„Íslendingar verða bara að vonast til að dragast á móti Englandi næst“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2018 17:00 Íslensku strákarnir fagna sigri á Englendingum á EM 2016. Vísir/Getty Íslenska landsliðið mun sitja eftir í sínum riðli á HM í fótbolta í Rússlandi ef marka má opinbera spá bandaríska blaðsins Sports Illustrated. Það þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart að íslenska landsliðinu sé ekki spáð áfram í frumraun sinni á stærsta sviðinu en Sports Illustrated spáir Argentínu og Króatíu upp úr riðlinum. Blaðamaður Sports Illustrated er hinsvegar á því að D-riðill Íslendinga sé einn sá allra sterkasti í keppninni og að öll fjögur liðin eigi þannig raunhæfa möguleika á því að komast áfram. Það sé ekki þannig í nærri því öllum riðlum keppninnar í ár. Aðalhluti umfjallarinnar snýst um Argentínu og að hvort Lionel Messi og félögum takist loksins að komast alla leið upp á topp. Argentínska liðið tapaði í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum, liðið hefur líka tapað úrslitaleikjum í Suðurameríkukeppninni og Messi er því enn að bíða eftir fyrsta titlinum með Argentínu. Margir bíða spenntir eftir því hvort Messi takist að leika eftir afrek Diego Maradona og fá heimsbikarinn í hendurnar.It doesn't get more deadly at the World Cup than Group D So which two will emerge from the balanced quartet? And is there reason for Messi & Co. to be worried? (by @Citizen_Kay)https://t.co/KgRHqEuNEr — Sports Illustrated (@SInow) June 7, 2018 Jóhann Berg Guðmundsson er sá leikmaður íslenska liðsins sem blaðið ráðleggur lesendum sínum að fylgjst vel með. Jóhann Berg átti mjög gott tímabil með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og mætir inn á HM fullur sjálfstrausts. Blaðamaður Sports Illustrated hugleiðir líka um fyrsta leik argentínska landsliðsins á móti Íslandi en árangur íslenska liðsins er að hans mati ein besta fréttin í íþróttaheiminum í dag. Árangur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi var frábær og stórmerkilegur enda sló Ísland út England og komst alla leið í átta liða úrslit á sínum fyrsta stórmóti. „Íslendingarnir voru hinsvegar verðlaunaðir með því að lenda í því á þessu HM, að vera eins nálægt og hægt er að spila í dauðariðlinum,“ segir í greininni. Dómur Sports Illustrated um D-riðilinn er hinsvegar köld vatnsgusa framan í Íslendinga. „Við skulum ekki ofhugsa þetta. Argentína og Króatíu eru með tvö bestu liðin í riðlinum og þau fara áfram. Nígería kemst nálægt þessu en liðið mun ekki ná í öll þrjú stigin á móti skipulögðu og öguðu íslensku liði. Íslendingar komast ekki áfram og verða bara að vonast eftir því að dragast á móti Englendingum næst,“ segir í niðurlagi greinar Sports Illustrated um riðil Íslands á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira
Íslenska landsliðið mun sitja eftir í sínum riðli á HM í fótbolta í Rússlandi ef marka má opinbera spá bandaríska blaðsins Sports Illustrated. Það þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart að íslenska landsliðinu sé ekki spáð áfram í frumraun sinni á stærsta sviðinu en Sports Illustrated spáir Argentínu og Króatíu upp úr riðlinum. Blaðamaður Sports Illustrated er hinsvegar á því að D-riðill Íslendinga sé einn sá allra sterkasti í keppninni og að öll fjögur liðin eigi þannig raunhæfa möguleika á því að komast áfram. Það sé ekki þannig í nærri því öllum riðlum keppninnar í ár. Aðalhluti umfjallarinnar snýst um Argentínu og að hvort Lionel Messi og félögum takist loksins að komast alla leið upp á topp. Argentínska liðið tapaði í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum, liðið hefur líka tapað úrslitaleikjum í Suðurameríkukeppninni og Messi er því enn að bíða eftir fyrsta titlinum með Argentínu. Margir bíða spenntir eftir því hvort Messi takist að leika eftir afrek Diego Maradona og fá heimsbikarinn í hendurnar.It doesn't get more deadly at the World Cup than Group D So which two will emerge from the balanced quartet? And is there reason for Messi & Co. to be worried? (by @Citizen_Kay)https://t.co/KgRHqEuNEr — Sports Illustrated (@SInow) June 7, 2018 Jóhann Berg Guðmundsson er sá leikmaður íslenska liðsins sem blaðið ráðleggur lesendum sínum að fylgjst vel með. Jóhann Berg átti mjög gott tímabil með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og mætir inn á HM fullur sjálfstrausts. Blaðamaður Sports Illustrated hugleiðir líka um fyrsta leik argentínska landsliðsins á móti Íslandi en árangur íslenska liðsins er að hans mati ein besta fréttin í íþróttaheiminum í dag. Árangur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi var frábær og stórmerkilegur enda sló Ísland út England og komst alla leið í átta liða úrslit á sínum fyrsta stórmóti. „Íslendingarnir voru hinsvegar verðlaunaðir með því að lenda í því á þessu HM, að vera eins nálægt og hægt er að spila í dauðariðlinum,“ segir í greininni. Dómur Sports Illustrated um D-riðilinn er hinsvegar köld vatnsgusa framan í Íslendinga. „Við skulum ekki ofhugsa þetta. Argentína og Króatíu eru með tvö bestu liðin í riðlinum og þau fara áfram. Nígería kemst nálægt þessu en liðið mun ekki ná í öll þrjú stigin á móti skipulögðu og öguðu íslensku liði. Íslendingar komast ekki áfram og verða bara að vonast eftir því að dragast á móti Englendingum næst,“ segir í niðurlagi greinar Sports Illustrated um riðil Íslands á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira