Danir koma með sigur inn á HM og Spánn getur ekki tapað Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2018 20:55 Danmörk fagnar einu af tveimur mörkum sínum í kvöld. vísir/getty Danir unnu 2-0 sigur á Mexíkó í síðasta vináttulandsleik liðana áður en þau halda til Rússlands á HM í knattspyrnu. Leikið var á heimavelli Bröndby í kvöld en fyrsta markið lét bíða eftir sér. Það kom ekki fyrr en á 71. mínútu er Yussuf Poulsen kom heimamönnum yfir. Christian Eriksen tvöfaldaði svo forystuna þremur mínútum síðar og Danir fara með 2-0 sigur á bakinu inn á HM. Þar eru þeir í riðli með Perú, Ástralíu og Frakklandi en þeir hefja leik gegn Perú á laugardaginn eftir viku. Mexíkó er í riðli með Þýskalandi, Svíþóð og Suður-Kóreu en þeir hefja leik á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní. Þá leika þeir gegn Þjóðverjum, ríkjandi heimsmeisturum. Svíþjóð mistókst að skora gegn Perú á heimavelli í kvöld en liðin eru að leika sína síðustu vináttulandsleiki fyrir HM. Leikið var á Gamla Ullevi fyrir framan rúmlega 30 þúsund manns. Spánn marði sigur á Túnis en leikið var í Rússlandi í dag. Iago Aspas skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok en Spánverjar eru með Portúgölum, Marókkó og Íran í riðli. Spánverjar hafa nú farið í gegnum tuttugu leiki án ósigurs og eru þeir með flesta leiki án ósigurs af öllum landsliðum heims. Næst koma Belgía og Marokkó með átján. Túnis er í riðli með Belgíu, Panama og Englandi en þeir hefja leik eftir rúma viku, eða mánudaginn átjánda júní. Þeir spila fyrst við England en Spánverjar byrja gegn Portúgölum á föstudaginn. Frakkland gerðu jafntefli við Bandaríkjamenn, 1-1. Bandaríkin komst yfir með marki frá Julian Green en Frakkar höfðu aldrei fengið á sig mark gegn Bandaríkjunum fyrr en nú. Kylian Mbappe náði þó að jafna áður en yfir lauk. Frakkar eru með Ástralíu, Perú og Danmörku í riðli eins og segir hér að ofan en Frakkarnir byrja á því að mæta Áströlum 16. júní.ESP 1-0 TUN (FT) - Spain has 20 consecutive games without losing. It is the best winning streak of any team in the world (Belgium and Morocco have 18 and Denmark and Peru have 15).— MisterChip (English) (@MisterChiping) June 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Danir unnu 2-0 sigur á Mexíkó í síðasta vináttulandsleik liðana áður en þau halda til Rússlands á HM í knattspyrnu. Leikið var á heimavelli Bröndby í kvöld en fyrsta markið lét bíða eftir sér. Það kom ekki fyrr en á 71. mínútu er Yussuf Poulsen kom heimamönnum yfir. Christian Eriksen tvöfaldaði svo forystuna þremur mínútum síðar og Danir fara með 2-0 sigur á bakinu inn á HM. Þar eru þeir í riðli með Perú, Ástralíu og Frakklandi en þeir hefja leik gegn Perú á laugardaginn eftir viku. Mexíkó er í riðli með Þýskalandi, Svíþóð og Suður-Kóreu en þeir hefja leik á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní. Þá leika þeir gegn Þjóðverjum, ríkjandi heimsmeisturum. Svíþjóð mistókst að skora gegn Perú á heimavelli í kvöld en liðin eru að leika sína síðustu vináttulandsleiki fyrir HM. Leikið var á Gamla Ullevi fyrir framan rúmlega 30 þúsund manns. Spánn marði sigur á Túnis en leikið var í Rússlandi í dag. Iago Aspas skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok en Spánverjar eru með Portúgölum, Marókkó og Íran í riðli. Spánverjar hafa nú farið í gegnum tuttugu leiki án ósigurs og eru þeir með flesta leiki án ósigurs af öllum landsliðum heims. Næst koma Belgía og Marokkó með átján. Túnis er í riðli með Belgíu, Panama og Englandi en þeir hefja leik eftir rúma viku, eða mánudaginn átjánda júní. Þeir spila fyrst við England en Spánverjar byrja gegn Portúgölum á föstudaginn. Frakkland gerðu jafntefli við Bandaríkjamenn, 1-1. Bandaríkin komst yfir með marki frá Julian Green en Frakkar höfðu aldrei fengið á sig mark gegn Bandaríkjunum fyrr en nú. Kylian Mbappe náði þó að jafna áður en yfir lauk. Frakkar eru með Ástralíu, Perú og Danmörku í riðli eins og segir hér að ofan en Frakkarnir byrja á því að mæta Áströlum 16. júní.ESP 1-0 TUN (FT) - Spain has 20 consecutive games without losing. It is the best winning streak of any team in the world (Belgium and Morocco have 18 and Denmark and Peru have 15).— MisterChip (English) (@MisterChiping) June 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira