Gylfi Þór: Verð í toppstandi þegar HM byrjar Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. júní 2018 22:34 Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á miðjunni í kvöld þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli við Ganverja í síðasta vináttuleiknum í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Íslenska þjóðin hefur haft miklar áhyggjur af líkamlegri heilsu Gylfa Þórs enda hefur hann verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Hann er allur að koma til og kveðst sannfærður um að hann verði fullkomlega klár í slaginn þegar flautað verður til leiks í Rússlandi. „Heilsan er mjög góð. Mér líður bara fínt. Ég er svolítið þreyttur en bara í fínum málum. Þetta var frekar hægur leikur en formið er ágætt. Ég næ að æfa í viku í viðbót og verð þá í toppstandi,“ sagði Gylfi eftir leikinn í kvöld. Gylfi segir að mikill munur hafi verið á spilamennsku íslenska liðsins á milli hálfleika og telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Það var mjög dauft yfir okkur í seinni hálfleik og allt mjög hægt. Menn voru kannski að halda aftur af sér; hræddir um tæklingar og meiðsli þegar það er svona stutt í mót. Við vorum fínir í fyrri hálfleik en langt frá okkar besta í síðari hálfleik.“ „Við spiluðum bara mjög vel í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikla hættu fram á við og leyfðum þeim mjög lítið. Við vorum þéttir til baka. Svo var þetta allt öðruvísi í síðari hálfleik,“ Íslenska liðið tapaði fyrir Noregi á dögunum en Gylfi segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Ganverjar eru betri tæknilega og eru sóknarsinnaðri. Þeir eru ekki jafn góðir varnarlega og þó þeir séu mjög sterkir líkamlega eru þeir ekki jafn harðir og Norðmenn. Þetta var fínn undirbúningur. Við náðum að spila á mörgum leikmönnum og margir fengu sénsinn. Ég held að það séu allir heilir svo þetta var bara fín vika,“ sagði Gylfi í viðtali við Arnar Björnsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á miðjunni í kvöld þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli við Ganverja í síðasta vináttuleiknum í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Íslenska þjóðin hefur haft miklar áhyggjur af líkamlegri heilsu Gylfa Þórs enda hefur hann verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Hann er allur að koma til og kveðst sannfærður um að hann verði fullkomlega klár í slaginn þegar flautað verður til leiks í Rússlandi. „Heilsan er mjög góð. Mér líður bara fínt. Ég er svolítið þreyttur en bara í fínum málum. Þetta var frekar hægur leikur en formið er ágætt. Ég næ að æfa í viku í viðbót og verð þá í toppstandi,“ sagði Gylfi eftir leikinn í kvöld. Gylfi segir að mikill munur hafi verið á spilamennsku íslenska liðsins á milli hálfleika og telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Það var mjög dauft yfir okkur í seinni hálfleik og allt mjög hægt. Menn voru kannski að halda aftur af sér; hræddir um tæklingar og meiðsli þegar það er svona stutt í mót. Við vorum fínir í fyrri hálfleik en langt frá okkar besta í síðari hálfleik.“ „Við spiluðum bara mjög vel í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikla hættu fram á við og leyfðum þeim mjög lítið. Við vorum þéttir til baka. Svo var þetta allt öðruvísi í síðari hálfleik,“ Íslenska liðið tapaði fyrir Noregi á dögunum en Gylfi segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Ganverjar eru betri tæknilega og eru sóknarsinnaðri. Þeir eru ekki jafn góðir varnarlega og þó þeir séu mjög sterkir líkamlega eru þeir ekki jafn harðir og Norðmenn. Þetta var fínn undirbúningur. Við náðum að spila á mörgum leikmönnum og margir fengu sénsinn. Ég held að það séu allir heilir svo þetta var bara fín vika,“ sagði Gylfi í viðtali við Arnar Björnsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18