Fótbolti

Neymar fagnaði endurkomunni með marki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Að sjá Neymar aftur á vellinum gleður marga fótboltaunnendur og sérstaklega stuðningsmenn Brasilíu
Að sjá Neymar aftur á vellinum gleður marga fótboltaunnendur og sérstaklega stuðningsmenn Brasilíu vísir/getty
Neymar spilaði fótboltaleik í fyrsta skipti síðan hann fótbrotnaði í febrúar þegar hann kom inn í seinni hálfleik vináttuleiks Brasilíu og Króatíu sem fram fór á Anfield í Liverpool í dag.

Neymar er einn besti fótboltamaður heims og hafa vonir Brasilíumanna á HM verið bundnar endurkomu Neymar eftir fótbrot sem hann hlaut í leik með PSG í febrúar. Neymar kom inn í hálfleik í leiknum í dag og skoraði stuttu seinna með þrumuskoti í slánna og inn. Óverjandi fyrir Danijel Subasic í marki Króata.

Króatar voru sterkari í fyrri hálfleik, stjórnuðu spilinu á mðisvæðinu og Brasílíumenn áttu erfitt með að brjótast í gegnum vörn Króatanna. Brasilíumenn sóttu meira í seinni hálfleik og uppskáru með marki Neymar. Þegar leikurinn var við það að renna út skoraði Roberto Firmino með snyrtilegri vippu yfir Subasic í markinu. Úrslitin 2-0 sigur Brasilíu.

Bæði lið eru að búa sig undir HM í Rússlandi. Þar eru Króatar í riðli með Íslandi og mætast liðin í þriðju umferð riðlakeppninnar þann 26. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×