Gareth Southgate, þjálfari Englands, getur farið sáttur að sofa í kvöld en hans menn byrjuðu HM í Rússlandi á 2-1 sigri á Túnis.
Það tók sinn tíma að ná fram sigurmarkinu. Staðan var 1-1 fram í uppbótartíma en fyrirliðinn Harry Kane skoraði þá eftir hornspyrnu.
„Ég var ánægður með hvernig við héldum áfram þó að tíminn væri að renna frá okkur. Við vorum þolinmóðir og héldum áfram að spila. Við áttum sigurinn skilið,” sagði Southgate í leikslok.
„Við gerðum vel í að skapa eins mörg færi í dag og það er gott að gera það á stórmóti. Hreyfanleikinn, hraðinn, stýringin frá vörninni var góð. Við negldum þá niður.”
„Góð lið skora mörk seint í leikjum. Ef þú heldur boltanum eins og við gerðum verður andstæðingurinn þreyttur. Hópurinn var frábær og þetta er þriggja vikna vinna. Allir hafa lagt svo mikið á sig,” sagði Southgate.
Southgate: Góð lið skora seint í leikjum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn





Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn