Norðurá opnar á mánudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2018 10:15 Norðurá opnar fyrir veiðimönnum á mánudaginn. Norðurá opnar á mánudaginn næsta og það virðist þegar nokkuð af laxi kominn í ána. Þorsteinn Stefánsson leiðsögumaður og staðarhaldari við Norðurá sá sex laxa á Brotinu í gær og þeir sem hafa verið að kíkja í Norðurá hafa séð laxa víðar svo það gæti farið svo að opnunin verði hin hressilegasta. Opnun Norðurár er alltaf gerð með nokkurri viðhöfn og jafnan er ansi gestkvæmt við bakkann. Ekki hefur verið gefið upp ennþá hver það verður sem verður fyrstur til að kasta flugu í hana en nokkrir nafntogaðir Íslendingar hafa gjarnan verið fyrstir til þess. Fyrsta flugan dettur væntanlega á vatnsflötin á slaginu 7:00 á mánudagsmorgun. Laxar eru annars farnir að sýna sig víða og það vissulega eykur bjartsýni manna um að það sé gott veiðisumar framundan. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði
Norðurá opnar á mánudaginn næsta og það virðist þegar nokkuð af laxi kominn í ána. Þorsteinn Stefánsson leiðsögumaður og staðarhaldari við Norðurá sá sex laxa á Brotinu í gær og þeir sem hafa verið að kíkja í Norðurá hafa séð laxa víðar svo það gæti farið svo að opnunin verði hin hressilegasta. Opnun Norðurár er alltaf gerð með nokkurri viðhöfn og jafnan er ansi gestkvæmt við bakkann. Ekki hefur verið gefið upp ennþá hver það verður sem verður fyrstur til að kasta flugu í hana en nokkrir nafntogaðir Íslendingar hafa gjarnan verið fyrstir til þess. Fyrsta flugan dettur væntanlega á vatnsflötin á slaginu 7:00 á mánudagsmorgun. Laxar eru annars farnir að sýna sig víða og það vissulega eykur bjartsýni manna um að það sé gott veiðisumar framundan.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði