Fótbolti

Hörður: Ekkert við Frederik að sakast

Dagur Lárusson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í 3-2 tapi Íslands gegn Noregi í kvöld en þetta var næst síðasti leikur Íslands fyrir HM.

Hörður var að vonum svekktur en telur þó að liðið hafi nokkurn veginn náð að gera það sem þeir ætluðu.

„Leiðinleg tilfinning að tapa, leiðinlegt að fá á sig tvö svona mörk, en við náðum að gera það sem við ætluðum að gera, en auðvitað vildum við ná fleiri mörkum“.

Hörður var spurður út í seinni tvö mörk Noregs en þau voru afar klaufaleg.

„Já þetta er erfiður bolti til baka, og auðvitað kemur pressa á hann, en hann er auðvitað bara ný kominn upp í A-landsliðið. Hann stóð sig vel í dag og ekkert við hann að sakast.“

Hörður Björgvin á í mikilli samkeppni við Ara Frey Skúlason um vinstri bakvarðarstöðuna en Hörður er ákveðinn í að halda þeirri stöðu.

„Auðvitað langar manni að spila, og vonandi spilar maður bara ennþá meira á HM,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Frederik: Getur verið vitur eftir á

Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×