„Íslenska liðið er hæfileikalaust og ofmetið og má fokka sér“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2018 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu fá ekki góðar kveðjur frá Hollandi. Vísir/Andri Marinó The Guardian birtir skemmtilega grein á heimasíðu sinni dag þar sem stuðningsmenn þeirra þjóða sem ekki komust á HM eru spurðir með hverjum þeir ætla að halda í Rússlandi og hvaða liði þeir halda á móti. Eins og búast mátti við eru margir sem ætla að halda með Íslandi. Þar má nefna Katalóníu, Færeyjar, Gana, Ítalíu og Norður-Írland. „Ég held með Íslandi. Það er ekki hægt annað en að halda með þjóð sem telur ekki fleiri en 335.000 keppa á stærsta sviðinu,“ segir ítalski stuðningsmaðurinn og sá katalónski er einnig hrifinn. „Ég held með Íslandi og Argentínu. Íslenska liðið var magnað í undankeppninni en ég býst ekki við að það vinni HM. Þegar að það dettur út held ég með Argentínu út af Messi. Ég er frá Barcelona.“Þessi dagur var erfiðari fyrir Hollendinga en við héldum greinilega.vísir/gettyFæreyski stuðningsmaðurinn segist halda með Íslandi því það eru frændur sínir og Ganverjinn hreifst af frammistöðu og baráttuanda íslensku strákanna á EM 2016. Það er aðeins einn stuðningsmaður sem segist halda á móti Íslandi og það er Hollendingurinn. Hollendingar eru greinilega enn í sárum eftir skellina tvo sem þeir fengu í undankeppni EM 2016 gegn Íslandi en hollenska liðið var skilið eftir í riðlakeppninni. „Ísland má fokka sér. Fyrir tveimur árum heilluðustu allir af hvað þeir voru flottir og heiðarlegir á velli og allar fjölskyldurnar þeirra voru í stúkunni og eitthvað,“ segir sá hollenski og heldur reiður áfram: „Það voru allir heillaðir af hversu mikið þeir lögðu á sig og hversu mikil liðsheild þetta var. En, þetta lið er algjörlega hæfileikalaust, ofmetið og pirrandi. Út með það“ segir stuðningsmaður Hollands. Pirringur þess hollenska verður líklega ekkert minni þegar að strákarnir okkar ganga út á völlinn í Moskvu 16. júní til leiks á móti Argentínu en hollenska landsliðið verður heima að þessu sinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
The Guardian birtir skemmtilega grein á heimasíðu sinni dag þar sem stuðningsmenn þeirra þjóða sem ekki komust á HM eru spurðir með hverjum þeir ætla að halda í Rússlandi og hvaða liði þeir halda á móti. Eins og búast mátti við eru margir sem ætla að halda með Íslandi. Þar má nefna Katalóníu, Færeyjar, Gana, Ítalíu og Norður-Írland. „Ég held með Íslandi. Það er ekki hægt annað en að halda með þjóð sem telur ekki fleiri en 335.000 keppa á stærsta sviðinu,“ segir ítalski stuðningsmaðurinn og sá katalónski er einnig hrifinn. „Ég held með Íslandi og Argentínu. Íslenska liðið var magnað í undankeppninni en ég býst ekki við að það vinni HM. Þegar að það dettur út held ég með Argentínu út af Messi. Ég er frá Barcelona.“Þessi dagur var erfiðari fyrir Hollendinga en við héldum greinilega.vísir/gettyFæreyski stuðningsmaðurinn segist halda með Íslandi því það eru frændur sínir og Ganverjinn hreifst af frammistöðu og baráttuanda íslensku strákanna á EM 2016. Það er aðeins einn stuðningsmaður sem segist halda á móti Íslandi og það er Hollendingurinn. Hollendingar eru greinilega enn í sárum eftir skellina tvo sem þeir fengu í undankeppni EM 2016 gegn Íslandi en hollenska liðið var skilið eftir í riðlakeppninni. „Ísland má fokka sér. Fyrir tveimur árum heilluðustu allir af hvað þeir voru flottir og heiðarlegir á velli og allar fjölskyldurnar þeirra voru í stúkunni og eitthvað,“ segir sá hollenski og heldur reiður áfram: „Það voru allir heillaðir af hversu mikið þeir lögðu á sig og hversu mikil liðsheild þetta var. En, þetta lið er algjörlega hæfileikalaust, ofmetið og pirrandi. Út með það“ segir stuðningsmaður Hollands. Pirringur þess hollenska verður líklega ekkert minni þegar að strákarnir okkar ganga út á völlinn í Moskvu 16. júní til leiks á móti Argentínu en hollenska landsliðið verður heima að þessu sinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira