Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júní 2018 08:11 Vasilij er umdeildur í heimalandinu Rússneski sparkspekingurinn Vasilij Utkin, sem samkvæmt Wikipedia síðu sinni er þekktur fyrir hneykslanlega hegðun og staðreyndavillur, vandar Íslendingum og íslenskri knattspyrnu ekki kveðjurnar í nýju myndbandi. Utkin er meðal annars stjórnandi sjónvarpsþátta um fótbolta og einn af eigendum vefsíðunnar sports.ru sem er rússnesk íþróttasíða eins og glöggir lesendur kunna að hafa getið sér til.Í myndbandinu um Ísland segir Utkin að það virðist vera yfirlýst markmið íslenska landsliðsins á HM að koma í veg fyrir að hin liðin geti leikið almennilega knattspyrnu. Það sé engin önnur hugsun á bak við leik íslenska liðsins.Utkin rekur þetta meðal annars til þess að Íslendingar séu afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir á tímum víkinga og hafi þurft að flýja undan sér sterkara fólki til afksekktrar eyju þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. Segist Utkin ekki skilja hvers vegna svo margir dáist að íslenska liðinu. Því fyrr sem Íslendingarnir láti sig hverfa af mótinu, aftur heim á vit sinna elskuðu eldfjalla, því betra. Þess má geta að Vasilij Utkin komst síðast í heimspressuna árið 2016 þegar hann afrekaði það að vera settur í ótímabundið leyfi sem leiklýsandi fyrir að sofna í miðjum leik Barcelona og Bayer Leverkusen. Hann bar því við að þjást af svefnsýki. Fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi sagðist hann hafa tekið fyrsta boði sem hann fékk til að lýsa leikjum og gaf launin til góðgerðarmála. Þá hefur Utkin ítrekað komist í hann krappann fyrir ummæli sín um kollega og fólk í rússneska íþróttaheiminum. Það má ekki heldur gleyma þessu skemmtiatriði sem kom honum aftur í heimspressuna um skamma hríð. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 HM í dag: Argentínumaður greip um punginn á sér og sagði Íslandi að fokka sér HM í dag var tekið upp fyrir utan Spartak Stadium í Moskvu þar sem áhorfendur voru að koma sér heim eftir leikinn spennuþrungna. 17. júní 2018 11:15 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Rússneski sparkspekingurinn Vasilij Utkin, sem samkvæmt Wikipedia síðu sinni er þekktur fyrir hneykslanlega hegðun og staðreyndavillur, vandar Íslendingum og íslenskri knattspyrnu ekki kveðjurnar í nýju myndbandi. Utkin er meðal annars stjórnandi sjónvarpsþátta um fótbolta og einn af eigendum vefsíðunnar sports.ru sem er rússnesk íþróttasíða eins og glöggir lesendur kunna að hafa getið sér til.Í myndbandinu um Ísland segir Utkin að það virðist vera yfirlýst markmið íslenska landsliðsins á HM að koma í veg fyrir að hin liðin geti leikið almennilega knattspyrnu. Það sé engin önnur hugsun á bak við leik íslenska liðsins.Utkin rekur þetta meðal annars til þess að Íslendingar séu afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir á tímum víkinga og hafi þurft að flýja undan sér sterkara fólki til afksekktrar eyju þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. Segist Utkin ekki skilja hvers vegna svo margir dáist að íslenska liðinu. Því fyrr sem Íslendingarnir láti sig hverfa af mótinu, aftur heim á vit sinna elskuðu eldfjalla, því betra. Þess má geta að Vasilij Utkin komst síðast í heimspressuna árið 2016 þegar hann afrekaði það að vera settur í ótímabundið leyfi sem leiklýsandi fyrir að sofna í miðjum leik Barcelona og Bayer Leverkusen. Hann bar því við að þjást af svefnsýki. Fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi sagðist hann hafa tekið fyrsta boði sem hann fékk til að lýsa leikjum og gaf launin til góðgerðarmála. Þá hefur Utkin ítrekað komist í hann krappann fyrir ummæli sín um kollega og fólk í rússneska íþróttaheiminum. Það má ekki heldur gleyma þessu skemmtiatriði sem kom honum aftur í heimspressuna um skamma hríð.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 HM í dag: Argentínumaður greip um punginn á sér og sagði Íslandi að fokka sér HM í dag var tekið upp fyrir utan Spartak Stadium í Moskvu þar sem áhorfendur voru að koma sér heim eftir leikinn spennuþrungna. 17. júní 2018 11:15 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00
HM í dag: Argentínumaður greip um punginn á sér og sagði Íslandi að fokka sér HM í dag var tekið upp fyrir utan Spartak Stadium í Moskvu þar sem áhorfendur voru að koma sér heim eftir leikinn spennuþrungna. 17. júní 2018 11:15
Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15