Myndin ber nafnið Mortal Engines og kemur í kvikmyndahús í desember. Er hún nýjasta afurð Jackson sem best er þekktur fyrir Lord of the Rings myndir sínar.
Sjá einnig:Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben Kingsley
Mortal Engines segir frá fjarlægri framtíð þar sem jarðarbúar hafast við á því litla sem eftir er af jörðinni vegna mikilla hamfara. Mannfólkið hefur þar náð að aðlagast þessum hrikalegu aðstæðum.
Leikur Hilma hlutverk Hester Shaw í myndinni en með önnur hlutverk fara Hugo Weaving og Stephen Lang. Leikstjóri er Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, sem framleiðir myndina.
Stikluna má sjá hér að neðan.