Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið Benedikt Bóas skrifar 30. maí 2018 06:00 Friðrik Dór vinnur með bróður sínum, Jóni Jónssyni, að þjóðhátíðarlaginu í ár. VÍSIR/ANDRI „Þetta erum við að hafa gaman og vonandi verður útkoman góð,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en þeir Jón Jónsson, bróðir hans, eru búnir að semja tvö Þjóðhátíðarlög. Annað er viljandi þakið klisjum og er alvöru Þjóðhátíðarlag samkvæmt Jóni. Hitt er í smíðum en þegar Fréttablaðið náði í skottið á þeim bræðrum voru þeir í stúdíói með Stop Wait Go bræðrum, Ásgeiri Orra og Pálma Ragnari Ásgeirssonum, að leggja lokahönd á síðara lagið. „Við erum með lag sem verður ein heild í myndbandinu en sem lag í spilun í útvarpi og á Spotify verða þau tvö. Þetta er í fyrsta sinn sem það eru tvö Þjóðhátíðarlög. Annað laganna er aðallagið en hitt er meira til gamans. Aðallagið er einlægt og á að kalla fram hina einu sönnu Þjóðhátíðarstemningu. Það er því þakið klisjum; epískt, með upphækkun, C-kafla og bakröddum,“ segir Jón og Friðrik bætir við: „Aðaltvistið er að það séu bónuspælingar í gangi.“ Þeir bræður hafa hent hundruðum slagara í eyru landsmanna en hafa lítið unnið saman fyrr en nú. „Við gerðum eitt lag á fyrstu plötu Frikka og Komum heiminum í lag, sem var fyrir hjálparstarf. Annars unnum við bara saman í gamla daga á umbúðalagernum hjá Saltkaup. Frikki tók ekki lyftaraprófið reyndar en var samt að keyra,“ segir Jón og hlær. „Jón tók prófið enda löghlýðnari en ég,“ bætir Friðrik við. „Við stígum stundum á svið saman og það er gott að vera komnir með sameiginlegt lag sem við getum gripið í,“ segir Jón en þeir ætla að halda til Vestmannaeyja, vonandi í dag eða á morgun, eftir því hvernig vindar blása og taka upp myndband. „Það er vilji til að gera eitthvað annað en myndband af okkur að labba inn í söngklefa. Það er búið að vera þannig undanfarin ár. En við sjáum til hvernig það tekst. Kannski förum við bara í söngklefa í Eyjum,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag. 21. febrúar 2018 05:30 Nýtt lag með Írafári eftir þrettán ára hlé Lagið, sem ber titilinn Þú vilt mig aftur, var frumflutt hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. 2. maí 2018 15:33 Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. 14. apríl 2018 09:15 Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
„Þetta erum við að hafa gaman og vonandi verður útkoman góð,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en þeir Jón Jónsson, bróðir hans, eru búnir að semja tvö Þjóðhátíðarlög. Annað er viljandi þakið klisjum og er alvöru Þjóðhátíðarlag samkvæmt Jóni. Hitt er í smíðum en þegar Fréttablaðið náði í skottið á þeim bræðrum voru þeir í stúdíói með Stop Wait Go bræðrum, Ásgeiri Orra og Pálma Ragnari Ásgeirssonum, að leggja lokahönd á síðara lagið. „Við erum með lag sem verður ein heild í myndbandinu en sem lag í spilun í útvarpi og á Spotify verða þau tvö. Þetta er í fyrsta sinn sem það eru tvö Þjóðhátíðarlög. Annað laganna er aðallagið en hitt er meira til gamans. Aðallagið er einlægt og á að kalla fram hina einu sönnu Þjóðhátíðarstemningu. Það er því þakið klisjum; epískt, með upphækkun, C-kafla og bakröddum,“ segir Jón og Friðrik bætir við: „Aðaltvistið er að það séu bónuspælingar í gangi.“ Þeir bræður hafa hent hundruðum slagara í eyru landsmanna en hafa lítið unnið saman fyrr en nú. „Við gerðum eitt lag á fyrstu plötu Frikka og Komum heiminum í lag, sem var fyrir hjálparstarf. Annars unnum við bara saman í gamla daga á umbúðalagernum hjá Saltkaup. Frikki tók ekki lyftaraprófið reyndar en var samt að keyra,“ segir Jón og hlær. „Jón tók prófið enda löghlýðnari en ég,“ bætir Friðrik við. „Við stígum stundum á svið saman og það er gott að vera komnir með sameiginlegt lag sem við getum gripið í,“ segir Jón en þeir ætla að halda til Vestmannaeyja, vonandi í dag eða á morgun, eftir því hvernig vindar blása og taka upp myndband. „Það er vilji til að gera eitthvað annað en myndband af okkur að labba inn í söngklefa. Það er búið að vera þannig undanfarin ár. En við sjáum til hvernig það tekst. Kannski förum við bara í söngklefa í Eyjum,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag. 21. febrúar 2018 05:30 Nýtt lag með Írafári eftir þrettán ára hlé Lagið, sem ber titilinn Þú vilt mig aftur, var frumflutt hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. 2. maí 2018 15:33 Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. 14. apríl 2018 09:15 Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag. 21. febrúar 2018 05:30
Nýtt lag með Írafári eftir þrettán ára hlé Lagið, sem ber titilinn Þú vilt mig aftur, var frumflutt hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. 2. maí 2018 15:33
Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. 14. apríl 2018 09:15