Ísland á tvo á listanum yfir tíu elstu útileikmenn HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2018 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki Kára Árnasonar á Laugardalsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Íslenskir landsliðsmenn komast inn á topplistann yfir þá leikmenn á HM í fótbolta í Rússlandi sem hafa lifað lengst. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason eru nefnilega báðir á listanum yfir tíu elstu útileikmenn HM í Rússlandi. Þrír leikmenn á HM í ár eru fæddir fyrir 1980 og sá elsti er Rafael Márquez frá Mexíkó sem er mættur á sitt fimmta heimsmeistaramót á ferlinum. Rafael Márquez er fæddur í febrúar 1979 og er orðinn 39 ára fyrir tæpu hálfu áru síðan. Hinir tveir hafa enn ekki haldið upp á 39 ára afmælið. Rússinn Sergei Ignashevich gerir það í júlí en Ástralinn Tim Cahill ekki fyrr en í desember. Panama á flesta leikmenn á topp tíu listanum eða þrjá en Ísland á tvo eins og Portúgal. Kári Árnason er fæddur í október 1982 og verður því 36 ára gamall í haust. Hann er rúmum fimm mánuðum eldri en Ólafur Ingi Skúlason sem er fæddur í apríl 1983. Báðir eru þeir á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM því Kári mun spila með Víkingum en Ólafur Ingi með Fylki. Elsti leikmaðurinn á HM þegar við tökum markmennina með er aftur á móti Egyptinn Essam El-Hadary en hann hélt upp á 45 ára afmælisdaginn sinn í janúar síðastliðnum. Svo eigum við eftir að sjá til hvaða leikmenn fá að spila með sínum þjóðum á mótinu. Það er öruggt að þar verður Kári Árnason í stóru og mikilvægu hlutverki með íslenska landsliðinu.Elstu útileikmenn á HM í Rússlandi 2018: 1. Rafael Márquez, Mexíkó (39 ára) 2. Sergei Ignashevich, Rússlandi (38 ára) 3. Tim Cahill, Ástralíu (38 ára) 4. Felipe Baloy, Panama (37 ára) 5. Blas Pérez, Panama (37 ára) 6. Bruno Alves, Portúgal (36 ára) 7. Luis Tejada, Panama (36 ára)8. Kári Árnason, Íslandi (35 ára) 9. Pepe, Portúgal (35 ára)10. Ólafur Ingi Skúlason, Íslandi (35 ára)Elstu leikmenn á HM í Rússlandi 2018: 1. Essam El-Hadary, Egyptalandi (45 ára) 2. Rafael Márquez, Mexíkó (39 ára) 3. Sergei Ignashevich, Rússlandi (38 ára) 4. Tim Cahill, Ástralíu (38 ára) 5. José de Jesús Corona, Mexíkó (37 ára) 6. Felipe Baloy, Panama (37 ára) 7. Blas Pérez, Panama (37 ára) 8. Willy Caballero, Argentínu (36 ára) 9. Bruno Alves, Portúgal (36 ára) 10. Brad Jones, Ástralíu (36 ára) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Íslenskir landsliðsmenn komast inn á topplistann yfir þá leikmenn á HM í fótbolta í Rússlandi sem hafa lifað lengst. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason eru nefnilega báðir á listanum yfir tíu elstu útileikmenn HM í Rússlandi. Þrír leikmenn á HM í ár eru fæddir fyrir 1980 og sá elsti er Rafael Márquez frá Mexíkó sem er mættur á sitt fimmta heimsmeistaramót á ferlinum. Rafael Márquez er fæddur í febrúar 1979 og er orðinn 39 ára fyrir tæpu hálfu áru síðan. Hinir tveir hafa enn ekki haldið upp á 39 ára afmælið. Rússinn Sergei Ignashevich gerir það í júlí en Ástralinn Tim Cahill ekki fyrr en í desember. Panama á flesta leikmenn á topp tíu listanum eða þrjá en Ísland á tvo eins og Portúgal. Kári Árnason er fæddur í október 1982 og verður því 36 ára gamall í haust. Hann er rúmum fimm mánuðum eldri en Ólafur Ingi Skúlason sem er fæddur í apríl 1983. Báðir eru þeir á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM því Kári mun spila með Víkingum en Ólafur Ingi með Fylki. Elsti leikmaðurinn á HM þegar við tökum markmennina með er aftur á móti Egyptinn Essam El-Hadary en hann hélt upp á 45 ára afmælisdaginn sinn í janúar síðastliðnum. Svo eigum við eftir að sjá til hvaða leikmenn fá að spila með sínum þjóðum á mótinu. Það er öruggt að þar verður Kári Árnason í stóru og mikilvægu hlutverki með íslenska landsliðinu.Elstu útileikmenn á HM í Rússlandi 2018: 1. Rafael Márquez, Mexíkó (39 ára) 2. Sergei Ignashevich, Rússlandi (38 ára) 3. Tim Cahill, Ástralíu (38 ára) 4. Felipe Baloy, Panama (37 ára) 5. Blas Pérez, Panama (37 ára) 6. Bruno Alves, Portúgal (36 ára) 7. Luis Tejada, Panama (36 ára)8. Kári Árnason, Íslandi (35 ára) 9. Pepe, Portúgal (35 ára)10. Ólafur Ingi Skúlason, Íslandi (35 ára)Elstu leikmenn á HM í Rússlandi 2018: 1. Essam El-Hadary, Egyptalandi (45 ára) 2. Rafael Márquez, Mexíkó (39 ára) 3. Sergei Ignashevich, Rússlandi (38 ára) 4. Tim Cahill, Ástralíu (38 ára) 5. José de Jesús Corona, Mexíkó (37 ára) 6. Felipe Baloy, Panama (37 ára) 7. Blas Pérez, Panama (37 ára) 8. Willy Caballero, Argentínu (36 ára) 9. Bruno Alves, Portúgal (36 ára) 10. Brad Jones, Ástralíu (36 ára)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira