Af því tilefni ætlar ferðaskrifstofan Tripical í samstarfi við Tólfuna að slá upp Íslendingapartý eftir leiki liðsins ytra. Þar er lofað öryggisgæslu í háklassa þar sem Íslendingar geta skemmt sér saman.
„Það verða partý í öllum borgunum. Íslensk þjóðhátíðarstemning og það verða góð verð á drykkjum,“ segir Tólfukempurnar Benjamín Hallbjörnsson og Sveinn Ásgeirsson.
Neðst í fréttinni má finna upplýsingar um staðsetningu partýjanna þriggja en þau fara ýmist fram miðsvæðis í Moskvu (Uppselt), í sveitasal í Volgograd og í gamalli sígarettuverksmiðju í Rostov þegar sæti í sextán liða úrslitum HM verður vonandi í höfn.
Fram hefur komið að Sendiráð Íslands í Moskvu efnir til viðburðar nálægt Rauða torginu í Moskvu fyrir Argentínuleikinn en Tólfan sér um stuðið eftir leiki.

„Þetta er í takti við að sleppa því að hella í sig fyrir leik,“ segja þeir Benni og Svenni. Þeir minna á „draugasöguna“ um að ölvun ógildi miðann. Engin ástæða sé til að taka áhættu hvað það varði.
„Mætum frekar snemma á leikinn, tökum þjóðsönginn, ég er kominn heim og stillum stúkurnar saman,“ segir Svenni. Það gefi leikmönnum byr undir báða vængi, að finna fyrir stuðningnum frá því þeir mæta sjálfir á leikvanginn, klæddir í jakkaföt og virða fyrir sér stóra sviðið.
Svo verði sungið og trallað á leiknum en síðan geti allir skellt sér saman í partý.

Skemmtistaðirnir séu nálægt leikvöngunum í Volgograd og Rostov við Don. Í Moskvu sé skemmtistaðurinn nálægt Rauða torginu.
„Tólfan ætlar að mæta beint eftir leik og skemmta sér með þeim sem koma. Þetta hentar okkur vel enda fljúga Tólfur heim í hádeginu daginn eftir leik.“
Styrmir Elí Ingólfsson sendi Vísi eftirfarandi upplýsingar um staðsetningu á partýjunum.
Moskva: Zolotay Vobla (Golden Vobla) - veitingastaður og bar (rússneskur bar í rússneskum stíl)
Metro Prospekt Mira, Protopopovskiy Lane, 3.
Volgograd: Frant Hotel Palace - veislusalur (hálfgerður sveitasalur aðeins út fyrir kjarnann)
Ulitsa Imeni Zemlyachki, 40, Volgograd, Volgogradskaya oblast', Russia, 400048
Rostov-On-Don: Bukovski - veitingastaður og bar (smíðaður í gamalli sígarettuverksmiðju)
Gazetnyy Pereulok, 99, Rostov, Rostovskaya oblast', Russia, 344002
Nánari upplýsingar má finna á Facebook-viðburðunum fyrir partýin.
Partý í Moskvu
Partý í Volgograd
Partý í Rostov við Don