Ricardo Rodriguez tryggði Sviss jafntefli gegn Spánverjum í vináttuleik liðanna nú í kvöld en þetta var næst síðasti leikur Spánverja fyrir HM í Rússlandi.
Spánverjar voru án Sergio Ramos sem er ennþá í fríi eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Real Madrid.
Spánverjar stilltu samt sem áður upp sterku liði og voru menn eins og David Silva, Diego Costa og Gerard Pique í byrjunarliðinu. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljóst á 29. mínútu en þá skoraði Alvaro Odriozola fyrir Spánverja eftir undirbúning frá David Silva.
Sviss gerði tvær breytingar í hálfleiknum sem lífguðu uppá sóknarleik liðsins. Á 62. mínútu jafnaði Ricardo Rodriguez metin fyrir Sviss eftir að David De Gea náði ekki að halda föstu skoti að marki.
Hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið og því voru lokatölur 1-1.
Spánn og Sviss skildu jöfn
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn