Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júní 2018 10:00 Tólfan á EM í Frakklandi. vísir/vilhelm Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. „Við höfum alltaf sagt það að ef þú mætir á völlinn í bláu og ert tilbúinn að syngja í 90 mínútur þá ertu hluti af hópnum,” sagði Sveinn Ásgeirsson, varaformaðurinn, í samtali við Sky Sports. Hann óttast ekki Rússlands. „Það sem ég hef heyrt þá hlakkar Rússunum til að hitta Íslendingana. Mér líkar ekki þessi “hooligan” stemning sem allir eru að tala um. Ég vona að það verði ekki raunin.” „Við óttumst þetta samt ekki. Þú sást í Frakklandi að nánast öllum líkaði vel við okkur. Ég veit ekki afhverju en kannski útaf því við brosum og erum að reyna njóta. Það eru íslensku stuðningsmennirnir að þetta er svo nýtt fyrir okkur að við erum að reyna ná sem mestu út úr þessu og hafa eins gaman og hægt er.” Ísland er eins og flestir Íslendingar vita í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Sveinn segir að allt sé hægt og er vongóður um að strákarnir okkar komist upp úr riðlinum. „Allt er hægt. Þegar við sáum undanriðilinn þá var hann sterkur en við unnum hann, eins sturlað og það hljómar. Ef við erum með allt okkar lið í Rússlandi þá er allt hægt,” en Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson eru í kapphlaupi við tímann að ná HM. „Þetta er skrýtið. Fyrsti leikurinn okkar á stórmóti var gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo, einum af bestu leikmönnum heims. Nú byrjum við á Argentínu og Lionel Messi, sem er einnig einn besti leikmaður í heimi.” „Ég man að Ronaldo var að kvarta undan því hversu grófir íslensku leikmennirnir voru og að þeir væru ekki að spila fótbolta. En ég meina, hann hefur spilað við lið eins og Stoke. Ég veit ekki afhverju hann er að væla undan okkur.” „Ég reikna með að við spilum eins gegn Argentínu. Ég veit að Messi er að spila en hann er einn leikmaður. Þetta er ellefu gegn ellefu og þetta verður gaman.” Nánar má lesa viðtalið við Svein hér þar sem hann ræðir meðal annars um Lars Lagerback og hvort að Tólfan ætli að koma með eitthvað nýtt efni á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. „Við höfum alltaf sagt það að ef þú mætir á völlinn í bláu og ert tilbúinn að syngja í 90 mínútur þá ertu hluti af hópnum,” sagði Sveinn Ásgeirsson, varaformaðurinn, í samtali við Sky Sports. Hann óttast ekki Rússlands. „Það sem ég hef heyrt þá hlakkar Rússunum til að hitta Íslendingana. Mér líkar ekki þessi “hooligan” stemning sem allir eru að tala um. Ég vona að það verði ekki raunin.” „Við óttumst þetta samt ekki. Þú sást í Frakklandi að nánast öllum líkaði vel við okkur. Ég veit ekki afhverju en kannski útaf því við brosum og erum að reyna njóta. Það eru íslensku stuðningsmennirnir að þetta er svo nýtt fyrir okkur að við erum að reyna ná sem mestu út úr þessu og hafa eins gaman og hægt er.” Ísland er eins og flestir Íslendingar vita í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Sveinn segir að allt sé hægt og er vongóður um að strákarnir okkar komist upp úr riðlinum. „Allt er hægt. Þegar við sáum undanriðilinn þá var hann sterkur en við unnum hann, eins sturlað og það hljómar. Ef við erum með allt okkar lið í Rússlandi þá er allt hægt,” en Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson eru í kapphlaupi við tímann að ná HM. „Þetta er skrýtið. Fyrsti leikurinn okkar á stórmóti var gegn Portúgal og Cristiano Ronaldo, einum af bestu leikmönnum heims. Nú byrjum við á Argentínu og Lionel Messi, sem er einnig einn besti leikmaður í heimi.” „Ég man að Ronaldo var að kvarta undan því hversu grófir íslensku leikmennirnir voru og að þeir væru ekki að spila fótbolta. En ég meina, hann hefur spilað við lið eins og Stoke. Ég veit ekki afhverju hann er að væla undan okkur.” „Ég reikna með að við spilum eins gegn Argentínu. Ég veit að Messi er að spila en hann er einn leikmaður. Þetta er ellefu gegn ellefu og þetta verður gaman.” Nánar má lesa viðtalið við Svein hér þar sem hann ræðir meðal annars um Lars Lagerback og hvort að Tólfan ætli að koma með eitthvað nýtt efni á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira