„Gefur þessum leik auka sjarma að fá að mæta Lars“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2018 14:30 Kári Árnason með Lars Lagerbäck. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, hóf æfingar með liðinu í vikunni og fyrsti leikur liðsins í lokaundirbúningnum er á móti Noregi á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Hannes er ánægður með að fá tækifæri til að mæta lærisveinum Lars Lagerbäck en það efast enginn um það sem Lagerbäck gerði fyrir íslenska landsliðinu á árunum 2012 til 2016. Lars Lagerbäck hætti með liðið eftir EM í Frakklandi 2016 og tók síðan við norska landsliðinu í febrúar 2017. Sænski þjálfarinn mætir aftur á Laugardalsvöllinn á laugardagskvöldið og það er öruggt að þar mun hann fá góðar móttökur frá bæði landsliðsmönnum og stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. „Það hefur þessum leik auka sjarma að fá að mæta Lars og ég hlakka til að spila þennan leik. Líka að koma hérna heima á Laugardalsvöllinn og spila landsleik. Það eru þessar stundir sem hafa gefið manni hvað mest síðust ár,“ sagði Hannes. „Það er gaman að koma í sumarleik í Reykjavík og það skemmir ekki fyrir að fá að taka í spaðann á karlinum fyrir leik,“ sagði Hannes. Hann er kominn heim úr hitabylgjunni í Danmörku. „Ég segi nú ekki sjokk enda ekki eins og maður þekki þetta ekki. Vissulega var töluvert betra veður í Danmörku. Mér finnst svo notalegt að vera hérna á Íslandi og er alveg sama þótt að það sé stinningskaldi og níu gráður. Þetta er alltaf ljúft og ætla ekki að vera kvarta yfir þessu,“ sagði Hannes. Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í 52 leikjum þar af 32 þeirra með Heimi Hallgrímssyni. Hannes var aðeins búinn að spila einn landsleik þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011. Hannes spilaði aftur á móti 37 landsleiki í þjálfaratíð Lagerbäck þar af 26 af 27 keppnisleikjum liðsins. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, hóf æfingar með liðinu í vikunni og fyrsti leikur liðsins í lokaundirbúningnum er á móti Noregi á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Hannes er ánægður með að fá tækifæri til að mæta lærisveinum Lars Lagerbäck en það efast enginn um það sem Lagerbäck gerði fyrir íslenska landsliðinu á árunum 2012 til 2016. Lars Lagerbäck hætti með liðið eftir EM í Frakklandi 2016 og tók síðan við norska landsliðinu í febrúar 2017. Sænski þjálfarinn mætir aftur á Laugardalsvöllinn á laugardagskvöldið og það er öruggt að þar mun hann fá góðar móttökur frá bæði landsliðsmönnum og stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. „Það hefur þessum leik auka sjarma að fá að mæta Lars og ég hlakka til að spila þennan leik. Líka að koma hérna heima á Laugardalsvöllinn og spila landsleik. Það eru þessar stundir sem hafa gefið manni hvað mest síðust ár,“ sagði Hannes. „Það er gaman að koma í sumarleik í Reykjavík og það skemmir ekki fyrir að fá að taka í spaðann á karlinum fyrir leik,“ sagði Hannes. Hann er kominn heim úr hitabylgjunni í Danmörku. „Ég segi nú ekki sjokk enda ekki eins og maður þekki þetta ekki. Vissulega var töluvert betra veður í Danmörku. Mér finnst svo notalegt að vera hérna á Íslandi og er alveg sama þótt að það sé stinningskaldi og níu gráður. Þetta er alltaf ljúft og ætla ekki að vera kvarta yfir þessu,“ sagði Hannes. Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í 52 leikjum þar af 32 þeirra með Heimi Hallgrímssyni. Hannes var aðeins búinn að spila einn landsleik þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011. Hannes spilaði aftur á móti 37 landsleiki í þjálfaratíð Lagerbäck þar af 26 af 27 keppnisleikjum liðsins.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira