Gera plötu með framleiðanda Lönu Del Ray Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 1. júní 2018 07:00 Gunni Hilmars og Ágústa Eva Erlendsdóttir í Sycamore Tree. Rick Knowles er vel þekktur í tónlistarheiminum og á langan lista af stórstjörnum sem hann hefur unnið með, Madonnu, Lönu Del Rey, Adele, Fleetwood Mac, FKA Twigs, Sia, Lykke Li, Jewel, Santana og svo mætti lengi telja. Hljómsveitin heldur tónleika í kvöld í Bæjarbíói kl. 20.30. „Ég hafði fylgst með Rick í mörg ár og í raun elskað það sem hann hafði gert með Lönu Del Rey enda einn best heppnaða listamannaferill síðasta áratugar. Heimurinn sem þau hafa skapað er ekki svo ólíkur Sycamore Tree. Það var svo fyrir algera tilviljun að hann fann okkur á netinu og skildi eftir skilaboð á einum af okkar samfélagsmiðlum,“ segir Gunnar Hilmarsson, meðlimur Sycamore Tree. „Hann á þetta víst til að finna nýja listamenn þannig og samstarf hans og Lönu Del Rey kom þannig til. Við brugðumst strax við og ég flaug til Los Angeles og við drukkum kaffi einn eftirmiðdag.“ Í kjölfarið sendi tvíeykið Knowles fjölda nýrra laga sem Knowles leist vel á og ákvað að gera með þeim plötu. „Við erum eiginlega enn þá að klípa okkur með þetta allt saman,“ segir Gunni. Knowles hefur unnið Grammy verðlaun og verið tilnefndur til fjölda verðlauna, nú síðast til Grammy verðlauna á ný fyrir að útsetja og semja með Lönu Del Rey hennar plötu Lust For Life. Að sögn Gunna er platan komin vel á veg en vanda þarf vel til verka í upptökum og öðrum málum. „Við erum búin að semja lögin og textana en upptökur munu taka út árið. Það fer aðeins eftir því hvernig við högum útgáfunni hvernig við gerum með samningamál, kynningarmál og þess háttar. Þetta er erfitt fyrir okkur sem helst viljum senda lög frá okkur reglulega eins og við höfum verið að gera hingað til,“ segir Gunni. „En við notum orkuna bara til að spila á tónleikum þangað til og undirbúa þetta allt eins og best er á kosið.“ Samstarfið þeirra og Knowles er mikið tækifæri fyrir hljómsveitina og gluggi út í hinn stóra tónlistarheim. Aðspurð hvort þau stefni á heimsfrægð svarar Ágústa því hins vegar neitandi. Það sé að minnsta kosti ekki markmiðið. „Alls ekki. Við viljum bara vera trú okkar list og gera þetta eins vel og við getum. Ef hlustendahópurinn okkar stækkar og breikkar þá er það frábært en við erum ekki með nein plön um neitt annað en að nýta þetta tækifæri til að gera tónlist við frábærar aðstæður og með ótrúlega kláru fólki. Við tökum bara einn dag í einu og erum ansi róleg yfir þessu öllu eins og þeir sem okkur þekkja vita vel. Við erum auðmjúk gagnvart verkefninu og erum að vinna eins vel og við getum og njóta þess að skapa og spila,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem jafnframt er meðlimur sveitarinnar. Hún segir að nú sé listagyðjan búin að færa tvíeykinu eitthvað sérstakt upp í hendurnar sem þau ætla að nýta vel og hlúa að. „Þetta verður langhlaup en við erum tilbúin í það. Við erum búin að vera að vinna núna í nokkra mánuði með Rick að plötunni sem hefur verið frábært. Ef maður gerir hlutina vel, vinnur að þeim og með ástríðuna að vopni þá koma upp tækifæri,“ segir Ágústa að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Sjá meira
Rick Knowles er vel þekktur í tónlistarheiminum og á langan lista af stórstjörnum sem hann hefur unnið með, Madonnu, Lönu Del Rey, Adele, Fleetwood Mac, FKA Twigs, Sia, Lykke Li, Jewel, Santana og svo mætti lengi telja. Hljómsveitin heldur tónleika í kvöld í Bæjarbíói kl. 20.30. „Ég hafði fylgst með Rick í mörg ár og í raun elskað það sem hann hafði gert með Lönu Del Rey enda einn best heppnaða listamannaferill síðasta áratugar. Heimurinn sem þau hafa skapað er ekki svo ólíkur Sycamore Tree. Það var svo fyrir algera tilviljun að hann fann okkur á netinu og skildi eftir skilaboð á einum af okkar samfélagsmiðlum,“ segir Gunnar Hilmarsson, meðlimur Sycamore Tree. „Hann á þetta víst til að finna nýja listamenn þannig og samstarf hans og Lönu Del Rey kom þannig til. Við brugðumst strax við og ég flaug til Los Angeles og við drukkum kaffi einn eftirmiðdag.“ Í kjölfarið sendi tvíeykið Knowles fjölda nýrra laga sem Knowles leist vel á og ákvað að gera með þeim plötu. „Við erum eiginlega enn þá að klípa okkur með þetta allt saman,“ segir Gunni. Knowles hefur unnið Grammy verðlaun og verið tilnefndur til fjölda verðlauna, nú síðast til Grammy verðlauna á ný fyrir að útsetja og semja með Lönu Del Rey hennar plötu Lust For Life. Að sögn Gunna er platan komin vel á veg en vanda þarf vel til verka í upptökum og öðrum málum. „Við erum búin að semja lögin og textana en upptökur munu taka út árið. Það fer aðeins eftir því hvernig við högum útgáfunni hvernig við gerum með samningamál, kynningarmál og þess háttar. Þetta er erfitt fyrir okkur sem helst viljum senda lög frá okkur reglulega eins og við höfum verið að gera hingað til,“ segir Gunni. „En við notum orkuna bara til að spila á tónleikum þangað til og undirbúa þetta allt eins og best er á kosið.“ Samstarfið þeirra og Knowles er mikið tækifæri fyrir hljómsveitina og gluggi út í hinn stóra tónlistarheim. Aðspurð hvort þau stefni á heimsfrægð svarar Ágústa því hins vegar neitandi. Það sé að minnsta kosti ekki markmiðið. „Alls ekki. Við viljum bara vera trú okkar list og gera þetta eins vel og við getum. Ef hlustendahópurinn okkar stækkar og breikkar þá er það frábært en við erum ekki með nein plön um neitt annað en að nýta þetta tækifæri til að gera tónlist við frábærar aðstæður og með ótrúlega kláru fólki. Við tökum bara einn dag í einu og erum ansi róleg yfir þessu öllu eins og þeir sem okkur þekkja vita vel. Við erum auðmjúk gagnvart verkefninu og erum að vinna eins vel og við getum og njóta þess að skapa og spila,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem jafnframt er meðlimur sveitarinnar. Hún segir að nú sé listagyðjan búin að færa tvíeykinu eitthvað sérstakt upp í hendurnar sem þau ætla að nýta vel og hlúa að. „Þetta verður langhlaup en við erum tilbúin í það. Við erum búin að vera að vinna núna í nokkra mánuði með Rick að plötunni sem hefur verið frábært. Ef maður gerir hlutina vel, vinnur að þeim og með ástríðuna að vopni þá koma upp tækifæri,“ segir Ágústa að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið