Ætlum upp úr riðlinum eins og þeir! Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. júní 2018 08:30 Mikill undirbúningur hefur verið fyrir ferð ástvina leikmanna landsliðsins til Rússlands: Frá vinstri. Kristbjörg, Hólmfríður, Sibba, Hjördís Perla, Andrea Röfn og Jóna. Vísir/Stefán Jóna Vestfjörð Hannesdóttir lögfræðingur og Hólmar Örn Eyjólfsson búa í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, ásamt lítilli dóttur sinni, Sylvíu. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, og Aron Einar Gunnarsson búa í Cardiff. Kristbjörg og Aron eiga von á sínu öðru barni í september. Fyrir eiga þau einn son. Hjördís Perla Rafnsdóttir er í fæðingarorlofi, hún er með BA-gráðu í guðfræði og sálfræði og er unnusta Kára Árnasonar. Þau eiga soninn Mikael Atla sem er sex mánaða gamall. Hólmfríður Björnsdóttir lögfræðingur er með Jóhanni Berg, saman eiga þau Írisi sem er eins og hálfs árs. Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta og viðskiptafræðingur, er með Arnóri Ingva Traustasyni. Sigurbjörg Hjörleifsdóttir viðskiptafræðingur starfar hjá Iceland Cargo. Hún er með Ólafi Inga Skúlasyni. Þau eiga tíu ára dóttur, Andreu, soninn Viktor Skúla sem er fimm að verða sex og Freyju sem er nýorðin fjögurra ára. Eruð þið allar að fara til Rússlands? Hvernig verður ferðafyrirkomulagið?Hjördís Perla: Við sem erum hér staddar förum allar til Rússlands. Það hefur verið skipulögð ferð fyrir okkur á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Við höldum hópinn.Jóna: Við vorum að bíða eftir valinu, við Hólmar. Ég er mjög spennt að fara og fylgjast með.Kristbjörg: Við byrjum ferðalagið í Moskvu. Engin okkar hefur komið þangað áður.Andrea Röfn: Það var haldinn fundur í gær þar sem farið var yfir helstu öryggisatriði. Til dæmis hvar okkur er óhætt að nota kortin okkar, hvar við eigum að tengjast netinu og slíkt. Við höfum margoft fengið að heyra það að ferðalag á þessum slóðum er ólíkt því sem við eigum að venjast og því höfum við fengið ýmis góð ráð.Sibba: Það er betra að hafa öryggið í fyrirrúmi, sama hvert maður fer.Kristbjörg: KSÍ og Vita eiga mikinn heiður skilinn fyrir það hversu vel og þétt það er haldið utan um alla sem að liðsmönnum standa.Hjördís: Ég er ekki viss um að ég hefði farið ef ég hefði ekki þennan ríkulega stuðning. Sonur okkar er bara sex mánaða gamall.Hólmfríður: Þrátt fyrir að við séum mjög reyndir ferðalangar þá er það góð tilfinning að vita til þess að allur hópurinn verður saman í Rússlandi. Þegar við fórum til Frakklands á EM fyrir tveimur árum þá var hver og einn svolítið út af fyrir sig. Ég held að með þessu fyrirkomulagi verði betri stemning, samheldni og auðvitað líka öryggi. Ég er auðvitað með lítið barn með mér svo það er gott að vita af öllum saman. Ég er sammála Hjördísi um að ég hefði líklega ekki farið með Írisi litlu með mér ef við hefðum ekki verið öll að ferðast saman.Sibba: Ég fer bara með unglinginn minn með mér, sem er ellefu ára. Þetta verður svolítið frí hjá mér. Eftir langa einveru með börnunum mínum þremur. Yngri börnin mín eru vaxin upp úr því að vera í kerru og því fannst mér ekki ráðlegt að taka þau með. Ferðalagið hefði verið of erfitt. Ekki síst fyrir þau. Hvernig styðja ástvinir og fjölskylda í svona aðstæðum? Það er svakaleg pressa á liðinu auðvitað.Kristbjörg: Það er bara að vera til staðar.Hólmfríður: Það er örugglega líka einstaklingsbundið en fyrst og fremst að vera til staðar bæði þegar vel og illa gengur.Hjördís Perla: Svo finnst þeim pottþétt gott að vita af okkur uppi í stúku. Ekki síst ef litlu krílin eru með.Hólmfríður: Í fyrstu var ég ekki viss um hvort það væri góð hugmynd að taka Írisi litlu með mér til Rússlands. En Jóhann vildi ólmur hafa hana með, enda verður það gaman fyrir hana í framtíðinni að eiga þessar minningar og að hafa fengið að upplifa þetta.Jóna: Af því að við vorum að tala um það áðan hversu mikill styrkur það er að halda hópinn, þá skiptir það eiginlega enn meira máli af því að strákarnir eru alltaf saman. Hópurinn verður enn samheldnari. Þið eruð alltaf á ferð og flugi. Þurfið oft að flytja. Hvernig líf er það?Hjördís Perla: Við Kári erum búin að flytja sex sinnum á sjö árum.Hjördís Perla: Skotland, England, Svíþjóð, Kýpur, aftur til Skotlands.Jóna: England, Þýskaland, Noregur, Ísrael, Belgía og Búlgaría. Þar sem við búum núna.Kristbjörg: Ég er nú bara í Cardiff og hef verið í nokkur ár.Hólmfríður: Við bjuggum í Hollandi, svo fluttum við þaðan til London og búum nú í Manchester.Sibba: Þetta hefur verið mjög ævintýralegt hjá okkur. Við höfum verið stöðugt á ferðinni. London, Svíþjóð, Danmörk, Belgía, Tyrkland. Þegar við fluttum frá Belgíu til Tyrklands, þá hugsaði ég: Ég er með viðskiptahugmynd. Ég ætti að hjálpa fólki að flytja. Þetta er svo mikið umstang. Við erum með fimm háskólagráður í þessu.Andrea Röfn: Þú ert náttúrulega hokin af reynslu!Kristbjörg: Bretar eru komnir aðeins áleiðis með þetta. Þar er til dæmis heimasíða fyrir fólk í þessum sporum þar sem hægt er að fá leiðsögn, upplýsingar og aðstoð við mikilvægustu atriðin. Þið hafið allar verið í námi, starfi eða í metnaðarfullum verkefnum. Hvernig gengur það þegar þið eruð á stöðugri ferð og í flutningum?Hjördís Perla: Ég hef alveg lent í því, oftar en einu sinni. Oftar en tvisvar. Að hafa fengið vinnu eftir að hafa verið búin að koma mér fyrir. En svo bara þarftu að hætta eftir nokkra mánuði. Eða að fara í atvinnuviðtal og vera spurð: Og hvað ertu að gera hér í landi? Um leið og atvinnurekandinn fær að vita að eiginmaðurinn er að spila fótbolta þá er svolítið bakkað. Því mögulega ertu farin eftir nokkra mánuði eða vikur.Andrea Röfn: Ég stend núna frammi fyrir þessu krefjandi verkefni. Er að hugsa um hvað ég vilji gera í framtíðinni. Núna tökum við, sumir ástvinir liðsmanna, frí í sjö vikur til að fylgja þeim. Það er erfitt að fá svo langt frí í fastri vinnu.Hólmfríður: Við Jóna fórum samferða í gegn um laganámið í Háskóla Íslands. Það er ekki boðið upp á fjarnám þannig að við höfum verið meira og minna utanskóla síðastliðin ár. Það gekk þó mjög vel hjá okkur báðum.Jóna: Já, þar sem maður dettur smá úr tengslum við bekkjarfélagana þegar maður er með annan fótinn erlendis þá gátum við sýnt hvor annarri stuðning. Annars verður maður svolítið einn á báti. Þið verðið svolitlir einfarar þá?Hólmfríður: Já, að vissu leyti.Hjördís Perla: Flestar þær konur sem eru í þessari stöðu verða það. Það er svo oft sem strákarnir eru í burtu og þá er oft mikil einvera. Ætli þetta eigi ekki við um flesta maka sem eru í þessari stöðu.Kristbjörg: Maður verður sjálfstæðari. Harðari og fókusinn skýr. Mér hefur gengið vel, en það situr samt oft eitthvað á hakanum. Þegar ég flutti fyrst út þá var ég að keppa áfram og gekk vel með það. Ég hafði starfað sem einkaþjálfari fram að því og hélt aðeins áfram með það eftir að ég var komin út því ég hef mikla ánægju af því starfi. Ég fór samt fljótt að finna að lífsmynstrið mótast talsvert af því sem er að gerast hjá Aroni. Oft eru ferðalög með skömmum fyrirvara og ýmislegt annað sem brýtur upp rútínuna og þess vegna var erfitt að vera til staðar fyrir viðskiptavinina. Ég lét því staðar numið. Eftir að ég eignaðist Óliver og fór að ná betur utan um móðurhlutverkið hófst ég handa við að þróa fjarþjálfunarprógramm. Nýtti allar lausar stundir í að vinna í því og núna er það komið í gang og fer virkilega vel af stað.Hjördís Perla: Ég ætlaði að reyna að nota mína menntun og reynslu til að sækja um störf í þeim geira. En þá eru kröfurnar kannski aðrar erlendis, eitt sinn tók ég vinnu á lager til dæmis. Til að hafa eitthvað fyrir mig. Þá vaknaði ég klukkan hálf sex á morgnana og tók sporvagn í 40 mínútur til að komast í vinnuna.Kristbjörg: Já, að vera bara heima að bíða er ekki eitthvað sem hentar mér. Ég hef þörf fyrir að vinna. Finna tilgang og finna farveg fyrir mín áhugamál og mína hæfileika.Sibba: Strákarnir detta inn í hóp sem er vel haldið utan um. Við erum meira einar á báti.Jóna: Við þurfum að klóra okkur áfram og berjast í þessu. Að finna tengsl. Koma okkur fyrir. Hverjar eru væntingar ykkar til strákanna á HM?Sibba: Góðar! Við ætlum upp úr riðlinum alveg eins og þeir. Ef við trúum ekki á þá, hver gerir það þá? Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Bankaði á bílrúðuna á rauðu ljósi og bað Ragnheiði um símanúmerið Ragnari Sigurðssyni er lýst sem heiðarlegum, hvatvísum en tapsárum manni með tónlistarhæfileika. 3. júlí 2016 09:00 Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Kristbjargar og Arons Einars Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, gengu í það heilaga síðdegis í dag. 17. júní 2017 18:45 Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00 Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00 Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Sjá meira
Jóna Vestfjörð Hannesdóttir lögfræðingur og Hólmar Örn Eyjólfsson búa í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, ásamt lítilli dóttur sinni, Sylvíu. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, og Aron Einar Gunnarsson búa í Cardiff. Kristbjörg og Aron eiga von á sínu öðru barni í september. Fyrir eiga þau einn son. Hjördís Perla Rafnsdóttir er í fæðingarorlofi, hún er með BA-gráðu í guðfræði og sálfræði og er unnusta Kára Árnasonar. Þau eiga soninn Mikael Atla sem er sex mánaða gamall. Hólmfríður Björnsdóttir lögfræðingur er með Jóhanni Berg, saman eiga þau Írisi sem er eins og hálfs árs. Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta og viðskiptafræðingur, er með Arnóri Ingva Traustasyni. Sigurbjörg Hjörleifsdóttir viðskiptafræðingur starfar hjá Iceland Cargo. Hún er með Ólafi Inga Skúlasyni. Þau eiga tíu ára dóttur, Andreu, soninn Viktor Skúla sem er fimm að verða sex og Freyju sem er nýorðin fjögurra ára. Eruð þið allar að fara til Rússlands? Hvernig verður ferðafyrirkomulagið?Hjördís Perla: Við sem erum hér staddar förum allar til Rússlands. Það hefur verið skipulögð ferð fyrir okkur á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Við höldum hópinn.Jóna: Við vorum að bíða eftir valinu, við Hólmar. Ég er mjög spennt að fara og fylgjast með.Kristbjörg: Við byrjum ferðalagið í Moskvu. Engin okkar hefur komið þangað áður.Andrea Röfn: Það var haldinn fundur í gær þar sem farið var yfir helstu öryggisatriði. Til dæmis hvar okkur er óhætt að nota kortin okkar, hvar við eigum að tengjast netinu og slíkt. Við höfum margoft fengið að heyra það að ferðalag á þessum slóðum er ólíkt því sem við eigum að venjast og því höfum við fengið ýmis góð ráð.Sibba: Það er betra að hafa öryggið í fyrirrúmi, sama hvert maður fer.Kristbjörg: KSÍ og Vita eiga mikinn heiður skilinn fyrir það hversu vel og þétt það er haldið utan um alla sem að liðsmönnum standa.Hjördís: Ég er ekki viss um að ég hefði farið ef ég hefði ekki þennan ríkulega stuðning. Sonur okkar er bara sex mánaða gamall.Hólmfríður: Þrátt fyrir að við séum mjög reyndir ferðalangar þá er það góð tilfinning að vita til þess að allur hópurinn verður saman í Rússlandi. Þegar við fórum til Frakklands á EM fyrir tveimur árum þá var hver og einn svolítið út af fyrir sig. Ég held að með þessu fyrirkomulagi verði betri stemning, samheldni og auðvitað líka öryggi. Ég er auðvitað með lítið barn með mér svo það er gott að vita af öllum saman. Ég er sammála Hjördísi um að ég hefði líklega ekki farið með Írisi litlu með mér ef við hefðum ekki verið öll að ferðast saman.Sibba: Ég fer bara með unglinginn minn með mér, sem er ellefu ára. Þetta verður svolítið frí hjá mér. Eftir langa einveru með börnunum mínum þremur. Yngri börnin mín eru vaxin upp úr því að vera í kerru og því fannst mér ekki ráðlegt að taka þau með. Ferðalagið hefði verið of erfitt. Ekki síst fyrir þau. Hvernig styðja ástvinir og fjölskylda í svona aðstæðum? Það er svakaleg pressa á liðinu auðvitað.Kristbjörg: Það er bara að vera til staðar.Hólmfríður: Það er örugglega líka einstaklingsbundið en fyrst og fremst að vera til staðar bæði þegar vel og illa gengur.Hjördís Perla: Svo finnst þeim pottþétt gott að vita af okkur uppi í stúku. Ekki síst ef litlu krílin eru með.Hólmfríður: Í fyrstu var ég ekki viss um hvort það væri góð hugmynd að taka Írisi litlu með mér til Rússlands. En Jóhann vildi ólmur hafa hana með, enda verður það gaman fyrir hana í framtíðinni að eiga þessar minningar og að hafa fengið að upplifa þetta.Jóna: Af því að við vorum að tala um það áðan hversu mikill styrkur það er að halda hópinn, þá skiptir það eiginlega enn meira máli af því að strákarnir eru alltaf saman. Hópurinn verður enn samheldnari. Þið eruð alltaf á ferð og flugi. Þurfið oft að flytja. Hvernig líf er það?Hjördís Perla: Við Kári erum búin að flytja sex sinnum á sjö árum.Hjördís Perla: Skotland, England, Svíþjóð, Kýpur, aftur til Skotlands.Jóna: England, Þýskaland, Noregur, Ísrael, Belgía og Búlgaría. Þar sem við búum núna.Kristbjörg: Ég er nú bara í Cardiff og hef verið í nokkur ár.Hólmfríður: Við bjuggum í Hollandi, svo fluttum við þaðan til London og búum nú í Manchester.Sibba: Þetta hefur verið mjög ævintýralegt hjá okkur. Við höfum verið stöðugt á ferðinni. London, Svíþjóð, Danmörk, Belgía, Tyrkland. Þegar við fluttum frá Belgíu til Tyrklands, þá hugsaði ég: Ég er með viðskiptahugmynd. Ég ætti að hjálpa fólki að flytja. Þetta er svo mikið umstang. Við erum með fimm háskólagráður í þessu.Andrea Röfn: Þú ert náttúrulega hokin af reynslu!Kristbjörg: Bretar eru komnir aðeins áleiðis með þetta. Þar er til dæmis heimasíða fyrir fólk í þessum sporum þar sem hægt er að fá leiðsögn, upplýsingar og aðstoð við mikilvægustu atriðin. Þið hafið allar verið í námi, starfi eða í metnaðarfullum verkefnum. Hvernig gengur það þegar þið eruð á stöðugri ferð og í flutningum?Hjördís Perla: Ég hef alveg lent í því, oftar en einu sinni. Oftar en tvisvar. Að hafa fengið vinnu eftir að hafa verið búin að koma mér fyrir. En svo bara þarftu að hætta eftir nokkra mánuði. Eða að fara í atvinnuviðtal og vera spurð: Og hvað ertu að gera hér í landi? Um leið og atvinnurekandinn fær að vita að eiginmaðurinn er að spila fótbolta þá er svolítið bakkað. Því mögulega ertu farin eftir nokkra mánuði eða vikur.Andrea Röfn: Ég stend núna frammi fyrir þessu krefjandi verkefni. Er að hugsa um hvað ég vilji gera í framtíðinni. Núna tökum við, sumir ástvinir liðsmanna, frí í sjö vikur til að fylgja þeim. Það er erfitt að fá svo langt frí í fastri vinnu.Hólmfríður: Við Jóna fórum samferða í gegn um laganámið í Háskóla Íslands. Það er ekki boðið upp á fjarnám þannig að við höfum verið meira og minna utanskóla síðastliðin ár. Það gekk þó mjög vel hjá okkur báðum.Jóna: Já, þar sem maður dettur smá úr tengslum við bekkjarfélagana þegar maður er með annan fótinn erlendis þá gátum við sýnt hvor annarri stuðning. Annars verður maður svolítið einn á báti. Þið verðið svolitlir einfarar þá?Hólmfríður: Já, að vissu leyti.Hjördís Perla: Flestar þær konur sem eru í þessari stöðu verða það. Það er svo oft sem strákarnir eru í burtu og þá er oft mikil einvera. Ætli þetta eigi ekki við um flesta maka sem eru í þessari stöðu.Kristbjörg: Maður verður sjálfstæðari. Harðari og fókusinn skýr. Mér hefur gengið vel, en það situr samt oft eitthvað á hakanum. Þegar ég flutti fyrst út þá var ég að keppa áfram og gekk vel með það. Ég hafði starfað sem einkaþjálfari fram að því og hélt aðeins áfram með það eftir að ég var komin út því ég hef mikla ánægju af því starfi. Ég fór samt fljótt að finna að lífsmynstrið mótast talsvert af því sem er að gerast hjá Aroni. Oft eru ferðalög með skömmum fyrirvara og ýmislegt annað sem brýtur upp rútínuna og þess vegna var erfitt að vera til staðar fyrir viðskiptavinina. Ég lét því staðar numið. Eftir að ég eignaðist Óliver og fór að ná betur utan um móðurhlutverkið hófst ég handa við að þróa fjarþjálfunarprógramm. Nýtti allar lausar stundir í að vinna í því og núna er það komið í gang og fer virkilega vel af stað.Hjördís Perla: Ég ætlaði að reyna að nota mína menntun og reynslu til að sækja um störf í þeim geira. En þá eru kröfurnar kannski aðrar erlendis, eitt sinn tók ég vinnu á lager til dæmis. Til að hafa eitthvað fyrir mig. Þá vaknaði ég klukkan hálf sex á morgnana og tók sporvagn í 40 mínútur til að komast í vinnuna.Kristbjörg: Já, að vera bara heima að bíða er ekki eitthvað sem hentar mér. Ég hef þörf fyrir að vinna. Finna tilgang og finna farveg fyrir mín áhugamál og mína hæfileika.Sibba: Strákarnir detta inn í hóp sem er vel haldið utan um. Við erum meira einar á báti.Jóna: Við þurfum að klóra okkur áfram og berjast í þessu. Að finna tengsl. Koma okkur fyrir. Hverjar eru væntingar ykkar til strákanna á HM?Sibba: Góðar! Við ætlum upp úr riðlinum alveg eins og þeir. Ef við trúum ekki á þá, hver gerir það þá?
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Bankaði á bílrúðuna á rauðu ljósi og bað Ragnheiði um símanúmerið Ragnari Sigurðssyni er lýst sem heiðarlegum, hvatvísum en tapsárum manni með tónlistarhæfileika. 3. júlí 2016 09:00 Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Kristbjargar og Arons Einars Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, gengu í það heilaga síðdegis í dag. 17. júní 2017 18:45 Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00 Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00 Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Sjá meira
Bankaði á bílrúðuna á rauðu ljósi og bað Ragnheiði um símanúmerið Ragnari Sigurðssyni er lýst sem heiðarlegum, hvatvísum en tapsárum manni með tónlistarhæfileika. 3. júlí 2016 09:00
Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Kristbjargar og Arons Einars Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, gengu í það heilaga síðdegis í dag. 17. júní 2017 18:45
Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00
Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00