Enski boltinn

Young um rasismann í Rússlandi: „Höfum rætt hvað við munum gera“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Young á blaðamannafundi í vikunni.
Young á blaðamannafundi í vikunni. vísir/getty
Ashley Young, bakvörður enska landsliðsins og Manchester United, segir að enska landsliðið hafi rætt innan hópsins hvað skuli gera verði einhver leikmaður fyrir rasisma í Rússlandi.

Rússneska knattspyrnusambandið var í mars sektað fyrir rasisma söngva í garð leikmanna franska landsliðsins en sektin hljóðaði upp á 22 þúsund pund.

„Þegar við erum á vellinum þá er ég ekki viss um hvernig við myndum bregðast við. Við munum tala um það og höfum talað um það innan hópsins hvað við munum gera og hvað ekki,” sagði Young.

„Vonandi mun FIFA, ef eitthvað kemur upp, vera í stakk búinn til þess að taka á því,” bætti Young við en þrír leikmenn franska landsliðsins; Paul Pogba, Ousmana Dembele og N’Golo Kante lentu í stuðningsmönnum Rússa.

Leikurinn fór fram á Krestovsky leikvanginum í St. Pétursborg en sá leikvangur er einn af þeim völlum sem spilað verður á Rússlandi í sumar. FIFA gaf strax út tilkynningu í kjölfarið að þeir hafi ekkert umburðalyndi gagnvart rasisma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×