„Það er búið að gera eitthvað risadæmi úr þessu. Þetta er nú ekki alveg jafn sérstakt og mörgum finnst það vera," segir Birkir hlæjandi en hann vinnur hjá Saltverk. Hann bendir á að umræða erlendra miðla um hans starf sé nú ekki alveg rétt.
„Það er alltaf verið að tala um að ég vinni í verksmiðju. Það er ekki satt. Ég hef aldrei komið inn í sjálfa saltverksmiðjuna. Hún er einhvers staðar fyrir vestan. Þetta er lager og stundum er ég að pakka í krukkur eins og sést í myndbandinu sem allir sáu. Svo keyri ég stundum út líka."
„Það er örugglega hægt að leika sér eitthvað með það," segir Birkir Már og skellihlær.
„Ég var augljóslega að gera eitthvað rétt fyrst Di Maria var tekinn snemma út af. Það gefur manni smá viðurkenningu. Ef kantarinn sem þú ert að dekka fer af velli þegar hálftími er eftir þá ertu að gera eitthvað rétt."
Fact: Birkir Már Sævarsson is the only player at the World Cup that had to ask permission from work to play in the tournament.
He works in a factory packing salt.
Played the full 90 minutes yesterday as Iceland drew 1-1 with Argentina. pic.twitter.com/geu9Ab1wmB
— Coral (@Coral) June 17, 2018