15 laxar á fyrsta degi í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2018 08:10 Þessi lax kom á land í morgun af Eyrinni í Norðurá. Mynd: Norðurá lodge FB Norðurá opnaði í gær og það er alveg óhætt að segja að það hafi verið mikil spenna eins og alltaf í fyrstu köstunum. Morgunveiðin tókst vel og það var samtals landað ellefu löxum úr ánni ásamt því að nokkrir sluppu eins og gengur og gerist. Eftir hádegi komu fjórir á land svo heildartalan á fyrsta degi er fimmtán laxar sem er mjög góð opnun. Þeir staðir sem gáfu voru til dæmis, Stokkhylsbrot, Brotið, Eyrin, Laugakvörn og Konungsstrengur en þess fyrir utan sáust laxar á mun fleiri stöðum. Það er mikið vatn í Norðurá eða rétt um 46 rúmmetrar og til samanburðar þa´var hún um 27 rúmmetrar við opnun í fyrra. Þetta gefur góð fyrirheit um að vatnsbúskapurinn á heiðinni sé góður enda hafa rigningar maímánaðar bleytt allhressilega í. Ef það detta svo inn reglulegar rigningar í sumar þá verður vonandi gott vatn í Norðurá allt tímabilið. Mest lesið Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Lifnar yfir veiði í Brúará Veiði Veiðin í Langá á Mýrum þokast upp á við Veiði 100 sentímetra lax í Breiðdalsá Veiði Strippið og dauðarekið Veiði Vök um allt vatn í klukkutíma Veiði
Norðurá opnaði í gær og það er alveg óhætt að segja að það hafi verið mikil spenna eins og alltaf í fyrstu köstunum. Morgunveiðin tókst vel og það var samtals landað ellefu löxum úr ánni ásamt því að nokkrir sluppu eins og gengur og gerist. Eftir hádegi komu fjórir á land svo heildartalan á fyrsta degi er fimmtán laxar sem er mjög góð opnun. Þeir staðir sem gáfu voru til dæmis, Stokkhylsbrot, Brotið, Eyrin, Laugakvörn og Konungsstrengur en þess fyrir utan sáust laxar á mun fleiri stöðum. Það er mikið vatn í Norðurá eða rétt um 46 rúmmetrar og til samanburðar þa´var hún um 27 rúmmetrar við opnun í fyrra. Þetta gefur góð fyrirheit um að vatnsbúskapurinn á heiðinni sé góður enda hafa rigningar maímánaðar bleytt allhressilega í. Ef það detta svo inn reglulegar rigningar í sumar þá verður vonandi gott vatn í Norðurá allt tímabilið.
Mest lesið Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Lifnar yfir veiði í Brúará Veiði Veiðin í Langá á Mýrum þokast upp á við Veiði 100 sentímetra lax í Breiðdalsá Veiði Strippið og dauðarekið Veiði Vök um allt vatn í klukkutíma Veiði