfir til KR og varði mark Vesturbæinga árið 2011. Hann varð fyrsti KR-ingurinn sem var valinn leikmaður ársins í efstu deild síðan árið 1999 þegar félagar og andstæðingar hans kusu hann bestan að loknu Íslandsmóti 2011. KR varð Íslandsmeistari með Hannes í markinu og fékk aðeins á sig 22 mörk í jafn mörgum leikjum. Enginn annar leikmaður landsliðshópsins í Rússlandi hefur hlotið þennan titil. Þrír leikmenn hópsins eru hins vegar á mála hjá Pepsi deildar liðum í dag og gætu hlotið titilinn í haust. Birkir Már Sævarsson hefur spilað með Val frá upphafi móts. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason fara heim í sín uppeldisfélög eftir HM; Víking og Fylki.Hetjur gærdagsins eiga það sameiginlegt að hafa verið valdir bestir í Pepsi deildinni. Alfreð 2010 Hannes 2011 pic.twitter.com/qD5JKtTFCz — Pepsi deildin (@Pepsideildin) June 17, 2018 HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á HM í gær. Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason voru hetjur íslenska liðsins í leiknum. Alfreð jafnaði fyrir Ísland eftir að Sergio Aguero hafði komið Argentínu yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Hannes Þór tók hins vegar fyrirsagnirnar þar sem hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði Íslandi jafnteflið. Þessir tveir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið valdir bestu leikmenn tímabilsins í Pepsi deildinni. Alfreð hlaut þann titil árið 2010 og Hannes 2011. „Spennan var engin þegar kjörinu á knattspyrnumanni ársins 2010 var lýst á lokahófi KSÍ á Broadway í október. Allir vissu hver átti titilinn vísan þetta árið. Alfreð Finnbogason var leikmaður Íslandsmótsins eftir að hafa leikið stærsta hlutverkið í að innbyrða fyrsta Íslandsmeistaratitil Breiðabliks í karlaflokki.“ Svo hefst fyrsta grein Víðis Sigurðssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 2010, viðtal við besta mann deildarinnar það árið. Alfreð kom við sögu í meira en helmingi 47 marka Blika það sumarið og skoraði sjálfur 14. Alfreð fór á kostum í Íslandsmótinu og var í kjölfarið seldur í atvinnumennsku til Lokeren í Belgíu. 2010 var Hannes Þór á mála hjá Fram. Hann færði sig hins vegar yfir til KR og varði mark Vesturbæinga árið 2011. Hann varð fyrsti KR-ingurinn sem var valinn leikmaður ársins í efstu deild síðan árið 1999 þegar félagar og andstæðingar hans kusu hann bestan að loknu Íslandsmóti 2011. KR varð Íslandsmeistari með Hannes í markinu og fékk aðeins á sig 22 mörk í jafn mörgum leikjum. Enginn annar leikmaður landsliðshópsins í Rússlandi hefur hlotið þennan titil. Þrír leikmenn hópsins eru hins vegar á mála hjá Pepsi deildar liðum í dag og gætu hlotið titilinn í haust. Birkir Már Sævarsson hefur spilað með Val frá upphafi móts. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason fara heim í sín uppeldisfélög eftir HM; Víking og Fylki.Hetjur gærdagsins eiga það sameiginlegt að hafa verið valdir bestir í Pepsi deildinni. Alfreð 2010 Hannes 2011 pic.twitter.com/qD5JKtTFCz — Pepsi deildin (@Pepsideildin) June 17, 2018
HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn