Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2018 14:45 Marcelo og Sergio Ramos með Meistaradeildarbikarinn. Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. Í stað þess að lofsyngja einstakan árangur Real Madrid liðsins þá finnst Marcelo að blaðamenn og aðrir hafi leitað uppi það neikvæða við sigur spænska liðsins. Umfjöllunin hefur vissulega snúist mikið í kringum meiðsli Liverpool-manna og tuddaskap fyrirliða Real Madrid. Marcelo ræddi þetta á blaðamannafundi með brasilíska landsliðinu en bakvörðurinn er á leiðinni á HM í Rússlandi eins og íslenska landsliðið. Markvörðurinn Loris Karius gerði skelfileg mistök í leiknum og stórstjarna Liverpool-liðsins, Mo Salah, fór meiddur og grátandi af velli. Sergio Ramos fékk síðan á sig mikla gagnrýni fyrir að gefa Karius olnbogaskot og snúa síðan Mo Salah niður þegar Egyptinn meiddist. 'We win three Champions League trophies in a row... but people talk more about the collision with Loris Karius' Marcelo says people should appreciate Real Madrid's achievement. pic.twitter.com/qEFp9zR4J5 — ESPN FC (@ESPNFC) June 8, 2018 „Það pirrar mig að þegar við vinnum Meistaradeildina þriðja árið í röð og menn eru að segja að það sé vegna þess að einn leikmaður lenti í árekstri við markvörð þeirra eða að einn leikmaður þeirra þurfti að fara af velli eða að þeir fengu ekki vítaspyrnu sem þeir áttu að fá,“ segir Marcelo eins og sjá má hér fyrir ofan. Marcelo hélt áfram: „Mér finnst að fólk eiga að gefa okkur meira hrós. Real Madrid hefur unnið þessa þrjá titla á eigin verðleikum. Það er aftur á móti meira rætt um áreksturinn við Loris Karius en mörkin þrjú sem við skoruðum í leiknum,“ sagði Marcelo. „Við unnum Meistaradeildina og allir voru að kenna markverðinum um tapið. Greyið markvörðurinn þurfti að taka alla sökina fyrir allt liðið,“ sagði Marcelo hálf hlæjandi. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. Í stað þess að lofsyngja einstakan árangur Real Madrid liðsins þá finnst Marcelo að blaðamenn og aðrir hafi leitað uppi það neikvæða við sigur spænska liðsins. Umfjöllunin hefur vissulega snúist mikið í kringum meiðsli Liverpool-manna og tuddaskap fyrirliða Real Madrid. Marcelo ræddi þetta á blaðamannafundi með brasilíska landsliðinu en bakvörðurinn er á leiðinni á HM í Rússlandi eins og íslenska landsliðið. Markvörðurinn Loris Karius gerði skelfileg mistök í leiknum og stórstjarna Liverpool-liðsins, Mo Salah, fór meiddur og grátandi af velli. Sergio Ramos fékk síðan á sig mikla gagnrýni fyrir að gefa Karius olnbogaskot og snúa síðan Mo Salah niður þegar Egyptinn meiddist. 'We win three Champions League trophies in a row... but people talk more about the collision with Loris Karius' Marcelo says people should appreciate Real Madrid's achievement. pic.twitter.com/qEFp9zR4J5 — ESPN FC (@ESPNFC) June 8, 2018 „Það pirrar mig að þegar við vinnum Meistaradeildina þriðja árið í röð og menn eru að segja að það sé vegna þess að einn leikmaður lenti í árekstri við markvörð þeirra eða að einn leikmaður þeirra þurfti að fara af velli eða að þeir fengu ekki vítaspyrnu sem þeir áttu að fá,“ segir Marcelo eins og sjá má hér fyrir ofan. Marcelo hélt áfram: „Mér finnst að fólk eiga að gefa okkur meira hrós. Real Madrid hefur unnið þessa þrjá titla á eigin verðleikum. Það er aftur á móti meira rætt um áreksturinn við Loris Karius en mörkin þrjú sem við skoruðum í leiknum,“ sagði Marcelo. „Við unnum Meistaradeildina og allir voru að kenna markverðinum um tapið. Greyið markvörðurinn þurfti að taka alla sökina fyrir allt liðið,“ sagði Marcelo hálf hlæjandi.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira