Það styttist í að leikmenn íslenska landsliðsins í Rússlandi fái að hitta sína nánustu en þeir hafa verið út af fyrir sig í Kabardinka.
Hingað fá fjölskyldurnar ekki að koma til þess að hitta leikmennina en það verður tími fyrir fjölskyldufundi í Volgograd en þangað heldur liðið á morgun.
„Það eru gluggar á leikstöðunum og ég man ekki alveg hvenær þeir eru. Konan mín er allavega að koma og ég ætla að hitta hana," sagði brosmildur fjölmiðlafulltrúi KSÍ, Ómar Smárason.
„Þegar þeir fá frítíma í Volgograd þá geta þeir nýtt hann í að hitta sína nánustu. Þeir náðu aðeins að knúsa sitt fólk í stúkunni eftir Argentínuleikinn en nú kemur meiri tími."
Ómar segir að það hafi verið lagt upp með að láta strákunum ekki líða eins og þeir séu einhverjir fangar í Rússlandi.
„Það skiptir miklu máli að þeir geti hitt sína nánustu og deilt augnablikum með þeim í þessu ævintýri. Hér komast þeir niður í bæ og eru svolítið frjálsir. Það hentar vel og það gefur strákunum mikið að komast aðeins af hótelinu líka."
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Strákarnir fá að hitta eiginkonur og ættingja í Volgograd

Tengdar fréttir

200 milljóna Rúnar Alex ekki smeykur við titilinn dýrasti markvörður Íslandssögunnar
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er dýrasti íslenski markvörðurinn í sögunni.

HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn
Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna.

Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands
Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis.