Hugh Jackman og Baltasar Kormákur orðaðir við njósnaramynd Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 14:47 Hugh Jackman og Baltasar Kormákur. Vísir/Getty Leikarinn Hugh Jackman og leikstjórinn Baltasar Kormákur eru orðaðir við gerð myndarinnar The Good Spy, sem byggð er á samnefndri bók Pulitzer-rithöfundarins Kai Bird um líf og dauða bandaríska leyniþjónustumannsins Robert Aimes.Greint er frá þessu á vef Deadline.Robert Aimes var fulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og starfaði mest megnis í Miðausturlöndunum en hann var þekktur fyrir að styrkja samband Bandaríkjanna við Arabíu-ríkin. Í umsögn um bókina er Aimes sagður hafa unnið að því að mynda sterk vinasambönd við aðila innan leyniþjónustugeirans í Miðausturlöndunum á meðan kollegar hans treystu frekar á hótanir og blekkingar. Aimes fórst í sprengingu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Beirút árið 1983 en gröfin hans í Arlington-kirkjugarðinum er sú eina sem er merkt CIA. Mun myndin segja frá ferli hans og einkalífi.Hugh Jackman og Baltasar eru sagðir báðir á mála hjá WMA-umboðsskrifstofunni sem er með aðsetur í Beverly Hills í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikarinn Hugh Jackman og leikstjórinn Baltasar Kormákur eru orðaðir við gerð myndarinnar The Good Spy, sem byggð er á samnefndri bók Pulitzer-rithöfundarins Kai Bird um líf og dauða bandaríska leyniþjónustumannsins Robert Aimes.Greint er frá þessu á vef Deadline.Robert Aimes var fulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og starfaði mest megnis í Miðausturlöndunum en hann var þekktur fyrir að styrkja samband Bandaríkjanna við Arabíu-ríkin. Í umsögn um bókina er Aimes sagður hafa unnið að því að mynda sterk vinasambönd við aðila innan leyniþjónustugeirans í Miðausturlöndunum á meðan kollegar hans treystu frekar á hótanir og blekkingar. Aimes fórst í sprengingu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Beirút árið 1983 en gröfin hans í Arlington-kirkjugarðinum er sú eina sem er merkt CIA. Mun myndin segja frá ferli hans og einkalífi.Hugh Jackman og Baltasar eru sagðir báðir á mála hjá WMA-umboðsskrifstofunni sem er með aðsetur í Beverly Hills í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42