Gera plötu með framleiðanda Lönu Del Ray Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 1. júní 2018 07:00 Gunni Hilmars og Ágústa Eva Erlendsdóttir í Sycamore Tree. Rick Knowles er vel þekktur í tónlistarheiminum og á langan lista af stórstjörnum sem hann hefur unnið með, Madonnu, Lönu Del Rey, Adele, Fleetwood Mac, FKA Twigs, Sia, Lykke Li, Jewel, Santana og svo mætti lengi telja. Hljómsveitin heldur tónleika í kvöld í Bæjarbíói kl. 20.30. „Ég hafði fylgst með Rick í mörg ár og í raun elskað það sem hann hafði gert með Lönu Del Rey enda einn best heppnaða listamannaferill síðasta áratugar. Heimurinn sem þau hafa skapað er ekki svo ólíkur Sycamore Tree. Það var svo fyrir algera tilviljun að hann fann okkur á netinu og skildi eftir skilaboð á einum af okkar samfélagsmiðlum,“ segir Gunnar Hilmarsson, meðlimur Sycamore Tree. „Hann á þetta víst til að finna nýja listamenn þannig og samstarf hans og Lönu Del Rey kom þannig til. Við brugðumst strax við og ég flaug til Los Angeles og við drukkum kaffi einn eftirmiðdag.“ Í kjölfarið sendi tvíeykið Knowles fjölda nýrra laga sem Knowles leist vel á og ákvað að gera með þeim plötu. „Við erum eiginlega enn þá að klípa okkur með þetta allt saman,“ segir Gunni. Knowles hefur unnið Grammy verðlaun og verið tilnefndur til fjölda verðlauna, nú síðast til Grammy verðlauna á ný fyrir að útsetja og semja með Lönu Del Rey hennar plötu Lust For Life. Að sögn Gunna er platan komin vel á veg en vanda þarf vel til verka í upptökum og öðrum málum. „Við erum búin að semja lögin og textana en upptökur munu taka út árið. Það fer aðeins eftir því hvernig við högum útgáfunni hvernig við gerum með samningamál, kynningarmál og þess háttar. Þetta er erfitt fyrir okkur sem helst viljum senda lög frá okkur reglulega eins og við höfum verið að gera hingað til,“ segir Gunni. „En við notum orkuna bara til að spila á tónleikum þangað til og undirbúa þetta allt eins og best er á kosið.“ Samstarfið þeirra og Knowles er mikið tækifæri fyrir hljómsveitina og gluggi út í hinn stóra tónlistarheim. Aðspurð hvort þau stefni á heimsfrægð svarar Ágústa því hins vegar neitandi. Það sé að minnsta kosti ekki markmiðið. „Alls ekki. Við viljum bara vera trú okkar list og gera þetta eins vel og við getum. Ef hlustendahópurinn okkar stækkar og breikkar þá er það frábært en við erum ekki með nein plön um neitt annað en að nýta þetta tækifæri til að gera tónlist við frábærar aðstæður og með ótrúlega kláru fólki. Við tökum bara einn dag í einu og erum ansi róleg yfir þessu öllu eins og þeir sem okkur þekkja vita vel. Við erum auðmjúk gagnvart verkefninu og erum að vinna eins vel og við getum og njóta þess að skapa og spila,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem jafnframt er meðlimur sveitarinnar. Hún segir að nú sé listagyðjan búin að færa tvíeykinu eitthvað sérstakt upp í hendurnar sem þau ætla að nýta vel og hlúa að. „Þetta verður langhlaup en við erum tilbúin í það. Við erum búin að vera að vinna núna í nokkra mánuði með Rick að plötunni sem hefur verið frábært. Ef maður gerir hlutina vel, vinnur að þeim og með ástríðuna að vopni þá koma upp tækifæri,“ segir Ágústa að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Rick Knowles er vel þekktur í tónlistarheiminum og á langan lista af stórstjörnum sem hann hefur unnið með, Madonnu, Lönu Del Rey, Adele, Fleetwood Mac, FKA Twigs, Sia, Lykke Li, Jewel, Santana og svo mætti lengi telja. Hljómsveitin heldur tónleika í kvöld í Bæjarbíói kl. 20.30. „Ég hafði fylgst með Rick í mörg ár og í raun elskað það sem hann hafði gert með Lönu Del Rey enda einn best heppnaða listamannaferill síðasta áratugar. Heimurinn sem þau hafa skapað er ekki svo ólíkur Sycamore Tree. Það var svo fyrir algera tilviljun að hann fann okkur á netinu og skildi eftir skilaboð á einum af okkar samfélagsmiðlum,“ segir Gunnar Hilmarsson, meðlimur Sycamore Tree. „Hann á þetta víst til að finna nýja listamenn þannig og samstarf hans og Lönu Del Rey kom þannig til. Við brugðumst strax við og ég flaug til Los Angeles og við drukkum kaffi einn eftirmiðdag.“ Í kjölfarið sendi tvíeykið Knowles fjölda nýrra laga sem Knowles leist vel á og ákvað að gera með þeim plötu. „Við erum eiginlega enn þá að klípa okkur með þetta allt saman,“ segir Gunni. Knowles hefur unnið Grammy verðlaun og verið tilnefndur til fjölda verðlauna, nú síðast til Grammy verðlauna á ný fyrir að útsetja og semja með Lönu Del Rey hennar plötu Lust For Life. Að sögn Gunna er platan komin vel á veg en vanda þarf vel til verka í upptökum og öðrum málum. „Við erum búin að semja lögin og textana en upptökur munu taka út árið. Það fer aðeins eftir því hvernig við högum útgáfunni hvernig við gerum með samningamál, kynningarmál og þess háttar. Þetta er erfitt fyrir okkur sem helst viljum senda lög frá okkur reglulega eins og við höfum verið að gera hingað til,“ segir Gunni. „En við notum orkuna bara til að spila á tónleikum þangað til og undirbúa þetta allt eins og best er á kosið.“ Samstarfið þeirra og Knowles er mikið tækifæri fyrir hljómsveitina og gluggi út í hinn stóra tónlistarheim. Aðspurð hvort þau stefni á heimsfrægð svarar Ágústa því hins vegar neitandi. Það sé að minnsta kosti ekki markmiðið. „Alls ekki. Við viljum bara vera trú okkar list og gera þetta eins vel og við getum. Ef hlustendahópurinn okkar stækkar og breikkar þá er það frábært en við erum ekki með nein plön um neitt annað en að nýta þetta tækifæri til að gera tónlist við frábærar aðstæður og með ótrúlega kláru fólki. Við tökum bara einn dag í einu og erum ansi róleg yfir þessu öllu eins og þeir sem okkur þekkja vita vel. Við erum auðmjúk gagnvart verkefninu og erum að vinna eins vel og við getum og njóta þess að skapa og spila,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem jafnframt er meðlimur sveitarinnar. Hún segir að nú sé listagyðjan búin að færa tvíeykinu eitthvað sérstakt upp í hendurnar sem þau ætla að nýta vel og hlúa að. „Þetta verður langhlaup en við erum tilbúin í það. Við erum búin að vera að vinna núna í nokkra mánuði með Rick að plötunni sem hefur verið frábært. Ef maður gerir hlutina vel, vinnur að þeim og með ástríðuna að vopni þá koma upp tækifæri,“ segir Ágústa að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira