Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 2. júní 2018 22:53 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. „Tilfinningin var frábær og móttökurnar voru góðar. Það er frábært að vera farinn að spila aftur og mér leið mjög vel,” sagði Gylfi í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Ég var þreyttur fyrstu fimm mínúturnar en svo komst ég í gírinn. Það gaf mér mikið sjálfstraust að hnéið hélt og svo skoraði ég auðvitað. Fínt kvöld fyrir mig persónulega. Ef við lítum á úrslitin og frammistöðuna þá erum við svekktir.” „Ég og Heimir vorum búnir að ræða það síðustu daga að við ætluðum að taka stöðuna. Það gekk vel og ég fann ekki fyrir neinu. Svo ákváðum við það að ég myndi spila 25-30 mínútur sem gekk vel.” Hvernig var fyrir Gylfa, sem er stærsta stjarna liðsins, að horfa á leikinn frá bekknum? „Auðvitað er þetta skrýtið að horfa á þetta frá bekknum sérstaklega þegar maður er svona nálægt HM. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að spila en ég spila vonandi meira í næsta leik.” „Ég held að ég verði klár í fyrsta leik gegn Argentínu. Ég er búinn að leggja mikið á mig síðustu tvo til þrjá mánuði. Æfa mikið og reyna að vera í eins góðu standi. Svo lengi sem eitthvað annað kemur ekki fyrir þá ætti ég að vera í toppstandi.” Gylfi hefur verið ansi duglegur og lagt hart að sér að komast aftur í sitt gamla form en hefur hann aldrei orðið svartsýnn í leið sinni að batanum? „Já, það kom ein vika þar sem vökvi var í hnénu og ég náði ekki að losna við það. Ég þurfti að fara í sprautu og þar kom vika þar sem maður var svartsýnn. Sem betur er þetta allt að ganga eftir,” en hvernig leið Gylfa þá? „Auðvitað mjög illa. Ég var svolítið langt niðri en ég vissi að ég hefði langan tíma til að vera nokkurn veginn klár fyrir HM en auðvitað er betra fyrir sjálfan mig að fara í gegnum æfingar sem hefur verið raunin upp á síðkastið.” Gylfi leggst væntanlega á koddann nokkuð ánægður enda kominn til baka eftir þrjá mánuði af meiðslum þrátt fyrir tap Íslands í kvöld. „Auðvitað er margt sem við þurfum að bæta og fara yfir fyrir næsta leik en fyrir mig persónulega þá er frábært að vera kominn aftur að spila og skora líka. Auðvitað er þetta æfingarleikur og við erum að æfa öðruvísi en ég held að það sé fínt að fá smá ámninngu að það er margt sem við þurfum að bæta.” HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28 Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. „Tilfinningin var frábær og móttökurnar voru góðar. Það er frábært að vera farinn að spila aftur og mér leið mjög vel,” sagði Gylfi í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Ég var þreyttur fyrstu fimm mínúturnar en svo komst ég í gírinn. Það gaf mér mikið sjálfstraust að hnéið hélt og svo skoraði ég auðvitað. Fínt kvöld fyrir mig persónulega. Ef við lítum á úrslitin og frammistöðuna þá erum við svekktir.” „Ég og Heimir vorum búnir að ræða það síðustu daga að við ætluðum að taka stöðuna. Það gekk vel og ég fann ekki fyrir neinu. Svo ákváðum við það að ég myndi spila 25-30 mínútur sem gekk vel.” Hvernig var fyrir Gylfa, sem er stærsta stjarna liðsins, að horfa á leikinn frá bekknum? „Auðvitað er þetta skrýtið að horfa á þetta frá bekknum sérstaklega þegar maður er svona nálægt HM. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að spila en ég spila vonandi meira í næsta leik.” „Ég held að ég verði klár í fyrsta leik gegn Argentínu. Ég er búinn að leggja mikið á mig síðustu tvo til þrjá mánuði. Æfa mikið og reyna að vera í eins góðu standi. Svo lengi sem eitthvað annað kemur ekki fyrir þá ætti ég að vera í toppstandi.” Gylfi hefur verið ansi duglegur og lagt hart að sér að komast aftur í sitt gamla form en hefur hann aldrei orðið svartsýnn í leið sinni að batanum? „Já, það kom ein vika þar sem vökvi var í hnénu og ég náði ekki að losna við það. Ég þurfti að fara í sprautu og þar kom vika þar sem maður var svartsýnn. Sem betur er þetta allt að ganga eftir,” en hvernig leið Gylfa þá? „Auðvitað mjög illa. Ég var svolítið langt niðri en ég vissi að ég hefði langan tíma til að vera nokkurn veginn klár fyrir HM en auðvitað er betra fyrir sjálfan mig að fara í gegnum æfingar sem hefur verið raunin upp á síðkastið.” Gylfi leggst væntanlega á koddann nokkuð ánægður enda kominn til baka eftir þrjá mánuði af meiðslum þrátt fyrir tap Íslands í kvöld. „Auðvitað er margt sem við þurfum að bæta og fara yfir fyrir næsta leik en fyrir mig persónulega þá er frábært að vera kominn aftur að spila og skora líka. Auðvitað er þetta æfingarleikur og við erum að æfa öðruvísi en ég held að það sé fínt að fá smá ámninngu að það er margt sem við þurfum að bæta.”
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28 Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28
Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03
Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13
Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15