Fótbolti

Morata ekki í HM-hópi Spánar

Einar Sigurvinsson skrifar
Diego Costa er í hópnum.
Diego Costa er í hópnum. Vísir/Getty
Julen Lopetegui, landsliðsþjálfari Spánar, tilkynnti í dag 23 manna HM-hóp sinn í dag. Spánverjar eru af mörgum taldir vera með einn allra sterkasta hóp Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Rússlandi í sumar.

Lopetegui valdi fjóra leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni, þá David de Gea, Cesar Azpilicueta, Nacho Monreal og David Silva. Það var hins vegar ekkert pláss fyrir Chelsea-mennina Alvaro Morata eða Marcos Alonso.

Ekkert pláss var heldur að finna fyrir Sergi Roberto, leikmann Barcelona eða Javi Martínez, leikmann Bayern Munich.

Spánn leikur í B-riðli á Heimsmeistaramótinu og er fyrsti leikur þeirra gegn Evrópumeisturum Portúgal. Auk Portúgal eru þeir með Íran og Marokkó í riðli.

HM-hópur Spánar:

Markmenn: David De Gea (Manchester United), Pepe Reina (Napoli), Kepa Arrizabalaga (Athletic Bilbao).

Varnarmenn: Jordi Alba (Barcelona), Cesar Azpilicueta (Chelsea), Nacho Monreal (Arsenal), Dani Carvajal (Real Madrid), Nacho Fernandez (Real Madrid), Gerard Pique (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid), Alvaro Odriozola (Real Sociedad)

Miðjumenn: Thiago Alcantara (Bayern Munich), Sergio Busquets (Barcelona), Andres Iniesta (Barcelona), Jorge „Koke“ Resurreccion (Atletico Madrid), Saul Niguez (Atletico Madrid), Marco Asensio (Real Madrid), David Silva (Manchester City), Lucas Vazquez (Real Madrid), Francisco „Isco“ Alarcon (Real Madrid).

Sóknarmenn: Iago Aspas (Celta Vigo), Rodrigo (Valencia), Diego Costa (Atletico Madrid).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×