Tíska og tónlist í fyrirúmi í nýju listarými Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. maí 2018 06:15 Það eru þau Elma Dögg Steingrímsdóttir, Natalia Sushchenko og Árni Guðjónsson sem standa að rýminu. Vísir/eyþór Listarýmið Kvartýra°49 verður opnað á morgun í bakhúsi við Laugaveginn. Það eru þau Elma Dögg Steingrímsdóttir, Árni Guðjónsson og Natalia Sushchenko sem standa fyrir opnun rýmisins þar sem tónlist og tíska verða í fyrirrúmi. „Þetta er verslun að hluta til þar sem við verðum með föt frá skemmtilegum, ungum hönnuðum og frekar öðruvísi en það sem hefur verið á Íslandi,“ segir Elma Dögg. Merkin sem verða í boði eru til dæmis Études (FR), Nanushka (HU), Reike Nen (KR), Solace London (UK), SNDKT (UA), Masha Reva (UA), Sputnik 1985 (RU), Baserange (FR), House of Holland (UK) og Ashley Williams (UK). „Svo er þetta líka tónlistarrými því að hann Árni þekkir vel til í tónlistarbransanum hérna á Íslandi og ætlar að stýra tónlistarhorni. Stefnan er að vera með tónlistarmann mánaðarins. Við erum búin að heyra í Övari Smárasyni, sem er einmitt að gefa út plötu núna – hann verður fyrsti listamaðurinn. Árni verður líka með podcast samhliða þessu þar sem hann tekur viðtal við listamann mánaðarins. Við verðum með sterkan fókus í tónlistinni þar sem við veljum fimm vínylplötur í sölu hverju sinni.“ Elma segir rýmið vera þannig byggt að auðvelt sé að færa hluti til og búa til pláss fyrir tónleika, en á morgun verður einmitt slegið upp tónleikum í rýminu samhliða því að opnun þess verður fagnað. Berndsen og Quest stíga þar á svið og vígja staðinn. „Það er kaffihorn líka, þannig að það er hægt að setjast niður og skoða blöð með kaffibollanum, en við verðum með sérpöntuð tímarit sem er ekki hægt að finna í bókabúðunum.“ Partíið hefst klukkan sex á fimmtudaginn og í boði verða drykkir. Gestir eru hvattir til að mæta með gulan hlut og hlýtur sá sem mætir með frumlegasta hlutinn verðlaun. Rétt er að benda á að til að komast á gestalista er nauðsynlegt að skrá sig á Facebook-viðburði veislunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Listarýmið Kvartýra°49 verður opnað á morgun í bakhúsi við Laugaveginn. Það eru þau Elma Dögg Steingrímsdóttir, Árni Guðjónsson og Natalia Sushchenko sem standa fyrir opnun rýmisins þar sem tónlist og tíska verða í fyrirrúmi. „Þetta er verslun að hluta til þar sem við verðum með föt frá skemmtilegum, ungum hönnuðum og frekar öðruvísi en það sem hefur verið á Íslandi,“ segir Elma Dögg. Merkin sem verða í boði eru til dæmis Études (FR), Nanushka (HU), Reike Nen (KR), Solace London (UK), SNDKT (UA), Masha Reva (UA), Sputnik 1985 (RU), Baserange (FR), House of Holland (UK) og Ashley Williams (UK). „Svo er þetta líka tónlistarrými því að hann Árni þekkir vel til í tónlistarbransanum hérna á Íslandi og ætlar að stýra tónlistarhorni. Stefnan er að vera með tónlistarmann mánaðarins. Við erum búin að heyra í Övari Smárasyni, sem er einmitt að gefa út plötu núna – hann verður fyrsti listamaðurinn. Árni verður líka með podcast samhliða þessu þar sem hann tekur viðtal við listamann mánaðarins. Við verðum með sterkan fókus í tónlistinni þar sem við veljum fimm vínylplötur í sölu hverju sinni.“ Elma segir rýmið vera þannig byggt að auðvelt sé að færa hluti til og búa til pláss fyrir tónleika, en á morgun verður einmitt slegið upp tónleikum í rýminu samhliða því að opnun þess verður fagnað. Berndsen og Quest stíga þar á svið og vígja staðinn. „Það er kaffihorn líka, þannig að það er hægt að setjast niður og skoða blöð með kaffibollanum, en við verðum með sérpöntuð tímarit sem er ekki hægt að finna í bókabúðunum.“ Partíið hefst klukkan sex á fimmtudaginn og í boði verða drykkir. Gestir eru hvattir til að mæta með gulan hlut og hlýtur sá sem mætir með frumlegasta hlutinn verðlaun. Rétt er að benda á að til að komast á gestalista er nauðsynlegt að skrá sig á Facebook-viðburði veislunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira