Viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin innleiddu gegn Venesúelamönnum í kjölfar forsetakosninga helgarinnar eru „glæpur gegn mannkyninu“. Þetta fullyrti utanríkisráðuneyti Venesúela í gær.
Bandaríkin eru eitt þeirra ríkja sem viðurkenna ekki forsetakosningarnar og ákvað Donald Trump forseti á mánudag að samþykkja þvinganir sem gera Venesúelamönnum erfitt að selja eignir ríkisins. Það kemur sér illa fyrir ríkisstjórn Nicolas Maduro, sem var endurkjörinn á sunnudag, enda er ríkið í afar djúpri kreppu.
Venesúelastjórn hefur reglulega kennt Bandaríkjunum um þá kreppu og sagt ríkið heyja efnahagslegt stríð gegn sér. „Venesúela fordæmir enn á ný kerfisbundna herferð og árásargirni Bandaríkjastjórnar sem reynir að refsa Venesúelamönnum fyrir að nýta sér kosningaréttinn,“ sagði í tilkynningunni í gær.
Maduro fékk 68 prósent atkvæða en stjórnarandstaðan sniðgekk kosningarnar að mestu. Hefur stjórnarandstaðan sagt að Maduro svindli og því séu kosningarnar marklausar.
Segja þvinganirnar glæp

Tengdar fréttir

Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar
Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði.

Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur
Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir.

Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð
Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis?