9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2018 11:00 Wayne Rooney fór ósáttur af velli en leysti málin strax eftir leik. vísir/getty Enska landsliðið hefur margsinnis tapað í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Sú varð einmitt raunin þegar að liðið mætti Portúgal í átta liða úrslitum HM 2006 í Þýskalandi en tapið var langt frá því stærsta fréttin í þeim leik. Enska liðið barðist hetjulega í leiknum en það lék manni færra eftir að 21 árs gamall Wayne Rooney var rekinn af velli fyrir brot á þáverandi Chelsea-varnarmanninum Ricardo Carvalho. Rooney var í mikilli baráttu um boltann en endaði svo með því að traðka á Carvalho. Horacio Elizondo, argentínskur dómari leiksins, virtist ekki líklegur til að refsa Rooney hvað þá senda hann af velli eða allt þar til Cristiano Ronaldo mætti á svæðið. Ronaldo kom á straujinu til dómarans og kallaði eftir refsingu á þáverandi samherja sinn hjá Manchester United. Rooney var ekki skemmt og reyndi að toga Ronaldo frá dómaranum sem sýndi honum svo rauða spjaldið. Er svekktur Rooney gekk af velli vitandi að hann væri mögulega búinn að bregðast þjóð sinni blikkaði Ronaldo á eftir honum eins og frægt er. Þetta atvik var eðlilega mikið fjallað um í enskum miðlum og átti að vera það sem myndi stía þessum ungstirnum Manchester United í sundur.Ræddu málin eftir leik Í tæp tólf ár vissi enginn nákvæmlega hvað gerðist eftir leik eða þar til að Rooney opnaði sig um atvikið í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í byrjun febrúar á þessu ári. Þar kom í ljós að þrátt fyrir alla histeríuna, blaðaskrifin og baulið sem Ronaldo fékk á enskum völlum var þetta leyst strax eftir leik. Afskaplega fagmannlega afgreitt hjá tveimur ungum fótboltaköppum. „Ég talaði við Ronaldo eftir leikinn í göngunum þegar við vorum búnir í sturtu. Ég sagði honum að fjölmiðlar ættu eftir að vilja gera mikið úr þessu og stía okkur í sundur. Ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur af þessu. Ég hefði gert nákvæmlega sama hlut ef ég hefði verið í hans sporum,“ sagði Rooney. „Ég reyndi að láta dómarann spjalda hann í fyrri hálfleik fyrir að dýfa sér. Hann var samherji minn í félagsliðinu en í leik Englands á móti Portúgal var hann mótherji og því myndi ég alltaf reyna að láta reka hann út af ef ég gæti það,“ sagði Wayne Rooney.Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt Gary Nevile með fyrsta Englandsmeistaratitilinn sinn.vísir/gettyUpphafið að velgengni Þeir sem að héldu að þetta yrði upphafið að endinum hjá Rooney og Ronaldo hjá Manchester United höfðu svo sannarlega rangt fyrir sér. Þeir gátu eiginlega ekki haft meira rangt fyrir sér því þetta var upphafið að mikilli velgengni þeirra og United-liðsins. Rooney og Ronaldo skoruðu samtals 31 mark fyrir Manchester United á næstu leiktíð er liðið stóð uppi sem Englandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2003. Þeir voru óstöðvandi og unnu deildina þrjú ár í röð og Meistaradeildina árið 2008 áður en Ronaldo fór til Real Madrid árið 2009. Sir Alex Ferguson var líka fljótur að grípa inn í eftir HM 2006 og lét Ronaldo vita að fyrstu mánuðir hans í ensku úrvalsdeildinni yrðu erfiðir. Hann hefði upplifað það með David Beckham eftir HM í Frakklandi 1998 að enskir stuðningsmenn gleyma engu. Baulað var á Ronaldo til að byrja með en það skipti engu. Hann skoraði og skoraði og svaraði þessu atviki með því að vinna deildina þrjú ár í röð við hlið félaga síns sem hann fékk rekinn út af í landsleik á stórmóti. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Enska landsliðið hefur margsinnis tapað í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Sú varð einmitt raunin þegar að liðið mætti Portúgal í átta liða úrslitum HM 2006 í Þýskalandi en tapið var langt frá því stærsta fréttin í þeim leik. Enska liðið barðist hetjulega í leiknum en það lék manni færra eftir að 21 árs gamall Wayne Rooney var rekinn af velli fyrir brot á þáverandi Chelsea-varnarmanninum Ricardo Carvalho. Rooney var í mikilli baráttu um boltann en endaði svo með því að traðka á Carvalho. Horacio Elizondo, argentínskur dómari leiksins, virtist ekki líklegur til að refsa Rooney hvað þá senda hann af velli eða allt þar til Cristiano Ronaldo mætti á svæðið. Ronaldo kom á straujinu til dómarans og kallaði eftir refsingu á þáverandi samherja sinn hjá Manchester United. Rooney var ekki skemmt og reyndi að toga Ronaldo frá dómaranum sem sýndi honum svo rauða spjaldið. Er svekktur Rooney gekk af velli vitandi að hann væri mögulega búinn að bregðast þjóð sinni blikkaði Ronaldo á eftir honum eins og frægt er. Þetta atvik var eðlilega mikið fjallað um í enskum miðlum og átti að vera það sem myndi stía þessum ungstirnum Manchester United í sundur.Ræddu málin eftir leik Í tæp tólf ár vissi enginn nákvæmlega hvað gerðist eftir leik eða þar til að Rooney opnaði sig um atvikið í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í byrjun febrúar á þessu ári. Þar kom í ljós að þrátt fyrir alla histeríuna, blaðaskrifin og baulið sem Ronaldo fékk á enskum völlum var þetta leyst strax eftir leik. Afskaplega fagmannlega afgreitt hjá tveimur ungum fótboltaköppum. „Ég talaði við Ronaldo eftir leikinn í göngunum þegar við vorum búnir í sturtu. Ég sagði honum að fjölmiðlar ættu eftir að vilja gera mikið úr þessu og stía okkur í sundur. Ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur af þessu. Ég hefði gert nákvæmlega sama hlut ef ég hefði verið í hans sporum,“ sagði Rooney. „Ég reyndi að láta dómarann spjalda hann í fyrri hálfleik fyrir að dýfa sér. Hann var samherji minn í félagsliðinu en í leik Englands á móti Portúgal var hann mótherji og því myndi ég alltaf reyna að láta reka hann út af ef ég gæti það,“ sagði Wayne Rooney.Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt Gary Nevile með fyrsta Englandsmeistaratitilinn sinn.vísir/gettyUpphafið að velgengni Þeir sem að héldu að þetta yrði upphafið að endinum hjá Rooney og Ronaldo hjá Manchester United höfðu svo sannarlega rangt fyrir sér. Þeir gátu eiginlega ekki haft meira rangt fyrir sér því þetta var upphafið að mikilli velgengni þeirra og United-liðsins. Rooney og Ronaldo skoruðu samtals 31 mark fyrir Manchester United á næstu leiktíð er liðið stóð uppi sem Englandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2003. Þeir voru óstöðvandi og unnu deildina þrjú ár í röð og Meistaradeildina árið 2008 áður en Ronaldo fór til Real Madrid árið 2009. Sir Alex Ferguson var líka fljótur að grípa inn í eftir HM 2006 og lét Ronaldo vita að fyrstu mánuðir hans í ensku úrvalsdeildinni yrðu erfiðir. Hann hefði upplifað það með David Beckham eftir HM í Frakklandi 1998 að enskir stuðningsmenn gleyma engu. Baulað var á Ronaldo til að byrja með en það skipti engu. Hann skoraði og skoraði og svaraði þessu atviki með því að vinna deildina þrjú ár í röð við hlið félaga síns sem hann fékk rekinn út af í landsleik á stórmóti.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00