Sýningin Svartmálmur í skoti Ljósmyndasafnsins Benedikt Bóas skrifar 31. maí 2018 08:00 Svartmálmur gegnir lykilhlutverki í landslagi neðanjarðartónlistar og nýtur vinsælda. Svartmálmur, ný sýning í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur, verður opnuð í dag klukkan 17. Undanfarin þrjú ár hefur Hafsteinn Viðar Ársælsson markvisst ljósmyndað „black metal“ eða svartmálms-senuna á Íslandi undir dulnefninu „Verði Ljós“. Heimurinn í kringum þessa tónlistarstefnu virkar á marga sem óaðgengilegur og dularfullur og er því mjög áhugavert fyrir almenning að fá innsýn í hann. Svartmálmur gegnir lykilhlutverki í landslagi neðanjarðartónlistar og nýtur vinsælda víða um heim. Þrátt fyrir landfræðilega einangrun hefur svartmálmstónlist blómstrað á Íslandi síðastliðinn áratug og klifið upp metorðastigann erlendis. Má þar vafalaust þakka þekktum íslenskum svartmálms-tónlistarútgáfufyrirtækjum, hátíðum á borð við Eistnaflug og Oration og einnig alþjóðlega þekktum hljómsveitum sem hafa borið hróður þessarar tónlistar víða. Á sýningunni eru meðal annars að finna myndir sem teknar eru undir formerkjum skrásetningar og skáldskapar af hljómsveitum eins og Mismþyrmingu, Nöðru, Nyiþ, Sinmara, Svartadauða og Wormlust, sólóverkefni ljósmyndarans sjálfs. Meðan á sýningu stendur verður til sölu í safnbúð safnsins samnefnd bók sem komin er út, en hún hefur nú þegar fengið mikla umfjöllun í erlendum miðlum og viðtöl birst við Hafstein Viðar í blöðum á borð við Washington Post og í þungarokks-tónlistartímaritunum Revolver og Kerrang! Einnig hefur hún hlotið umfjöllun í British Photo Journal. Hafsteinn Viðar stundaði nám við Ljósmyndaskólann á árunum 2014 til 2017. Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Svartmálmur, ný sýning í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur, verður opnuð í dag klukkan 17. Undanfarin þrjú ár hefur Hafsteinn Viðar Ársælsson markvisst ljósmyndað „black metal“ eða svartmálms-senuna á Íslandi undir dulnefninu „Verði Ljós“. Heimurinn í kringum þessa tónlistarstefnu virkar á marga sem óaðgengilegur og dularfullur og er því mjög áhugavert fyrir almenning að fá innsýn í hann. Svartmálmur gegnir lykilhlutverki í landslagi neðanjarðartónlistar og nýtur vinsælda víða um heim. Þrátt fyrir landfræðilega einangrun hefur svartmálmstónlist blómstrað á Íslandi síðastliðinn áratug og klifið upp metorðastigann erlendis. Má þar vafalaust þakka þekktum íslenskum svartmálms-tónlistarútgáfufyrirtækjum, hátíðum á borð við Eistnaflug og Oration og einnig alþjóðlega þekktum hljómsveitum sem hafa borið hróður þessarar tónlistar víða. Á sýningunni eru meðal annars að finna myndir sem teknar eru undir formerkjum skrásetningar og skáldskapar af hljómsveitum eins og Mismþyrmingu, Nöðru, Nyiþ, Sinmara, Svartadauða og Wormlust, sólóverkefni ljósmyndarans sjálfs. Meðan á sýningu stendur verður til sölu í safnbúð safnsins samnefnd bók sem komin er út, en hún hefur nú þegar fengið mikla umfjöllun í erlendum miðlum og viðtöl birst við Hafstein Viðar í blöðum á borð við Washington Post og í þungarokks-tónlistartímaritunum Revolver og Kerrang! Einnig hefur hún hlotið umfjöllun í British Photo Journal. Hafsteinn Viðar stundaði nám við Ljósmyndaskólann á árunum 2014 til 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira