Elliðaárnar opna í fyrramálið Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2018 17:11 Breiðan gefur oft fyrsta lax ársins í Elliðaánum. Mynd: KL Opnun Elliðaánna verður í fyrramálið 20. Júní og opnar áin eins og venja er klukkan 07:00 af Reykvíkingi ársins. Borgarstjóri Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson ásamt Formanni borgarráðs Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur renna síðan fyrir lax í kjölfarið. Opnun ánna verður með hefðbundnum hætti og æskilegt er að mæta við veiðihúsið við árnar laust fyrir klukkan 7 að morgni opnunardagsins, þar sem tekið verður á móti gestum. Nokkuð af laxi er þegar gengin í Elliðaárnar og það má því jafnvel reikna með að það verði líf og fjör við bakkann í fyrramálið. Þeir veiðistaðir sem jafnan gefa fyrsta laxinn eru yfirleitt Breiðan og Fossinn en það er líka töluvert af laxi í Teljarastreng og í Efri Móhyl svo það verður spennandi að sjá hvaðan sá fyrsti kemur upp en að venju er þetta líklega sá lax sem er sá mest myndaði á hverju ári. Mest lesið Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði
Opnun Elliðaánna verður í fyrramálið 20. Júní og opnar áin eins og venja er klukkan 07:00 af Reykvíkingi ársins. Borgarstjóri Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson ásamt Formanni borgarráðs Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur renna síðan fyrir lax í kjölfarið. Opnun ánna verður með hefðbundnum hætti og æskilegt er að mæta við veiðihúsið við árnar laust fyrir klukkan 7 að morgni opnunardagsins, þar sem tekið verður á móti gestum. Nokkuð af laxi er þegar gengin í Elliðaárnar og það má því jafnvel reikna með að það verði líf og fjör við bakkann í fyrramálið. Þeir veiðistaðir sem jafnan gefa fyrsta laxinn eru yfirleitt Breiðan og Fossinn en það er líka töluvert af laxi í Teljarastreng og í Efri Móhyl svo það verður spennandi að sjá hvaðan sá fyrsti kemur upp en að venju er þetta líklega sá lax sem er sá mest myndaði á hverju ári.
Mest lesið Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði