200 milljóna Rúnar Alex ekki smeykur við titilinn dýrasti markvörður Íslandssögunnar Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 07:45 Rúnar Alex Rúnarsson verður í eldlínunni í frönsku 1. deildinni á næstu leiktíð. vísri/getty Rúnar Alex Rúnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í fótbolta, var í gær seldur frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland til franska 1. deildar liðsins Dijon. Dijon, sem hafnaði í ellefta sæti efstu deildarinnar á síðustu leiktíð, borgaði tólf milljónir danskra króna fyrir Rúnar eða 200 milljónir íslenskra króna, samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er vafalítið hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir íslenskan markvörð en Rúnar fær nú tækifæri til að spreyta sig í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Virkilega flott skref fyrir vesturbæinginn.Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu íslenska liðsins í Rússlandivísir/vilhelm „Það fara allir út í þennan fótboltaheim með það að markmiði að spila á sem hæstu leveli. Þú þarft einhvern tímann að taka þetta skref. Það að ég sé dýrasti leikmaður Íslandssögunnar er bara geggjuð viðurkenning fyrir mig en ég held að það sé engin aukapressa á mig að vera dýrasti markvörður Íslandssögunnar,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Frekar ef ég væri dýrastur í sögu klúbbsins, það myndi skapa aukapressu. Mér finnst þetta meiri viðurkenning og ég er stoltur af því en að vera hræddur eða smeykur útaf því.“ Rúnar Alex spilaði þrjá leiki með uppeldisfélagi sínu KR undir stjórn föður síns, Rúnars Kristinssonar, sumarið 2013 þegar að KR varð meistari með aðalmarkvörð íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson, á milli stanganna.Að neðan má sjá kveðjumyndband Nordsjælland til Rúnars Alex.Fyrsta hugsun sinnep Hann fór til Nordsjælland árið 2013 og var orðinn aðalmarkvörður danska úrvalsdeildarliðsins árið 2016 og hefur hrist af sér mikla samkeppni þar undanfarin misseri. Með Rúnar í stuði í markinu náði Nordsjælland í Evrópusæti á síðustu leiktíð.En hvað hugsaði hann fyrst þegar hann heyrði um áhuga Dijon? „Sinnep, bara eins og allir aðrir í heiminum. Bara geggjaður möguleiki að spila í fjórðu til fimmtu bestu deild í heimi, gegn geggjuðum andstæðingum og allt miklu stærra og flottara væntanlega.“ Rúnar Alex er keyptur sem aðalmarkvörður Dijon sem er nú þegar búið að selja varamarkvörðinn og aðalmarkvörður liðsins, Baptiste Reynet, sem er jafnframt varafyrirliði, er einnig á förum. Hann var eftirsóttur í fyrra en ákvað að taka eitt ár til viðbótar og er nú á útleið, samkvæmt upplýsingum Vísis. „Það er nákvæmlega það sem ég hugsa, væri besta skrefið fyrir mig að taka að fara í sterkari deild en ekkert alltof stórt lið. Ég mun fá sénsinn, er keyptur inn sem aðalmarkvörður. Ef ég gríp þennan séns er ég að fara að spila og get vonandi tekið stærra stökk eftir nokkur ár.“KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð á leiðinni til Rússlands.Vísir/VilhelmVill taka þátt í spilinu Hæfileikar hans með boltann í fótunum spiluðu stórt hlutverk. „Klárlega, það er lykilatriði að ég fæ að taka þátt í spilinu. Mínir styrkleikar liggja þar. Ég þarf að fara í lið sem að nota mína styrkleika. Það er stór factor í þessu.“ Hann telur sig vera að taka skynsamlegt skref upp á við. Rúnar er eins og allir vita upptekinn með íslenska landsliðsinu í Rússlandi þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu næst í Volgograd á föstudaginn. Hann færir sig svo um set frá Danmörku til Frakklands að heimsmeistaramótinu loknu. Hann segir viðræðurnar hafa tekið langan tíma. „Þetta er búið að vera í gangi í svolítinn tíma en mjög ánægður að þetta sé búið. Þá get ég haldið áfram að einbeita mér að HM.“ Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í fótbolta, var í gær seldur frá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland til franska 1. deildar liðsins Dijon. Dijon, sem hafnaði í ellefta sæti efstu deildarinnar á síðustu leiktíð, borgaði tólf milljónir danskra króna fyrir Rúnar eða 200 milljónir íslenskra króna, samkvæmt heimildum Vísis. Þetta er vafalítið hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir íslenskan markvörð en Rúnar fær nú tækifæri til að spreyta sig í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Virkilega flott skref fyrir vesturbæinginn.Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu íslenska liðsins í Rússlandivísir/vilhelm „Það fara allir út í þennan fótboltaheim með það að markmiði að spila á sem hæstu leveli. Þú þarft einhvern tímann að taka þetta skref. Það að ég sé dýrasti leikmaður Íslandssögunnar er bara geggjuð viðurkenning fyrir mig en ég held að það sé engin aukapressa á mig að vera dýrasti markvörður Íslandssögunnar,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Frekar ef ég væri dýrastur í sögu klúbbsins, það myndi skapa aukapressu. Mér finnst þetta meiri viðurkenning og ég er stoltur af því en að vera hræddur eða smeykur útaf því.“ Rúnar Alex spilaði þrjá leiki með uppeldisfélagi sínu KR undir stjórn föður síns, Rúnars Kristinssonar, sumarið 2013 þegar að KR varð meistari með aðalmarkvörð íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson, á milli stanganna.Að neðan má sjá kveðjumyndband Nordsjælland til Rúnars Alex.Fyrsta hugsun sinnep Hann fór til Nordsjælland árið 2013 og var orðinn aðalmarkvörður danska úrvalsdeildarliðsins árið 2016 og hefur hrist af sér mikla samkeppni þar undanfarin misseri. Með Rúnar í stuði í markinu náði Nordsjælland í Evrópusæti á síðustu leiktíð.En hvað hugsaði hann fyrst þegar hann heyrði um áhuga Dijon? „Sinnep, bara eins og allir aðrir í heiminum. Bara geggjaður möguleiki að spila í fjórðu til fimmtu bestu deild í heimi, gegn geggjuðum andstæðingum og allt miklu stærra og flottara væntanlega.“ Rúnar Alex er keyptur sem aðalmarkvörður Dijon sem er nú þegar búið að selja varamarkvörðinn og aðalmarkvörður liðsins, Baptiste Reynet, sem er jafnframt varafyrirliði, er einnig á förum. Hann var eftirsóttur í fyrra en ákvað að taka eitt ár til viðbótar og er nú á útleið, samkvæmt upplýsingum Vísis. „Það er nákvæmlega það sem ég hugsa, væri besta skrefið fyrir mig að taka að fara í sterkari deild en ekkert alltof stórt lið. Ég mun fá sénsinn, er keyptur inn sem aðalmarkvörður. Ef ég gríp þennan séns er ég að fara að spila og get vonandi tekið stærra stökk eftir nokkur ár.“KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð á leiðinni til Rússlands.Vísir/VilhelmVill taka þátt í spilinu Hæfileikar hans með boltann í fótunum spiluðu stórt hlutverk. „Klárlega, það er lykilatriði að ég fæ að taka þátt í spilinu. Mínir styrkleikar liggja þar. Ég þarf að fara í lið sem að nota mína styrkleika. Það er stór factor í þessu.“ Hann telur sig vera að taka skynsamlegt skref upp á við. Rúnar er eins og allir vita upptekinn með íslenska landsliðsinu í Rússlandi þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu næst í Volgograd á föstudaginn. Hann færir sig svo um set frá Danmörku til Frakklands að heimsmeistaramótinu loknu. Hann segir viðræðurnar hafa tekið langan tíma. „Þetta er búið að vera í gangi í svolítinn tíma en mjög ánægður að þetta sé búið. Þá get ég haldið áfram að einbeita mér að HM.“ Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira