Svekkjandi að fá ekki að spila gegn Fulham Hjörvar Ólafsson skrifar 31. maí 2018 10:00 Birkir Bjarnason á æfingu með landsliðinu í gær. vísir Birkir Bjarnason mætti á sína fyrstu æfingu með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í undirbúningi liðsins fyrir HM í gær. Birkir lauk tímabili sínu með Aston Villa um síðustu helgi, en liðið tapaði þá fyrir Fulham í hreinum úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Birkir sagði gott að koma hingað til Íslands, hitta strákana og komast frá vonbrigðunum sem umlykja Aston Villa-hluta Birmingham. „Það er góð tilfinning að vera kominn heim eftir langt og strangt keppnistímabil með Aston Villa. Ég er hægt og rólega að jafna mig eftir vonbrigðin yfir að komast ekki upp í efstu deild með Aston Villa. Það var mjög svekkjandi að fá ekki tækifæri á að hafa áhrif á leikinn. Ég hefði viljað spila í þessum leik og reyna að hafa jákvæð áhrif á niðurstöðuna, en svona er þetta og ég er búinn að leggja þetta að baki mér. Nú er bara einbeitingin komin á fullt á íslenska landsliðið og HM,“ segir Birkir í samtali við Fréttablaðið. Birkir glímdi við meiðsli í kálfa og baki í apríl og missti af nokkrum leikjum með Aston Villa, en hann segist vera laus við meiðslin núna. Íslenska þjóðin þarf því ekki að bæta honum við á listann yfir þá leikmenn sem þeir hafa áhyggjur af þessa dagana, það er hvort þeir verði klárir í tæka tíð vegna meiðsla. „Ég er bara fínn og alveg laus við þau meiðsli sem voru að plaga mig undir lok deildarkeppninnar úti. Ég var orðinn alveg leikfær í síðustu leikjum Aston Villa á tímabilinu og er bara í fínu standi þessa stundina. Mér líður vel í skrokknum og svo vex spennan með hverjum deginum fyrir stóru stundinni. Þetta er bara fyrsti dagurinn hjá mér í undirbúningnum og ég finn það strax hvað leikmenn og allir í kringum liðið eru spenntir,“ segir Birkir um andlegt og líkamlegt ástand sitt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Sjá meira
Birkir Bjarnason mætti á sína fyrstu æfingu með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í undirbúningi liðsins fyrir HM í gær. Birkir lauk tímabili sínu með Aston Villa um síðustu helgi, en liðið tapaði þá fyrir Fulham í hreinum úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Birkir sagði gott að koma hingað til Íslands, hitta strákana og komast frá vonbrigðunum sem umlykja Aston Villa-hluta Birmingham. „Það er góð tilfinning að vera kominn heim eftir langt og strangt keppnistímabil með Aston Villa. Ég er hægt og rólega að jafna mig eftir vonbrigðin yfir að komast ekki upp í efstu deild með Aston Villa. Það var mjög svekkjandi að fá ekki tækifæri á að hafa áhrif á leikinn. Ég hefði viljað spila í þessum leik og reyna að hafa jákvæð áhrif á niðurstöðuna, en svona er þetta og ég er búinn að leggja þetta að baki mér. Nú er bara einbeitingin komin á fullt á íslenska landsliðið og HM,“ segir Birkir í samtali við Fréttablaðið. Birkir glímdi við meiðsli í kálfa og baki í apríl og missti af nokkrum leikjum með Aston Villa, en hann segist vera laus við meiðslin núna. Íslenska þjóðin þarf því ekki að bæta honum við á listann yfir þá leikmenn sem þeir hafa áhyggjur af þessa dagana, það er hvort þeir verði klárir í tæka tíð vegna meiðsla. „Ég er bara fínn og alveg laus við þau meiðsli sem voru að plaga mig undir lok deildarkeppninnar úti. Ég var orðinn alveg leikfær í síðustu leikjum Aston Villa á tímabilinu og er bara í fínu standi þessa stundina. Mér líður vel í skrokknum og svo vex spennan með hverjum deginum fyrir stóru stundinni. Þetta er bara fyrsti dagurinn hjá mér í undirbúningnum og ég finn það strax hvað leikmenn og allir í kringum liðið eru spenntir,“ segir Birkir um andlegt og líkamlegt ástand sitt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn