Lars: Ísland á sérstakan sess í mínu hjarta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. maí 2018 15:43 Lars á fundinum í dag. vísir/hbg Það var sérstök sjón að sjá Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í Laugardal og það í búningi Noregs. Lars var sem fyrr blíður og sló reglulega á létta strengi. „Það er gott að koma aftur til Íslands. Landið mun alltaf eiga sérstakan sess í hjarta mér. Það gleður mig líka hvað liðið hefur staðið sig vel eftir að ég fór,“ sagði Lagerbäck en hann sér ekki eftir því að hafa hætt með liðið á sínum tíma. „Liðið varð líklega betra af því að ég hætti. Svo ætlaði ég að hætta að þjálfa en er ekki góður með standa við ákvarðanir mínar. Ég er hissa sjálfur að ég hafi haldið áfram að þjálfa. Gott fyrir alla að ég hætti á þessum tíma.“ Lars segir að íslenska liðið sé í mjög erfiðum riðli á HM en að það henti liðinu vel að vera litla liðið. „Það má aldrei útiloka Ísland. Gylfi er mikilvægur og auðvitað er vont ef hann getur ekki beitt sér að fullu. Liðið er smat gott án hans þó svo hans verði saknað.“ Lars og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, þekkjast mjög vel og það mun því ekkert koma á óvart í leik liðanna á laugardag. „Heimir þekkir norska liðið vel og liðin spila svipaðan bolta. Þetta er nánast eins og að spila á móti sjálfum sér í raun og veru. Sérstakur leikur. Svo þekki ég alla leikmenn á vellinum sem er líka spes,“ segir Lars en hann ætlar að reyna að taka kaffibolla með Heimi ef tími gefst til. Hann mun samt líklega ekki gefa Heimi nein ráð um framtíðina en Heimir verður samningslaus eftir HM og gæti tekið annað starf. „Það er erfitt að gefa mönnum eins og Heimi ráð. Hann þarf að skoða sín tilboð og meta hversu góð liðin eru. Hann þarf að vanda sig. Heimir er of klár til þess að spyrja mig um ráð,“ sagði Svíinn hógvær. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira
Það var sérstök sjón að sjá Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í Laugardal og það í búningi Noregs. Lars var sem fyrr blíður og sló reglulega á létta strengi. „Það er gott að koma aftur til Íslands. Landið mun alltaf eiga sérstakan sess í hjarta mér. Það gleður mig líka hvað liðið hefur staðið sig vel eftir að ég fór,“ sagði Lagerbäck en hann sér ekki eftir því að hafa hætt með liðið á sínum tíma. „Liðið varð líklega betra af því að ég hætti. Svo ætlaði ég að hætta að þjálfa en er ekki góður með standa við ákvarðanir mínar. Ég er hissa sjálfur að ég hafi haldið áfram að þjálfa. Gott fyrir alla að ég hætti á þessum tíma.“ Lars segir að íslenska liðið sé í mjög erfiðum riðli á HM en að það henti liðinu vel að vera litla liðið. „Það má aldrei útiloka Ísland. Gylfi er mikilvægur og auðvitað er vont ef hann getur ekki beitt sér að fullu. Liðið er smat gott án hans þó svo hans verði saknað.“ Lars og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, þekkjast mjög vel og það mun því ekkert koma á óvart í leik liðanna á laugardag. „Heimir þekkir norska liðið vel og liðin spila svipaðan bolta. Þetta er nánast eins og að spila á móti sjálfum sér í raun og veru. Sérstakur leikur. Svo þekki ég alla leikmenn á vellinum sem er líka spes,“ segir Lars en hann ætlar að reyna að taka kaffibolla með Heimi ef tími gefst til. Hann mun samt líklega ekki gefa Heimi nein ráð um framtíðina en Heimir verður samningslaus eftir HM og gæti tekið annað starf. „Það er erfitt að gefa mönnum eins og Heimi ráð. Hann þarf að skoða sín tilboð og meta hversu góð liðin eru. Hann þarf að vanda sig. Heimir er of klár til þess að spyrja mig um ráð,“ sagði Svíinn hógvær.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira