Íslendingaliðið Halmstad gerði jafntefli við IK Frej Täby í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram í Halmstad og lauk 2-2.
Þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson léku allan leikinn í liði Halmstad.
Mattias Bouvin kom IK Frej Täby yfir eftir háltíma leik og Dusan Jajic kom liðinu í 2-0 á 68. mínútu.
Aðeins fjórum mínútum síðar minnkaði Marcus Mathisen muninn fyrir Halmstad. Það var síðan Kosuke Kinoshita sem bjargaði stiginu fyrir Halmstad á 83. mínútu.
Lokatölur 2-2 en Halmstad situr í 5. sæti deildarinnar með 21 stig. IK Frej Täby er í 15. sæti með 9 stig.
Íslendingarnir í Halmstad gerðu jafntefli
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn