Þeir Íslendingar sem staddir verða erlendis á meðan Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stendur geta ekki horft á leiki landsliðsins í gegnum vef RÚV. Þetta kemur fram í svari Hilmars Björnssonar, deildarstjóra íþróttadeildar RÚV, við Kjarnann.
„Þegar þú kaupir sýningarrétt þá ertu að kaupa fyrir þitt landsvæði,“ segir Hilmar. RÚV er því óheimilt að sýna útsendingu sína utan Íslands.
Reglurnar um sýningarrétt eru strangar og segir Hilmar að málum hafi verið eins háttað með útsendingu RÚV á undankeppni Heimsmeistaramótsins og á síðustu Ólympíuleikunum.
Árið 2012 gerði FIFA samning við EBU, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva. Helsta ástæða þess að samningurinn var gerður er sú krafa um að Heimsmeistaramótið sé sýnt í opinni dagskrá.
Íslendingar erlendis geta ekki horft á leiki landsliðsins á RÚV
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn
