Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2018 14:45 Marcelo og Sergio Ramos með Meistaradeildarbikarinn. Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. Í stað þess að lofsyngja einstakan árangur Real Madrid liðsins þá finnst Marcelo að blaðamenn og aðrir hafi leitað uppi það neikvæða við sigur spænska liðsins. Umfjöllunin hefur vissulega snúist mikið í kringum meiðsli Liverpool-manna og tuddaskap fyrirliða Real Madrid. Marcelo ræddi þetta á blaðamannafundi með brasilíska landsliðinu en bakvörðurinn er á leiðinni á HM í Rússlandi eins og íslenska landsliðið. Markvörðurinn Loris Karius gerði skelfileg mistök í leiknum og stórstjarna Liverpool-liðsins, Mo Salah, fór meiddur og grátandi af velli. Sergio Ramos fékk síðan á sig mikla gagnrýni fyrir að gefa Karius olnbogaskot og snúa síðan Mo Salah niður þegar Egyptinn meiddist. 'We win three Champions League trophies in a row... but people talk more about the collision with Loris Karius' Marcelo says people should appreciate Real Madrid's achievement. pic.twitter.com/qEFp9zR4J5 — ESPN FC (@ESPNFC) June 8, 2018 „Það pirrar mig að þegar við vinnum Meistaradeildina þriðja árið í röð og menn eru að segja að það sé vegna þess að einn leikmaður lenti í árekstri við markvörð þeirra eða að einn leikmaður þeirra þurfti að fara af velli eða að þeir fengu ekki vítaspyrnu sem þeir áttu að fá,“ segir Marcelo eins og sjá má hér fyrir ofan. Marcelo hélt áfram: „Mér finnst að fólk eiga að gefa okkur meira hrós. Real Madrid hefur unnið þessa þrjá titla á eigin verðleikum. Það er aftur á móti meira rætt um áreksturinn við Loris Karius en mörkin þrjú sem við skoruðum í leiknum,“ sagði Marcelo. „Við unnum Meistaradeildina og allir voru að kenna markverðinum um tapið. Greyið markvörðurinn þurfti að taka alla sökina fyrir allt liðið,“ sagði Marcelo hálf hlæjandi. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Sjá meira
Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. Í stað þess að lofsyngja einstakan árangur Real Madrid liðsins þá finnst Marcelo að blaðamenn og aðrir hafi leitað uppi það neikvæða við sigur spænska liðsins. Umfjöllunin hefur vissulega snúist mikið í kringum meiðsli Liverpool-manna og tuddaskap fyrirliða Real Madrid. Marcelo ræddi þetta á blaðamannafundi með brasilíska landsliðinu en bakvörðurinn er á leiðinni á HM í Rússlandi eins og íslenska landsliðið. Markvörðurinn Loris Karius gerði skelfileg mistök í leiknum og stórstjarna Liverpool-liðsins, Mo Salah, fór meiddur og grátandi af velli. Sergio Ramos fékk síðan á sig mikla gagnrýni fyrir að gefa Karius olnbogaskot og snúa síðan Mo Salah niður þegar Egyptinn meiddist. 'We win three Champions League trophies in a row... but people talk more about the collision with Loris Karius' Marcelo says people should appreciate Real Madrid's achievement. pic.twitter.com/qEFp9zR4J5 — ESPN FC (@ESPNFC) June 8, 2018 „Það pirrar mig að þegar við vinnum Meistaradeildina þriðja árið í röð og menn eru að segja að það sé vegna þess að einn leikmaður lenti í árekstri við markvörð þeirra eða að einn leikmaður þeirra þurfti að fara af velli eða að þeir fengu ekki vítaspyrnu sem þeir áttu að fá,“ segir Marcelo eins og sjá má hér fyrir ofan. Marcelo hélt áfram: „Mér finnst að fólk eiga að gefa okkur meira hrós. Real Madrid hefur unnið þessa þrjá titla á eigin verðleikum. Það er aftur á móti meira rætt um áreksturinn við Loris Karius en mörkin þrjú sem við skoruðum í leiknum,“ sagði Marcelo. „Við unnum Meistaradeildina og allir voru að kenna markverðinum um tapið. Greyið markvörðurinn þurfti að taka alla sökina fyrir allt liðið,“ sagði Marcelo hálf hlæjandi.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Sjá meira