Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Stjórnarandstöðuleiðtoginn Pedro Sánchez á þinginu í gær. Vísir/AFP Til stendur að spænska þingið greiði í dag atkvæði um vantraust á forsætisráðherrann Mariano Rajoy. Í gær kom í ljós að flokkur Baska á spænska þinginu (PNV) ætlaði að ganga til liðs við fimm aðra stjórnarandstöðuflokka sem styðja vantrauststillöguna. Með stuðningi Baskanna voru andstæðingar Rajoys orðnir 180 en 176 þarf til þess að steypa Rajoy af stóli. Ef þingmennirnir 180 greiða atkvæði með tillögunni þýðir það að Rajoy þarf að taka til á skrifborðinu sínu og mun Pedro Sánchez, formaður spænska Sósíalistaflokksins (PSOE) og formlegur leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sjálfkrafa taka við forsætisráðherrastólnum. Skömmu áður en PNV lýsti yfir stuðningi við tillöguna sagði Sánchez í pontu að Rajoy hefði enn tíma til að afstýra þeim örlögum sínum að verða fyrsti spænski forsætisráðherrann sem tapar atkvæðagreiðslu sem þessari. „Ert þú tilbúinn til þess að segja af þér núna? Segðu af þér í dag og þú færð að fara á eigin forsendum. Þú tilheyrir fortíðinni, ert hluti af kafla sem þetta ríki er að fara að loka,“ sagði Sánchez. Rajoy hafði ekki sagt af sér þegar Fréttablaðið fór í prentun og stefndi því í að atkvæðagreiðslan færi fram í dag.Sjá einnig: Spænska ríkisstjórnin fallin Partido Popular (PP), flokkur Rajoys, er í minnihluta á þinginu og hefur einungis 134 þingsæti af 350. Þótt hann sé stærsti flokkurinn á þingi er það hvergi nærri nóg til að verja Rajoy vantrausti. Ástæðan fyrir því að tillagan var sett fram er einna helst umfangsmikið spillingarmál innan raða Partido Popular. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Rajoy sagði á þinginu í gær að þingflokkur PP væri skipaður „heiðarlegu og góðu“ fólki. „Sósíalistarnir eyðilögðu ríkið og við höfum komið hér á vexti og búið til ný störf,“ sagði Rajoy og bætti því við að Sánchez væri nú að reyna að mynda „Frankenstein-stjórn“ sem myndi skaða spænskt hagkerfi. Ef Sánchez verður forsætisráðherra í dag er ljóst að hann mun njóta stuðnings vinstriflokksins Podemos, tveggja Baskaflokka, tveggja flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og smáflokks frá Kanaríeyjum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Til stendur að spænska þingið greiði í dag atkvæði um vantraust á forsætisráðherrann Mariano Rajoy. Í gær kom í ljós að flokkur Baska á spænska þinginu (PNV) ætlaði að ganga til liðs við fimm aðra stjórnarandstöðuflokka sem styðja vantrauststillöguna. Með stuðningi Baskanna voru andstæðingar Rajoys orðnir 180 en 176 þarf til þess að steypa Rajoy af stóli. Ef þingmennirnir 180 greiða atkvæði með tillögunni þýðir það að Rajoy þarf að taka til á skrifborðinu sínu og mun Pedro Sánchez, formaður spænska Sósíalistaflokksins (PSOE) og formlegur leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sjálfkrafa taka við forsætisráðherrastólnum. Skömmu áður en PNV lýsti yfir stuðningi við tillöguna sagði Sánchez í pontu að Rajoy hefði enn tíma til að afstýra þeim örlögum sínum að verða fyrsti spænski forsætisráðherrann sem tapar atkvæðagreiðslu sem þessari. „Ert þú tilbúinn til þess að segja af þér núna? Segðu af þér í dag og þú færð að fara á eigin forsendum. Þú tilheyrir fortíðinni, ert hluti af kafla sem þetta ríki er að fara að loka,“ sagði Sánchez. Rajoy hafði ekki sagt af sér þegar Fréttablaðið fór í prentun og stefndi því í að atkvæðagreiðslan færi fram í dag.Sjá einnig: Spænska ríkisstjórnin fallin Partido Popular (PP), flokkur Rajoys, er í minnihluta á þinginu og hefur einungis 134 þingsæti af 350. Þótt hann sé stærsti flokkurinn á þingi er það hvergi nærri nóg til að verja Rajoy vantrausti. Ástæðan fyrir því að tillagan var sett fram er einna helst umfangsmikið spillingarmál innan raða Partido Popular. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Rajoy sagði á þinginu í gær að þingflokkur PP væri skipaður „heiðarlegu og góðu“ fólki. „Sósíalistarnir eyðilögðu ríkið og við höfum komið hér á vexti og búið til ný störf,“ sagði Rajoy og bætti því við að Sánchez væri nú að reyna að mynda „Frankenstein-stjórn“ sem myndi skaða spænskt hagkerfi. Ef Sánchez verður forsætisráðherra í dag er ljóst að hann mun njóta stuðnings vinstriflokksins Podemos, tveggja Baskaflokka, tveggja flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og smáflokks frá Kanaríeyjum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29
Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33
Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28