Sérfræðingar í varalestri rýndu í brúðkaupið: „Er hún komin?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2018 09:29 Harry og Meghan fóru í ferð um Windsor í hestvagni að lokinni athöfn eins og hefðin býður. Vísir/Getty Brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem nú eru orðin hertogahjónin af Sussex, á laugardag vakti heimsathygli. Sérfræðingar í varalestri og líkamstjáningu rýndu margir í samskipti brúðhjónanna og gesta á meðan athöfninni stóð til að veita almenningi frekari innsýn inn í athöfnina.Sjá einnig: Auða sætið var ekki handa DíönuBreska fréttastofan Sky News fékk til sín varalesara til að fylgjast gaumgæfilega með brúðkaupinu um helgina. Í séfræðilegri greiningu hans kom ýmislegt fram. Brúðguminn Harry Bretaprins virðist hafa verið örlítið taugaóstyrkur í aðdraganda stóru stundarinnar. Er hann gekk til athafnarinnar ásamt bróður sínum, Vilhjálmi, spurði hann: „Er hún komin?“ og átti þar líklega við verðandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Vilhjálmur svaraði að bragði: „Nei, ekki enn þá.“ Þá þurfti ekki sérfræðing í varalestri til að átta sig á því hvað Harry sagði við verðandi eiginkonu sína þegar þau mættust við altarið á laugaradag, eins og sést í tístinu hér að neðan. "You look amazing. I'm so lucky." Prince Harry greets his beautiful bride Meghan Markle. #HarryAndMeghan#RoyalWeddingpic.twitter.com/IhPfQPcwyE — InStyle (@InStyle) May 19, 2018 Þegar brúðhjónin voru svo komin út í hestvagn sem beið þeirra að athöfn lokinni bar Meghan höndina upp að brjósti sér og sagði „Hvílíkt fjör“ við eiginmann sinn. Hún hefur að vonum verið ánægð með athöfnina. Þá hefur einnig verið rýnt í líkamstjáningu viðstaddra og fékk Sky annan sérfræðing til þess. Hann sagði Meghan sterka og sjálfsörugga en Harry hafi hins vegar verið taugaóstyrkur. Það hafi verið greinilegt þar sem hann blikkaði augunum ört, sleikti á sér varirnar og snerti ítrekað á sér andlitið.Harry og Vilhjálmur sjást hér mæta til kirkju á laugardaginn.Vísir/gettySérfræðingur Sky News tók brúðkaupsgesti einnig til ítarlegrar skoðunar en greinilegt er að þeir voru misvel upplagðir á laugardaginn. Tom Parker Bowles, sonur Kamillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, sagðist til að mynda „feginn að vera ekki þunnur“ er hann mætti til brúðkaupsins. Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43 Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem nú eru orðin hertogahjónin af Sussex, á laugardag vakti heimsathygli. Sérfræðingar í varalestri og líkamstjáningu rýndu margir í samskipti brúðhjónanna og gesta á meðan athöfninni stóð til að veita almenningi frekari innsýn inn í athöfnina.Sjá einnig: Auða sætið var ekki handa DíönuBreska fréttastofan Sky News fékk til sín varalesara til að fylgjast gaumgæfilega með brúðkaupinu um helgina. Í séfræðilegri greiningu hans kom ýmislegt fram. Brúðguminn Harry Bretaprins virðist hafa verið örlítið taugaóstyrkur í aðdraganda stóru stundarinnar. Er hann gekk til athafnarinnar ásamt bróður sínum, Vilhjálmi, spurði hann: „Er hún komin?“ og átti þar líklega við verðandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Vilhjálmur svaraði að bragði: „Nei, ekki enn þá.“ Þá þurfti ekki sérfræðing í varalestri til að átta sig á því hvað Harry sagði við verðandi eiginkonu sína þegar þau mættust við altarið á laugaradag, eins og sést í tístinu hér að neðan. "You look amazing. I'm so lucky." Prince Harry greets his beautiful bride Meghan Markle. #HarryAndMeghan#RoyalWeddingpic.twitter.com/IhPfQPcwyE — InStyle (@InStyle) May 19, 2018 Þegar brúðhjónin voru svo komin út í hestvagn sem beið þeirra að athöfn lokinni bar Meghan höndina upp að brjósti sér og sagði „Hvílíkt fjör“ við eiginmann sinn. Hún hefur að vonum verið ánægð með athöfnina. Þá hefur einnig verið rýnt í líkamstjáningu viðstaddra og fékk Sky annan sérfræðing til þess. Hann sagði Meghan sterka og sjálfsörugga en Harry hafi hins vegar verið taugaóstyrkur. Það hafi verið greinilegt þar sem hann blikkaði augunum ört, sleikti á sér varirnar og snerti ítrekað á sér andlitið.Harry og Vilhjálmur sjást hér mæta til kirkju á laugardaginn.Vísir/gettySérfræðingur Sky News tók brúðkaupsgesti einnig til ítarlegrar skoðunar en greinilegt er að þeir voru misvel upplagðir á laugardaginn. Tom Parker Bowles, sonur Kamillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, sagðist til að mynda „feginn að vera ekki þunnur“ er hann mætti til brúðkaupsins.
Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43 Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43