Rússneska mínútan var að sjálfsögðu á sínum stað í Sumarmessunni sem fór fram í kvöld en í Messunni er farið yfir alla leiki dagsins á HM.
Benedikt Valsson stýrði Messunni af harðri hendi en aðalspekingur þáttarins, Hjörvar Hafilðason, var að sjálfsögðu á sínum stað. Auk þess var markvörður Breiðabliks, Gunnleifur Gunnleifsson, í settinu.
Rússneska mínútan er sú mínúta í þættinum þar sem fréttamenn Stöðvar 2 í Rússlandi taka yfir Sumarmessuna og sýna frá skemmtilegu lífi bæði strákanna og fjölmiðlamanna í Rússlandi.
Í Rússnesku mínútunni í kvöld var Henry Birgir Gunnarsson í búðinni með kokkum landsliðsins. Hann kíkti á fiskborðið og þar var ansi líflegt.
Sjáðu innslagið hér að ofan.
